Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 35

Kylfingur - 15.12.1986, Blaðsíða 35
KYLFINGUR 35 Norðurlandameistari kvenna: Anna Öquist, Svíþjóð 81 78 72 83 314 Steinunn varð í 15. sæti af 20 keppendum. LANDSMÓT 1986 Karlar: Úlfar Jónsson Sigurður Pétursson Ragnar Ólafsson Hannes Eyvindsson Sveinn Sigurbergsson Gylfi Kristinsson 1. 2. 3. 4. samt. 79 77 75 82 313 79 79 77 78 313 81 78 78 78 315 87 79 76 83 325 79 84 81 83 327 83 83 83 83 332 Norðurlandameistari karla: Johan Ryström, Svíþjóð 76 75 76 70 297 Úlfar og Sigurður urðu í 9. til 12. sæti og Ragnar í 15. til 16. sæti af 30 keppendum. Úrslit í sveitakeppni kvenna: 1. DANMÖRK 958 högg 2. SVÍÞJÓÐ 971 — 3. NOREGUR 987 — 4. FINLAND 1055 — 5. ÍSLAND 1074 — Úrslit í sveitakeppni karla: 1. SVÍÞJÓÐ 1518 högg 2. DANMÖRK 1542 — 3. FINLAND 1568 — 4. NOREGUR 1576 — 5. ÍSLAND 1588 — Þetta er lélegri árangur hjá öllum liðum en varð í Finnlandi í fyrra, og á völlurinn þar stærsta sök, en ár- angur íslensku liðanna er betri að þessu sinni sé hann skoðaður i sam- anburði við hin löndin. Til að ná Finnum vantaði kvennaliðið 19 högg í þetta sinn, en 46 högg í fyrra, og karlaliðið vantaði 12 högg í ár til að ná Norðmönnum en 31 í fyrra, þannig að þótt árangurinn sé ekki eins góður og vonast var eftir er þetta í rétta átt. Athyglisvert var á þessu mót, hve íslendingar og Danir höfðu yfirveg- aða og prúðmannlega framkomu á vellinum. Framkoma sumra leik- manna hinna þjóðanna var ekki í þeim anda sem við íslendingar vilj- um sjá á golfvelli, og er greinilegt, að sumar Norðurlandaþjóðirnar þurfa að bæta þetta og ganga á undan með gott fordæmi, sem stuðlar að því, að ungir kylfingar temji sér þá fram- komu á golfvelli sem íþróttinni sæmir. Reykjavík, í október 1986. Guðmundur S. Guðmundsson. Landsmót í golfi var haldið sl. sumar á Hólmsvelli í Leiru hjá Golf- klúbbi Suðurnesja, 28. júlí — 2. ágúst. Suðurnesjamenn tóku nú í notkun nýjan og glæsilegan golf- skála, er þeir höfðu lokið við rétt fyrir mótið af fádæma krafti. Leikið var á Hólmsvelli í fyrsta sinn í mót- inu í endanlegri mynd hans. Móts- stjóri var Logi Þormóðsson, og var mótshaldið allt eins og best verður á kosið. Þá var og veðrið alveg ótrú- legt, ekki kom dropi úr lofti alla mótsdagana, sólskin allan tímann. Má segja, að þurrkur hafi verið helsta vandamálið í mótinu. Mótið var það fjölmennasta sem nokkru sinni hefur verið haldið, en þátttak- endur voru 241. Mótið hófst á mánudegi í 3. flokki karla. Sama dag hófst keppni einnig í 2. flokki karla og kvenna. En keppni í 1. flokkum og meistara- flokkum hófst ekki fyrr en á mið- vikudegi. Ákveðið var að beita nið- urskurði eftir tvo daga, en lágmark til áframhaldandi leiks var haft svo auðvelt, að fáir urðu til þess að falla út. Á 1. degi í 3. flokki karla léku best þeir Guðjón Einarsson GG og Hjörtur Kristjánsson GS, báðir á 87 höggum. Á 88 höggum voru Jó- hannes Jónsson GR og Steinar Sig- tryggsson GS. Hjörtur lék mjög vel á 2. degi allt fram á síðustu holu, þar sem hann fékk sprengju. Guðjón tók því for- ystuna einn, var á 173 höggum, en 3 kylfingar fylgdu á eftir, höggi lak- ari: Hjörtur , (Sigurbjörn) Leifur Bjarnason GR, sem lék best allra þennan dag á 83 höggum og Högni Gunnlaugsson GS. Högni og Leifur léku báðir mjög vel á 3. degi. Var Högni nú kominn með forystuna á 256 höggum, en Leifur var í 2. sæti á 259. Rúnar Val- geirsson var kominn í 3. sætið á 262 höggum. Besta skori þennan dag náði Guðmudur Ó. Guðmundsson Samúel D. Jónsson GR á niðurleið á 1. teigi. GR, lék á 80 höggum, sem er frá- bært af manni í 3. flokki. Högni lék af sama örygginu og áð- ur á lokadegi í þessum flokki og sigr- aði með talsverðum yfirburðum, lék samtals á 342 höggum. Rúnar náði 2. sætinu á 350 höggum, og í 3. sæti varð Jóhannes Jónsson GR á 352 höggum. í 2. flokki kvenna tók sigurvegar- inn frá árinu áður, Sigríður B. Ólafsdóttir GH, strax forystuna á 97 höggum. María Jónsdóttir GS var í 2. sæti á 99 höggum, og næstar voru Auður Guðjónsdóttir GK og Áslaug Bernhöft NK á 103 höggum. Björk Ingvarsdóttir GK lék best á 2. degi á 95 höggum og komst í 2. sætið á 199 höggum, en Sigríður hélt forystunni á 197 höggum. í 3. sæti var María á 203 höggum. Heldur jók Sigríður forystu sína á 3. degi, var samtals á 295 höggum, en Gerða Halldórsdóttir GS var kominn í 2. sætið á 300 höggum. Björk var hins vegar í 3. sæti á 303 höggum, ásamt Kristine Eide NK. Forysta Sigríðar var aldrei í

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.