Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 2
2 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR VERSLUN 43 prósent ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára hafa neytt sterks heimabruggaðs áfengis á síðustu 12 mánuðum og alls hafa þrír af hverjum fjórum unglingum neytt eða orðið varir við neyslu. Í heildina hafa tæp 40 prósent landsmanna annað hvort neytt heimabruggs eða orðið vör við slíka neyslu. Þetta kemur fram í nýlegri könn- un sem Capacent gerði fyrir Félag atvinnurekenda. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir þessar niður- stöður koma þeim nokkuð á óvart. Þær megi þó rekja til stefnu ríkis- stjórnarinnar í álagningu á áfengi og séu áhyggjuefni að mörgu leyti. „Það er okkar túlkun að þessi skattastefna stjórn- valda verði til þess að bæði missi þeir tekjur, þar sem neyslan fer út fyrir opinbera markaðinn, og síðan er það grafalvarlegt mál, frá sjónarmiði forvarna, að verð stefna stjórnvalda leiði til aukinnar neyslu á heimabrugguðu áfengi. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni ef ríkið er beinlínis að hvetja til þess að neysla fari fram í gegn- um aðila neðanjarðar, ef svo má segja.“ Samkvæmt áfengislögum er með öllu bannað að framleiða áfengi, hvort sem er til einkaneyslu eða sölu, og varða brot sektum eða fangelsi allt að sex árum. Áfengissala ÁTVR dróst talsvert SPURNING DAGSINS Ástrós Tryggjum ungu fólki áhrif við gerð nýrrar stjórnarskrár. stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“. Næstum helmingur drekkur heimabrugg Könnun Capacent fyrir Félag atvinnurekenda leiðir í ljós aukna neyslu á heima- brugguðu sterku víni. Nær helmingur unglinga hefur drukkið heimabrugg síðasta árið. Fjörutíu prósent Íslendinga hafa neytt slíks eða orðið vör við neyslu. ALMAR GUÐMUNDSSON unglinga hafa neytt heima- bruggs á síðustu 12 mánuðum. CAPACENT 43% saman í kjölfar fjármálakreppunn- ar eftir stöðugan vöxt í góðærinu. Frá 2008 til 2009 varð rúmlega tveggja prósenta samdráttur á áfengissölu, en samdrátturinn er mun meiri hvað áhrærir sterk vín, sem hafa styrkleika yfir 22 pró- sent. Þar varð samdrátturinn rúm 16 prósent, að því er fram kemur í sölutölum ÁTVR. Enn meiri samdráttur varð svo á þessu ári þar sem neysla sterkra vína dróst saman um rúman fjórð- ung fyrstu fimm mánuði ársins. Frá hruni hafa áfengisgjöld hækkað um rúm 40 prósent, en í fjárlagafrumvarpinu sem nú ligg- ur fyrir Alþingi eru meðal annars hugmyndir um að taka upp sér- stakt vörugjald á áfengi og tóbak í verslun Fríhafnarinnar. Almar segist vonast til þess að áætlanir um auknar álögur muni breytast í meðferð þingsins. „Okkur finnst mun ráðlegra að lækka gjöldin aftur til að sporna gegn neyslu heimabruggs. Við það myndu skatttekjur aukast og neyslan yrði aftur sýnileg.“ thorgils@frettabladid.is Heimabrugg á Íslandi Heildarniðurstaða Heimild: Könnun Capacent 60,20% 39,80% 25,00% 75,00% Ég hef hvorki neytt né orðið vör/var við neyslu á sterku heimabrugguðu áfengi Ég hef neytt eða orðið vör/var við neyslu á sterku heimabrugguðu áfengi Umfang neyslu heimabruggs síðustu 12 mánuði Aldurshópurinn 16-19 ára PÁFAGARÐUR, AP Notkun smokks- ins er réttlætanleg, að mati Bene- dikts XVI páfa, ef með henni má draga á úr líkum á HIV- smiti fólks. Kaþólska kirkj- an bannar þó eftir sem áður notkun hvers- kyns getnaða- varna. Afstaða páfa kom fram í við- tali á laugardag sem tekið var í tilefni af útkomu nýrrar bókar um hann í þessari viku. Séra Frederico Lombardi, talsmaður Páfagarðs, áréttaði við fjölmiðla í gær að ekkert byltingar kennt væri við orð páfa og þau fælu ekki í sér „breyting- ar eða endurskoðun“ á afstöðu kaþólsku kirkjunnar til notkunar getnaðavarna. - sm FREDERICO LOMBADI Viðsnúningur í nýrri bók: Páfinn segir smokkinn í lagi DÓMSMÁL Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, gagnrýnir Sigríði J. Friðjónsdóttir, forseta landsdóms, harðlega fyrir að tefja að skipa honum verjanda í málinu sem Alþingi ákvað að höfða gegn honum vegna meintrar vanrækslu í ráðherraembætti. Geir skrifaði forseta landsdóms bréf 15. nóvember og krafðist þess að honum yrði skipaður verjandi án frekari tafar í samræmi við lög og nefndi tiltekinn hæstaréttarlögmann til þess. Í yfirlýsingu í gær segir Geir að forseti dómsins hafi óskað umsagnar saksókn- ara Alþingis um ósk Geirs. Þetta segir Geir óskiljan- legt. Saksóknara sé ekki ætlað að veita umsögn um skipun verjanda. „Ég mun því mótmæla því harðlega við forseta landsdóms að afgreiðsla þessa einfalda atriðis sé enn tafin með þessum hætti,“ segir Geir. Þá nefnir Geir að forseti landsdóms hafi undirbúið breytingar á lagaumgjörðinni um mál Alþingis gegn honum án þess að leita samstöðu um málið. „Síðan hefur forsetinn sent þær tillögur til ráðherra sem sjálfur greiddi atkvæði með málshöfðun gegn mér og hefur, eins og hans pólitísku samherjar, mikla pólitíska hagsmuni af því að ég verði sakfelldur,“ segir Geir og á þar við Ögmund Jónasson dómsmála- ráðherra, sem í síðustu viku lagði fram fram frum- varp um lagabreytinguna. „Ég tel þessi vinnubrögð vítaverð og skiptir í því sambandi ekki máli þótt sum þau atriði sem lagt er til að verði breytt geti talist minni háttar.“ - gar Geir H. Haarde sakar forseta landsdóms um vítaverð vinnubrögð: Segir hagsmuni fólgna í sakfellingu GEIR H. HAARDE Fyrrverandi forsætisráðherra segir Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra og pólitíska samherja hans hafa mikla hagsmuni af sakfellingu í Landsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nanna, heldurðu að Frakkan- um sé slátur í huga? „Hann ætlaði allavega ekki að slátra mér þegar ég var búin að fóðra hann á slátrinu.“ Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir kynnti hefðbundna íslenska matargerð fyrir frönskum sjónvarpsmanni með því að bjóða honum í sláturgerð. LÖGREGLUMÁL Fimm líkamsárásir komu inn á borð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar af ein mjög alvarleg. Þar réðust þrír karlmenn á annan mann fyrir utan skemmti- stað í miðborg Reykjavíkur og slógu hann með þeim afleiðing- um að maðurinn féll í götuna. Mennir slógu þá manninn og spörkuðu ítrekað í höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild. Mennirn- ir voru handteknir. - sm Þrír menn veittust að einum: Spörkuðu í liggjandi mann TAÍVAN, AP Sterkur jarðskjálfti varð nærri austurströnd Taí- vans í gær. Engar spurnir eru af skemmdum eða manntjóni. Upptökin voru í um 135 kíló- metra frá Taípei, höfuðborg Taí- vans. Að sögn veðurstofu Taívans mældist skjálftinn 6,1 á Richter. Bandaríska veðurstofan segir hann þó aðeins hafa verið 5,6 stig. Jarðskjálftar eru tíðir í Tævan en flestir það vægir að engar skemmdir verða. Árið 1999 reið þó sterkur skjálfti yfir landið og létust þá 2.300 manns. - sm Jarðskjálfti í sjó við Taívan: Skjálftinn var 5,6 til 6,1 stig NORÐUR-KÓREA, AP Norður-Kórea er sögð kunna að vonast eftir betri stöðu í kjarnorkuviðræðum eða vilja efla stöðu arftaka Kim Jong-il þjóðarleiðtoga með því að svipta hulunni af nýrri auðgunar- stöð fyrir úran. Siegfried Hecker, bandarískur vísindamaður sem heimsótti stöðina fyrir helgi, kveðst hafa orðið hissa á hversu nútímaleg hún var. Auðgað úran má nota til að framleiða kjarnorkuvopn, en stjórnvöld í N-Kóreu segja nýju verksmiðjunni aðeins ætlað að framleiða raforku fyrir heimili. Uppljóstrunin um stöðina er sögð flækja viðræður sérstakrar sendinefndar Bandaríkjastjórnar sem í vikunni heldur til viðræðna um málefni N-Kóreu við fulltrúa S-Kóreu, Japans og Kína. - sm Spurningar vakna í N-Kóreu: Flækir viðræð- ur sendinefndar UTANRÍKISMÁL Ein stærstu tíðind- in af nýliðnum leiðtogafundi Atl- antshafsbandalagsins, NATO, í Lissabon voru þíðan sem virðist vera komin í samskiptin við stóra nágrannann í austri, Rússland. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sótti fundinn, sem hann segir í viðtali við Fréttablaðið að hafi á tímabili snúist upp í „eitt risastórt faðmlag Rússa og NATO“. „Að því leyti var þetta sögu- legur fundur sem verður lengi minnst. Ef þróunin verður eins og hún hefur verið síðustu mánuði erum við að horfa fram á gjör- breytt umhverfi í heimsstjórn- málum.“ Össur segir einnig að breytt afstaða Rússa sé jafnvel farin að hafa áhrif hér á Íslandi, þar sem samskipti við Rússa hafi að undan- förnu einkennst af auknum skiln- ingi á aðstöðu Íslendinga. „Þeir virðast mjög áfram um það að sýna jafnt stórum sem smáum þjóðum að þeim sé alvara.“ Meðal mála sem Ísland tók virk- an þátt í á fundinum segir Össur hafa verið samvinnu með hópi annarra ríkja um eyðingu kjarna- vopna og aukna áherslu á virðingu fyrir mannréttindum. - þj Utanríkisráðherra segir leiðtogafund NATO í Lissabon vera sögulegan: Eitt risastórt faðmlag við Rússa STÓRT FAÐMLAG Medvedev Rússlands- forseti með starfsbræðurum sínum, Obama frá Bandaríkjunum og Sarkozy Frakklandsforseta. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Kona og maður á þrítugsaldri virðast hafa sloppið vel eftir að hafa orðið fyrir bíl í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu um klukkan sjö í gærkvöld. Konan og maðurinn stóðu við Norðurlandsveg nærri bænum Sólbakka þar sem verið var að koma bíl sem lenti utan vegar aftur inn á veg þegar þriðji bíll- inn kom aðvífandi og endaði á fólkinu, sem reyndi að forða sér á hlaupum. Konunni skrikaði fótur og festist undir bílnum, sem end- aði utan vegar. Mikill viðbúnað- ur var vegna slyssins og lokaði lögregla Norðurlandsvegi fram eftir kvöldi. Fólkið var síðan flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Bæði voru með meðvitund. - gar Par suður í þyrlu eftir bílslys: Festist undir bíl sem ók á hana Á SLYSSTAÐ Mikil spenna var á slysstað. MYND/SLOKKVIBILL.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.