Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 33

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 33
KYLFINGUR 33 þessa keppni sjálfur til og var keppt í henni á Akranesi í sumar með góð- um árangri. Hannes veitti mér leyfi til að birta reglugerðina í þessari grein, sem ég er mjög þakklátur fyr- ir. Ég ætla þó ekki að birta reglugerð þessa orðrétt heldur segja frá henni eins vel og mér er frekast unnt. Til að byrja með skal það tekið hér fram, að allir unglingar í GR hafa rétt til þátttöku. Annars er framkvæmd keppninnar á þessa leið: Leikmönnum er skipt í tvo flokka: í A-flokki leika leikmenn með 12 og lægra í forgjöf, en í B- flokki þeir sem hafa 13 og hærra. í A-flokki verður leikið án forgjafar, en með henni í B-flokki. Þessi keppni, sem við getum kallað ,,Unglingabikarinn“, verður 6 um- ferðir (2 á mánuði, 1. umferð hefst 1. júní, og síðustu umferð verður lokið i enda ágúst), og verður fyrir- komulagið 18 holu tvímennings holukeppni. Unglingabikarinn verður stiga- keppni og fer stigagjöfin þannig fram: Liklega er best að skýra hana með raunhæfu dæmi: Gísli og Eiríkur hafa háð harða baráttu, og lýkur henni á 17. holu með sigri Gísla 2/1. Byrjað er á því að telja stig sigurveg- arans, og er þá tekin hærri talan (2) og deilt í hana með 2. Útkoman er því stig sigurvegarans (Gísla), þau stig eru auðvitað í plús, og í þessu til- viki færþvíGísli 1 stig (2:2= 1). Síð- an eru talin stig leikmannsins sem tapaði. Þá er tekin minni talan (1) og deilt í hana með 2 og útkoman er því stig leikmannsins, sem tapaði, og er sú tala í mínus. Eiríkur fær því —0.5 stig fyrir þennan leik (1:2 = 0.5). Ef leikur endar með jafntefli fá báðir leikmenn 0 stig, og eina frávikið frá þeirri reglu, að hinn sigraði fái mín- usstig er það, að leiknum ljúki á 18. holu, því að þá er minni talan 0 og fær því hinn sigraði 0 stig. Klári leik- menn ekki leikinn fyrir sett tíma- mörk fá báðir leikmenn 2 mínusstig, nema þeir hafi áður talað við keppn- istjóra og greint frá ástæðum fyrir því, og skal þá keppnistjóri ákveða, hvort réttlætanlegt sé að gefa leik- mönnum mínusstig, eða hvort þeir fái báðir 0 stig. Allir leikmenn fá númer og ræðst leikröð af númerum, nr. 1 keppir við 2, nr. 3 við 4 o.s.frv. Númerin breyt- ast milli umferða, og leikmaður hef- ur alltaf sama númer og sæti hans segir til um (1. sæti þýðir að leik- maður er númer 1, 2. sæti nr. 2 o.s. frv.). Þess ber þó að geta, að ef leik- Guunar Sn. Sigurðsson. menn hafa leikið saman áður, þá leikur sá sem hefur lægra töflunúm- erið við þann sem er næstur honum í röðinni, og hann hefur ekki leikið við áður. T.d. ef leikmenn númer 1 og 2 hafa leikið saman áður leikur 1 við 3 og 2 við 4 í staðinn og svo fram- vegis. Ef næsta töflunúmer er oddatala (þ.e.a.s. ef fjöldi leikmanna stendur á oddatölu) skal sá sem það númer hefur sitja hjá í þeirri umferð, en fái hann það númer aftur siðar í keppn- inni skal sá sem hefur næsta númer fyrir neðan og hefur ekki setið hjá fyrr, sitja hjá í hans stað. Þess ber þó að geta hér að lokum, að leikmenn geta ekki flust um flokka í miðri keppni eins og gefur að skilja. Nái leikmaður í B-flokki þeirri forgjöf sem til þarf, að leika í A-flokki skal hann leika á lægstu leyfilegu forgjöf í B-flokki og sömu sögu er að segja um A-flokkinn, sá sem hefur leik í honum skal ljúka honum þar einnig. Sá sem hlýtur flest stig í A-flokki hlýtur nafnbótina „Bikarmeistari unglinga í GR“ en sigurvegarinn í B- flokki hlýtur hins vegar titilinn „Bikarmeistari unglinga í GR í B- flokki“, og skulu þeir báðir fá nafn sitt ritað á farandgripi, sem sigrun- um fylgja. Mörgum kann að finnast þessi keppni heldur stór í sniðum, en það er nú ekki mikið að leika kannski tvisvar í þessari keppni á mánuði, eða er það? Hugmyndin er, að ef keppni þessi nær fram að ganga sumarið 1987 mun 1. umferð líklega hefjast 1. júní og ljúka 15. júní og svo framvegis. Oft hafa komið fram hjá ungl- inganefndum í Golfklúbbi Reykja- víkur frábærar hugmyndir, líkt og Áskorendataflan, sem kom fram sumarið 1983. En það sem varð henni að falli mjög fljótlega var að- gerðarleysi unglinganefndarinnar, sem fylgdi keppninni ekkert eftir, og fljótlega misstu leikmennirnir áhug- ann, og keppnin féll um sjálfa sig. Unglingabikarinn getur þjónað mjög góðum tilgangi og hefur óneit- anlega i för með sér meiri fjölbreytni og meiri samkeppni í unglingaflokk- unum í GR. Og samkeppni er ein- mitt það sem bætir og herðir alla leikmenn. En nái þessi keppni fram að ganga verður unglinganefnd GR að sjá sóma sinn í að fylgja henni vel úr hlaði og gera hana að veglegri keppni, sem gæti jafnvel verið á dag- skrá hjá GR í mörg næstu ár. Einnig gæti verið sniðugt að hafa slíka keppni hjá öllum klúbbum landsins, og sigurvegararnir hittust að lokum í úrslitakeppni. I þessari grein hefur komið fram örlítil gagnrýni, og vona ég, að við- komandi aðilum finnist hún ekki ósanngjörn, því að min skoðun er sú, að hún sé málefnaleg. Gunnar Snævar Sigurðsson.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.