Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag 22. nóvember 2010 274. tölublað 10. árgangur Mjúkur og bragðgóður Hátíðarostur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 2 4 3 3 FÉLAGSMÁL Árni Páll Árnason, þá félagsmálaráðherra, og Stein grímur J. Sigfússon fjármála ráðherra sömdu í sameiningu um að greiða hjónunum sem ráku meðferðar- heimilið í Árbót í Aðaldal þrjátíu milljónir í bætur fyrir lokun heim- ilisins, þvert á ein dregin mótmæli Barnaverndarstofu (BVS). Þeir leituðu ekki til Ríkislögmanns til að kanna bótaskylduna. Þetta sýna gögn sem Fréttablaðið hefur fengið afhent frá Barnaverndarstofu. Gengið var frá samkomulaginu 13. október síðastliðinn eftir að Guðbjartur Hannesson hafði tekið við sem félagsmálaráðherra. Tólf milljónir hafa þegar verið greiddar úr sjóðum BVS og gert er ráð fyrir átján milljóna auka fjárveitingu vegna málsins í fjáraukalaga- frumvarpi næsta árs. BVS ákvað að segja upp þjónustu- samningnum við Árbót í lok síð- asta árs. Þar hafði komið upp kyn- ferðisbrotamál sem varð til þess að barnaverndarnefndir hættu að treysta heimilinu og nýting rým- anna þar hrundi. BVS nýtti því uppsagnarákvæði í þjónustusamn- ingnum vegna forsendubrests. Þremur mánuðum eftir að samningnum var sagt upp með samþykki félagsmálaráðuneytisins bárust forstjóra BVS boð úr ráðu- neytinu þar sem sagði að til stæði að semja um uppgjör við hjónin í Árbót. Hann svaraði því að BVS teldi þau ekki eiga rétt á greiðslum umfram sex mánaða uppsagnar- frest, enda hefði í öllu verið rétt staðið að uppsögninni. Þá væru það óvönduð vinnubrögð að láta Ríkislögmann ekki kanna greiðslu- skylduna. Í sumar barst forstjóra BVS síðan skeyti úr ráðuneytinu þar sem sagði: „Árni Páll og Stein- grímur hafa náð samkomulagi um ákveðna útfærslu samkomulags við Árbót.“ Honum var gert að undir- rita það gegn vilja sínum. - sh, th / sjá síður 10 og 12 Ráðherrar borga 30 milljónir gegn vilja Barnaverndarstofu Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra ákváðu að greiða eigendum meðferðarheimilis í Þingeyjarsýslu 30 milljónir. Létu Ríkislögmann ekki kanna bótaskyldu. „Sæll félagi! Það er mjög að hitna í kolunum fyrir norðan út af sam- skiptum Braga/Barnaverndarstofu og Árbótarheimilisins.“ Svona hefst tölvupóstur sem Steingrímur J. Sigfússon sendi á Árna Pál Árnason 22. janúar, þar sem hann efast mjög um forsendur lokunarinnar og ýjar að því að hana megi rekja til samskiptaörðugleika Braga Guðbrandssonar og Árbótarhjóna. Hann muni ekki samþykkja tilfærslur fjármuna í önnur verkefni Barnaverndar stofu nema málið verði skoðað betur. Pósturinn er birtur í heild í blaðinu í dag. „Mjög að hitna í kolunum fyrir norðan“ FÓLK Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrir sæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leik- ur í myndbandi Hurts, en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvar- anum Theo Hutchcraft. Hún ber meðlimum tvíeykisins vel söguna og segir þá viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll.“ - sm / sjá síðu 30 Fyrirsætan Anna Þóra: Leikur í mynd- bandi Hurts ANNA ÞÓRA ALFREÐSDÓTTIR STJÓRNMÁL Unnið er að því að greina kostnað við grunnskólahald, en hann er nokkuð hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndunum í OECD. Er reiknað með að niðurstöður liggi fyrir í næstu viku. Sveitarfélögin, sem reka grunnskólana, standa frammi fyrir átta milljarða tekjusamdrætti á næsta ári. Vilja þau spara í skólastarfinu, en helmingur gjalda þeirra rennur til þess. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir farið verða yfir málið þegar greiningin sé afstað- in. Fækkun kennslustunda er meðal sparnaðar- hugmynda sveitarfélaganna. Katrín er ekki hrifin af þeirri leið. „Ég hef litið á það sem síðasta úrræði að skerða kennslutíma barna,“ segir hún. Spjótin standa einnig á framhaldsskólunum. Spara þarf í rekstri þeirra um fimm prósent. Kennarar og stúdentar hafa mótmælt áformunum og sagt að þegar hafi verið sparað svo mikið að komið sé að þolmörkum. Katrín segir framhaldsskólana ekki hafa verið ofalda í gegnum árin. „Það er ekki af miklu að taka enda búið að ganga að öllu sem hugsanlega er hægt að tala um sem viðbót.“ Niðurskurðurinn á þessu ári nam einnig fimm prósentum. Katrín segir að hans sjái merki í skóla- starfinu. Kennsluframboð sé minna og yfir- og aukavinna kennara hafi minnkað. Fjárlaganefnd og menntamálanefnd hafa verið kynnt áhrif niðurskurðarins á skólastarfið. - bþs Menntamálaráðherra segir unnið að greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla: Skerðing kennslu er síðasta úrræðið STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÁRNI PÁLL ÁRNASON BUSLAÐ Í BÁSUM Tvíburasystkinin Auður Freyja og Hákon Freyr Sigurðarbörn skemmtu sér hið besta, buslandi að Básum í Goðalandi um helgina. Móðir þeirra stóð álengdar og fylgdist með fjörinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Stór og voldug silfurskeið tengir Hönnu Pálsdóttur myndlistarkonu við ömmu sína sem hún aldrei sá. Þ essi stóra silfurskeið er einn af þeim hlutum sem mér þykir vænst um. Amma mín, Sigurborg Sigurðardóttir í Hólum í Horna-firði, átti hana,“ segir Hanna Pálsdóttir myndlist k hef heyrt vel af henni látið. Afi, Þorleifur Jónsson í Hólum, skrif-aði á henni lýsingu og segir þar að hún hafi verið góðlynd, kát og skemmtileg, vel gefin k koma úr báðum ættum. Hún fór í myndlistarskóla og lærði að teikna og mála þegar hún fór á eftirlÉg by j ð FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Blómapúði frá Bloomingville er á meðal þess sem fæst í vefverslun Sirku sem einnig er með verslun að Skipagötu 5 á Akureyri. Þar fæst úrval af gjafavöru, heimilisvöru og íslenskri hönnun sem er hægt að skoða nánar á slóðinni www.sirka.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐANMEIRI SKEMMTUNMeiri Vísir Úr búi ömmu og afa FASTEIGNIR.IS 22. NÓVEMBER 2010 47. TBL. Fasteignasalan Domusnova hefur til sölu upp-gert og fallegt fjölskylduhús í Eyktarási í Árbæ en húsið 296 fermetrar að stærð auk bílskúrs sem er tæplega 34 fermetrar. H úsið, sem er á tveimur hæðum, er á góðum stað í Árbænum, í elsta hluta Seláshverfisins, en var allt gert upp árið 2007 og er sérstak-lega vel skipulagt. Flísalagður bílskúr fylgir eigninni með nýrri bílskúrshurð. Komið er inn í anddyri sem er bjart og opið með hvítum skápum og nýrri útihurð. Eldhúsið er allt gert upp Á j er útgengt á hellulagða verönd. Eldhús, borðstofa og stofa eru flísalögð og úr stofu er gengið út á svalir.Á efri hæðinni er auk þess parketlagt svefnher-bergi og barnaherbergi og baðherbergi með upp-hengdu salerni og sturtu. Flísalagður stigi er milli hæða. Á neðri hæðinni er svo flísalagt sjónvarpsherbergi með arin og þrjú stór herbergi eru auk þess á hæðinni, með fataskápum, auk þess sem gert er ráð fyrir fataherbergi í inu her-bergjanna. Baðherbergi og þvottahús eru á hæðinni og stór geymsla. Allar hurðir í húsinu eru hvítar. Rafmagn í húsinu var tekið í gegn fyrir þremur árum og hiti settur í gólf á efri h ði i hl Fallegt fjölskylduhús Stofan er björt og falleg. Strimlagardínur hanga fyrir velflestum gluggum hússins. Öll eldhústæki eru frá AEG. Tveir ofnar eru í innréttingunni, sem er hvítsprautulökkuð. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson lögg. leigumiðlari Vantar fyrir ákveðin kaupanda! Óskum eftir 150-200 fm sérbýli í norðanverðum Grafarvogi. Víkur- staða- og borgarhverfi. Sigurður Fannar GuðmundssonSölumaður [+354] 897 5930 siggifannar@domusnova.is siggifannar.domusnova.is Ágætu viðskiptavinir / kaupendur og seljendur það er mér sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef hafið störf á Domusnova fasteignasölu... Við seljum fyrir þig ! Hringdu í 897 5930 Turninum 12 hæð - Smáratorgi 3 - 201 Kópavogi - Axel Axelsson - Löggiltur fasteignasali - www.domusnova.is Tveir einleikir Fengu góð ráð frá Vigdísi Finnbogadóttur. tímamót 16 HÆGVIÐRI Í dag má búast við breytilegri átt um allt land. Víða léttskýjað en norðanlands verður bjart með köflum og horfur eru á stöku élj- um norðaustantil. Hiti um frostmark. VEÐUR 4 3 -1 -1 -2 0 Laufabrauð á líndúkum Hugrún Ívarsdóttir vinnur með þjóðlegar hefðir og sækir innblástur í laufabrauð. allt 2 Heilluð af hippum Bryndís Jóna Magnúsdóttir gefur út bók um stelpurokk. fólk 30 Sverre hrósar Haukum Grosswallstadt rétt slapp með sigur á móti Haukum í Evrópukeppninni. sport 24

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.