Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 117

Fréttablaðið - 20.11.2010, Side 117
LAUGARDAGUR 20. nóvember 2010 Bíó ★★★★ Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Skylduáhorf fyrir netverja Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ung- mennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Freyr Gígja Gunnarsson Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekking- unni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt. FLOTT MYND Aðstandendur heimildarmyndarinnar Catfish mega vera ánægðir með myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveit Veru Sölva- dóttur og Magnúsar Jóns- sonar reynir fyrir sér í Þýskalandi með útgáfu á dansvænni plötu. Plata með tvíeykinu BB & Blake verður gefin út hjá þýska útgáfu- fyrirtækinu Athletikk á næst- unni. Hún inniheldur fjórar ólíkar útgáfur af laginu Paris je t’aime. Tónlistar mennirnir Lars Sommer feld, Edgar 9000 og Kerosene sjá um að endur- vinna lögin. Vera Sölvadóttir og Magnús Jónsson skipa sveitina sem hefur legið í dvala undanfarna mánuði. „Við erum að vakna aðeins til lífs- ins aftur núna. Maggi er búinn að vera fyrir norðan að leika í Rocky Horror og við höfum þess vegna lítið getað sinnt BB & Blake,“ útskýrir Vera. Hún segir plöt- una sem Athletikk gefur út vera mjög dansvæna og sverja sig í ætt við klúbbatónlist. „Við erum mjög spennt fyrir þessum samn- ingi því þeir eru mjög tengdir inn í þennan stóra dansheim sem er í Þýskalandi og við hlökkum til að vinna meira með þeim í fram- tíðinni.“ Platan kemur út í Þýska- landi í næstu viku og verður einn- ig fáanleg á netinu. Annars er það að frétta af BB & Blake að þau hafa samið nýtt lag sem þau hyggjast gera myndband við í desember. „Við erum að fara á dansnámskeið í næstu viku þar sem við lærum dívudans sem kallast waacking,“ segir Vera hlæjandi og bætir við: „Þetta verður eitthvað forvitni- legt, ég og Maggi að dansa dívu- dansa.“ sara@frettabladid.is Komin á samning í Þýskalandi VERA SÖLVADÓTTIR Tónlist tvíeykisins BB & Blake verður gefin út í Þýskalandi í næstu viku. Þýska útgáfufyrirtækið Athletikk gefur plötuna út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála 2010 Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni: • Verkefni og rannsóknir sem vinna gegn fordómum og auka fjölmenningarlega færni. • Verkefni og rannsóknir sem vinna að félagslegri virkni meðal innflytjenda. • Verkefni og rannsóknir sem stuðla að bættri stöðu innflytjenda á vinnumarkaði. Önnur verkefni koma einnig til álita. Styrkir verða almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Grasrótar- og hagsmuna- félög innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um í sjóðinn. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar eru 12 milljónir króna. Styrkir geta verið að hámarki 75% af heildarkostnaði verkefnis. Unnt er að sækja um á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2010. Sótt skal um styrk á sérstöku umsóknareyðublaði sem er aðgengilegt á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytis, (www.felagsmalaraduneyti.is). Þar er einnig að finna stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda, framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda og reglur þróunarsjóðs innflytjendamála með nánari upplýsingum um skilyrði styrkveitinga. Trúnaðar er gætt við meðferð umsókna. Nánari upplýsingar fást í félags- og tryggingamálaráðuneyti í síma 545 8100 og með tölvupósti á netfangið linda.ros.alfredsdottir@fel.stjr.is WWW.N1.IS SÍMI 440 1000 Meira í leiðinni TILBOÐ Á OFFICE ONE FJÖLNOTAPAPPÍR 500 A4 BLÖÐ Á AÐEINS 490 KR. N1verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði, Ísafirði, Grindavík og Höfn. N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.