Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 29

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 29
KYLFINGUR 29 Heimsókn til Sundridge Park. Þegar Jóhann Sigurðsson lét af störfum forstjóra skrifstofu Flug- leiða i London, þá stofnsetti hann fyrirtæki, sem hann nefndi Anglo- Icelandic Golfing Consultants til efl- ingar samskipta íslendinga og Eng- lendinga í golfi. Jóhann er sjálfur áhugasamur kylfingur og meðlimur í Sundridge Park GC í Bromley, í suðurhluta London. Jóhann, sem lætur sér annt um unglinga, beytti hann sér fyrir því, að Flugleiðir gáfu sex unglingum far- seðla til London, fann fyrir þá heimili þar og kom þeim í kennslu hjá mjög færum kennara, Bob Cameron, í tvær vikur i Sundridge Park. Það er ómetanlegt fyrir unga kylfinga að fá slíkt tækifæri, sem Jóhann hefur skapað þessum ungu mönnum, sem fóru í þessa ferð. Vissa er fyrir því, að um framhald á þessum ferðum verður að ræða. Tveir ungir menn úr Golfklúbbi Reykjavikur fengu tækifæri til þátt- töku í þessu. Voru það Ástráður Þ. Sigurðsson og Ingvi Már Pálsson. Létu þeir mjög vel af dvöl sinni þarna og lærðu mikið. Til að kynnast öllum aðstæðum í Sundridge Park fóru fjórir íslenskir kylfingar i boði Flugleiða, Jóhanns og fleiri aðila til London í byrjun mai á sl. ári. Flogið var til London að morgni miðvikudags og komið aftur heim síðla kvölds á fimmtudegi. Þátttakendur voru Konráð R. Bjarnason, forseti GSÍ, Karl Jó- hannsson, Hannes Guðmundsson og Björgúlfur Lúðvíksson. Þegar komið var til London var rennt við á Bromley Court Hotel, þar sem flestir gista sem koma til London til golfleiks á vegum Jó- hanns. Hótel þetta er meðalstórt, ákaflega þægilegt, með einstaklega hlýlegu starfsfólki og örskot frá golf- vellinum. Skipt var um föt og síðan haldið beint út á völl. Sundridge Park Golf Club hefur yfir að ráða tveimur mjög góðum golfvöllum. West Course eða Vestur- völlur er sérlega skemmtilegur völlur, mjög mishæðóttur og þröngur skóg- arvöllur. Par vallarins er 68 og hann er um 5500 m að lengd af bakteigum en 5200 m af klúbbteigum. Það þarf talsverða nákvæmni til að skora vel á þessum velli og auðvelt að fá ,,sprengjur“. East Course eða Aust- urvöllur er hins vegar opnari og slétt- ari en engu að síður mjög góður völl- ur í talsverðu skóglendi. Par hans er 70, og hann er 5800 m langur af bak- teigum, 5600 m af klúbbteigum en 5100 m af framteigum. Ekki þarf að taka fram, að báðir vellirnir eru ein- staklega vel hirtir,og flatir þeirra eru mjög góðar. Klúbbhúsið er gamalt og mjög notalegt og greinilega ríkt af hefðum. Þá er mjög góð golfversl- un á staðnum. Staðsetning vallarins er einkar þægileg, því segja má, að hann sé inni í London. í björtu veðri sjá menn vel til St. Paul’s dómkirkju, en Bromley er í suðurhluta London með 250 þús. íbúa. Það tekur ekki nema 15 mín. með lest inn til miðborgar- innar, og það kostar ekki meira en um 12 sterlingspund með leigubil að fara þessa leið, þannig að þeir sem dveljast þarna geta notið allra lysti- semda London, á meðan á dvöl þeirra stendur. Tekið var einstaklega vel á móti þeim fjórmenningum. Forystumenn klúbbsins voru mættir á staðinn til leiks, og var Vesturvöllur leikinn fyrri daginn. Um kvöldið var þeginn kvöldverður heima hjá Jóhanni og hans elskulegu konu, Dorothy, ásamt sendiherrahjónum íslands í London þeim Ólafi Egilssyni og Rögnu Ragnars. Næsta morgunn var haldið snemma út á völl og nú var Austur- völlur leikinn. Að leik loknum bauð klúbburinn til ríkulegs hádegisverð- ar, og siðan var haldið heim til eins af eldri liðsstjórum þeirra Sundridge- manna, Victors Sturdee. Áttu menn þar ánægjulega stund, en siðan UV) /8. flölina á IVesl Course. F. v.: Hannes, Karl, Denis, Konráð, Jóhann, Victor og Björgúlfur.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.