Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 32

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 32
32 KYLFINGUR hann ætlar að láta boltann falla út úr henni. Reglur um aðkomuvatn gilda að sjálfsögðu eingöngu innan vallar- takmarkanna. Enda þótt leikmaður megi standa utan vallar (out of bounds) meðan hann leikur bolta sínum, sem er innan vallartakmark- anna, fær hann ekki lausn, þótt hann þurfi að standa í vatni við þessar aðstæður. Hvað gerist þá, ef teigur- inn er undir vatni? Skv. skilgreiningu er teigur og flöt þeirrar holu, sem leikin er ekki á leið. Þess vegna gildir ekki reglan um lausn, þegar teigurinn á í hlut, og það eina sem hægt er að gera er að ætlast til að vallarnefnd sjái til þess, að teigarnir séu leik- hæfir. Að lokum vil ég minna á að glompa hættir ekki að vera torfæra þótt hún sé full af vatni. Þannig gera golfreglurnar ekki ráð fyrir því að hægt sé að lýsa vatnsfyllta glompu sem aðkomuvatn jafnvel ekki með staðarreglu sbr. dóm nr. 33-8/27, þar sem sérstaklega er tekið fram, að nefndin megi ekki setja staðarreglu sem leyfir leikmanni að láta boltann falla vítalaust úr vatnsfylltri glompu. í dómi 25-1 b/8 er lýst hvaða mögu- leika leikmaðurinn hefur í þessari stöðu og þar kemur fram, að ef hann ætli að láta boltann falla utan glompunnar verði hann að taka víti. Eins og flestir kylfingar á íslandi vita, hefur eftirfarandi staðarregla verið í gildi á Grafarholtsvelli: ,,Ef bolti er ósláanlegur utan snöggsleg- ins svæðis á leið skal farið að eins og segir í reglu 28, en leggja má bollann í staö þess að láta hann falla::. Þessi staðarregla hefur alla tíð verið undir- rituðum mikill þyrnir í augum, þar sem hún samræmist ekki golfregl- unum. Golfdómstóll St. Andrews hefur verið spurður um þessa staðar- reglu og kveðið upp þann úrskurð, að hún sé ólögleg, þar sem hún fari í bága við reglu 28, enda sé þar gert ráð fyrir að leikmaður geti valið um þrjá möguleika, sé bolti hans ósláan- legur. Þessir möguleikar eru að gegn einu vítishöggi: a) Slá Jjöggið eins nálægt og mögulegt er þeim stað, þar sem hann sló upphaflega boltann (þ.e. fara til. baka), eða b) láta boltann falla innan tveggja kylfulengda frá þeim stað, þar sem boltinn lá,þó ekki nær holu, eða c) láta boltann falla handan við þann stað, þar sem boltinn lá, þannig að sá staður sé í beinni línu milli hol- unnar og þess staðar þar sem boltinn er látinn falla án takmörkunar á því, hversu langt handan við þann stað boltinn er látinn falla. (Þ.e. fara beint eins langt aftur og leikmaður vill í beinni línu á holu). Þetta álítur St. Andrews að gefi nægjanlega möguleika í öllum tilfell- um, enda er oft á skógarvöllum ekki um annað að ræða en möguleika a) meðan við höfum oftast a.m.k. a) og c). Það er því gott til þess að vita, að stjórn GR hefur i hyggju, í samræmi við ákvörðun St. Andrew, að afnema áðurnefnda staðarreglu, þannig að hér eftir verði Grafarholtsvöllur leik- inn samkvæmt golfreglunum, þ.e. ekki má lengur „stilla upp í karga“. Undirritaður vonar svo, að fljót- lega þorni þannig að ekki komi til neinna vandræða vegna reglunnar um aðkomuvatn og kylfingar venjist fljótt því að leika án uppstillinga í karga. Að endingu óska ég kylfing- um góðs og gleðilegs golfssumars á Islandi. porsteinn Sv. Stefánsson Golfskálanum Grafarholti sími 82815

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.