Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 38

Kylfingur - 24.04.1989, Blaðsíða 38
38 KYLFINGUR FRÁ VALLARNEFND Vegna fjárfrekra framkvæmda og fjárfestinga síðust ára verða fram- kvæmdir á völlum GR ekki ýkja mikl- ar á sumri komanda. Þeim mun meiri áhersla verður lögð á hirðingu og allt kapp lagt á að hafa hana sem besta. Golfklúbbi Reykjavíkur hefur ver- ið úthlutað mýrinni norðan við 18. braut, svæðinu milli golfvallarins og Laxalóns, að undanskildum einum hektara, sem er í einkaeign. Á næstu mánuðum verður þetta svæði skipu- lagt. Þarna eru möguleikar á að leggja 9 holu völl, eða æfingasvæði og e. t. v. 6 eða 9 styttri brautir. Hugsanlega verður hægt að byrja grunnfram- kvæmdir i haust (s.s að slétta svæðið og grafa skurði til þess að þurrka það). Æfingaaðstöðu er ábótavant. Sér- staklega vantar góða æfingaflöt til þess að æfa pútt og vipp. Ráðgert er að bæta úr þessu á næsta ári með byggingu myndarlegrar æfingaflatar (sem hugsanlega verður staðsett í námunda við lst teig), en til þess að brúa bilið í sumar verður gamla æf- ingaflötin (hjá áhaldahúsi) stækkuð og löguð. Til þess að hafa hana sem besta fyrir pútt verður eingöngu leyft að pútta og vippa, öll lengri högg inn á haná eru bönnuð, og eru félagar beðnir um að gefa þessu gaum. Æf- ingaflöt á stalli við skála verður einn- ig löguð svo og sandglompu- og vipp- flöt norðan 18. flatar. Önnur vinna við Grafarholtsvöll- inn verður sem hér segir. Viðhald teiga og flata (götun, skurður, toppdress- un, viðgerðir), grjóthreinsunbrauta, lagfæring göngustíga, hellulagning við skála (í sambandi við kerru- geymslu). Þá verður gengið frá áhaldahúsi og vinnusvæði i kringum það. Snemma í júní verða flatir gatað- ar. En götun er nauðsynleg viðhalds- aðgerð til þess að viðhalda góðum rót- arvexti í flötum, jarðvegurinn þjapp- ast af stöðugum ágangi manna og véla, en þetta veldur því, að grasræt- urnar hætta að geta vaxið niður, og vatn og áburður komast ekki niður í rótarsvæðið. Reynt verður að trufla leik kylfinga sem minnst, en félagar eru beðnir um að sýna þessari vinnu skilning. Á Korpúlfsstöðum verða lagfærð- ar flatir á 2, 4, 5, 8 og 11, hér er um minniháttar aðgerðir að ræða, nema á4. flöt,en flettaþarf ofanafstórum hluta hennar og slétta það. Teigar verða stækkaðir og lagaðir. Grafnar verða 3-5 sandglompur, þá einkum til þess að þurrka frekar en að gera völl- inn erfiðari. Útbúin verður æfingaflöt og æfingaglompa. Æfingabrautin verður stækkuð og teigstæði lagfært. Þeir sem starfa að golfvallarmálum hafa orðið áþreifanlega varir við það, hve kröfur kylfinga hafa aukist á síð- ustu árum. Þetta er ósköp eðlilegt, því að margirkylfingar hafa leikið erlend- is á ,,teppafínum“ flötum og heimta það sama heima fyrir. Þá eru sýndir á sjónvarpsstöðvunum hvanngrænir og glæsilegir vellir, sem okkar vellir standast ekki í samanburði. Við verð- um hins vegar að horfast í augu við hnattstöðu okkar, gróður á oft og ein- att erfitt uppdráttar i íslensku veður- fari. Flatirnar eru og verða okkar stærsta vandamál, en með réttri upp- byggingu, vökvun, áburði og umönn- un mun okkur takast að öðlast góðar flatir. Þettatekurþósinn tíma, ogvið verðum að sýna þolinmæði og gera sanngjarnar kröfur. Reynum að sjá jákvæðu hliðarnar, nöldur og óþarfa aðfinnslusemi grefur undan vellíðan! Ekki er þó verið að æskja þess, að kylfingar loki augunum fyrir því sem miður fer, vallarnefnd fer þvert á móti fram á það, að ábendingum, hug- myndum og kvörtunum sé komið á framfæri, þannig að hægt sé að ræða málin og leysa úr þeim. Þetta verður hægt að gera skriflega i svokallaðan hugmyndakassa, sem verður að finna i kjallara, eða á hálfsmánaðarlegum fundum í stjórnarherbergi, þar sem hægt verður að hitta vallarstjóra eða vallarformann og stjórnarmann til þess að ræða allt sem viðkemur klúbbi og völlum. Þessir fundir eru fyrir- hugaðir á miðvikudögum frá kl. 17-19 og verða auglýstir nánar síðar. Af gefnu tilefni eru kylfingar áminntir um það, að œfingará lertgri höggum á 18. braut eru bannaðar vegna hættu og óþæginda, sem af þessu skapast fyrir aðra kylfinga. Lengri högg verða kylfingar að æfa á æfingabrautinni í Grafarholti eða æfingabraut á Korpúlfsstöðum. í sumar verður helmingur æfinga- brautar í Grafarholti frátekinn fyrir meðlimi, og þó þröngt sé oft á þingi, þá ættu allir með góðum vilja og skipulagningu að geta komist að og æft sig. Umgengni á völlum GR hefur ver- ið miður góð, svo vægt sé til orða tekið. í fyrra tók stjórn klúbbsins og vallarstarfsmenn harðari afstöðu gegn slæmri umgengni, og í sumar verður baráttunni haldið áfram. Þessi barátta er þó vonlaus, nema kylfingar sameinist og hjálpi hver öðrum að ganga vel um völlinn sinn. Það þarf ekki marga sóða, sem setja aldrei torfusnepla í förin, raka ekki sand- glompur, henda rusli hvar sem er og gera ekki við boltaför á flötum, til þess að eyðileggja ánægjuna fyrir fjöld- anum. En ef hver og einn tekur ábyrgð á vellinum sínum verður fljótt hægt að útrýma öllum sóðaskap. Eftir að vökvun flata hófst hefur komíð berlega í ljós, hvað margir hirða ekki um að gera við boltaför á flötum, flatirnar eru mýkri og förin verða því dýpri en ella og sjáanlegri. Á mánudegi mátti iðulega telja 100 - 200 óviðgerð förá 18. flöt einni saman eftir leik helgarinnar! Það er mjög mikilvægt að gera við boltaför strax, ef það er gert sjást þess ekki merki daginn eftir, en sé það látið ógert í 2 -3 daga deyr grasið, lítil dæld mynd- ast, og flötin verður smám saman óslétt. Það er því allra hagur, að gengið sé vel um flatirnar og völlinn allan. Tökum okkur því tak og látum ekki slæma umgengni rýra vellina okkar, gróðurfarið og veðráttar eru okkur nógu erfið. GÖNGUM VEL UM VELLINA OKKAR GLEÐILEGT GOLFSUMAR!

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.