Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 6
6 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR það mun valda því að fólki á fjár- hagsaðstoð fjölgar og hægjast mun á því að fólk sæki út á vinnu- markaðinn,“ sagði í bókun Geirs og Áslaugar, sem kváðu virkni- úrræði til að efla sjálfshjálp vera raunverulega aðstoð við að brjótast út úr fátækt. Því ætti að nýta pen- ingana í svokölluð virkniúrræði og önnur atvinnuskapandi úrræði. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mikla þver- pólitíska sam- stöðu vera um virkni úrræði. „Þau eru í gangi núna og verða á næsta ári og það eru lagðir tölu- verðir peningar í það en við getum ekki látið það verða á kostnað grunn framfærsl- unnar. Við sem unnum að þessum tillögum vorum sammála um að hún var of lág og að ekki sé hægt að lifa af 125.500 krónum og ákváðum að fara upp að atvinnuleysis bótum sem nú eru 149.500. Ég vona að þetta skref okkar verði til þess að hækka lægstu laun og atvinnuleysis- bætur,“ segir for maður velferðar- ráðs. gar@frettabladid.is Umvafin öryggi hjá sérfræðingum Skyggnis Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is H 2 H Ö N N U N Skyggnir - Sérfræðingar í upplýsingaöryggi Gögnin mín eru örugg því Skyggnir tryggir mér: FÉLAGSMÁL Sjálfstæðismenn í vel- ferðarráði Reykjavíkur gagnrýna samþykkt meirihluta Besta flokks- ins og Samfylkingarinnar um að hækka fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki eiga rétt til atvinnuleysis- bóta eða aðeins hluta atvinnuleys- isbóta. „Það er umhugsunarvert þegar ráðstöfunartekjur þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð eru orðnar hærri en þeirra sem hafa atvinnuleysis- bætur, og jafnháar ráðstöfunar- tekjum þeirra sem vinna fyrir lægstu launum,“ bókuðu sjálf- stæðismennirnir Geir Sveinsson og Áslaug Friðriksdóttir á síðasta fundi velferðarráðs. Á fundinum samþykktu fjórir fulltrúar meiri- hluta Besta flokksins og Samfylk- ingarinnar að auka fjárhagsaðstoð um samtals 350 milljónir króna. Tillaga Geirs og Áslaugar um að verja að minnsta kosti þriðjungi af upphæðinni í svokölluð virkni- úrræði var felld. Geir og Áslaug sögðu samanburð á ráðstöfunartekjum þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð, atvinnuleysis- bótum og á vinnumarkaði sýna að fjárhagslegur hvati til að sækja út á vinnumarkaðinn þurrkaðist út með hækkun fjárhagsaðstoðar um nítj- án prósent. Munur á ráðstöfunar- tekjum launamanns með tæplega 200 þúsund króna mánaðarlaun og þess sem væri á fjárhagsaðstoð yrði í raun lítill sem enginn. „Í því ástandi sem nú ríkir, þar sem almennt er talið erfitt að finna sér vinnu og nokkuð vonleysi ríkir almennt, er alls ekki heppilegt að jafna fjárhagsaðstoð við stöðu þeirra sem lægstu launin hafa því Hærri fjárhagsaðstoð sögð eyða vinnuhvata Sjálfstæðismenn í velferðarráði Reykjavíkur segja fjárhagslegan hvata til að finna vinnu hverfa með jöfnun fjárstyrkja félagsþjónustunnar við tekjur þeirra lægstlaunuðu. Formaður velferðarráðs segist vona að lægstu launin hækki. BJÖRK VILHELMSDÓTTIR ÁSLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR GEIR SVEINSSON Fulltrúi Vinstri grænna, Þorleifur Gunnlaugsson, sagði á fundi velferðarráðs að meirihluti borgarstjórnar væri að ganga á bak orða sinna um það að færa notendur fjárhagsaðstoðar yfir lágtekjumörk. „Verði þessi leið farin er hún hvati til undirheimaver- aldar hjónaskilnaða, sambúðarslita og þess að fólk skrái sig til heimilis annars staðar en það býr. Sömuleiðis munu tillögurnar, nái þær fram að ganga, hindra fátækt fólk í viðleitni til að gera lífið bærilegra með hagræð- ingu sem byggir á samvinnu og samnýtingu húsnæðis,“ bókaði Þorleifur. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að ef fjárhagsaðstoðin hefði farið að lágtekjumörkum nú hefði grunnframfærsla einstaklinga orðið 157 þúsund krónur. „Þar með hefðu allir atvinnulausir átt rétt á viðbótarframfærslu frá Reykjavíkurborg og þá værum við komin langt út fyrir þann ramma sem fjárhagsaðstoð sveitarfélags er,“ segir Björk. Sviku að hækka til jafns við lægstu laun ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON LÖGREGLUMÁL Fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu voru svo til fullar í gær eftir skemmtanahald helgarinnar. Á laugardagskvöld var par flutt á slysadeild með nokkra áverka eftir að hópur manna veittist að þeim rétt við Hlemm. Þrír mann- anna flúðu á braut en náðust síðar og biðu í gær yfirheyrslu. Ungur ökumaður var stöðvaður á Sæbrautinni aðfaranótt sunnu- dags vegna hraðaksturs. Maður- inn var með eins dags gamalt öku- skírteini. - sm Ráðist á par í Reykjavík: Ekkert pláss í fangageymslum BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, segir að yfirvöld í Banda- ríkjunum eigi að takmarka þau óþægindi sem fylgi hert- um öryggis- reglum á bandarískum flugvöllum. Nú þurfa farþegar meðal annars að gangast undir líkamsleit áður en farið er í flug. Clinton segir þörf fyrir aukið eftirlit á flugvöllum en að tak- marka eigi þann fjölda fólks sem þurfi að gangast undir líkamsleit. „Líkamsleitirnar þurfa að vera hnitmiðaðar og sársaukalausar,“ sagði hún. - sm Aukið eftirlit á flugvöllum: Clinton varar við líkamsleit Landeyjahöfn lokuð Herjólfur siglir frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar í dag, mánudag, vegna ófullnægjandi hafnarskilyrða í Landeyjahöfn. Siglt hefur verið til Þorlákshafnar síðan á föstudag. Fyrir helgi kynntu fulltrúar Siglingastofn- unar ráðherra samgöngumála tillögur stofnunarinnar um aðgerðir við Landeyjahöfn. SAMGÖNGUR HILLARY CLINTON Fagna landsins elsta orgeli Orgelið í Landakotskirkju varð sextíu ára hinn 7. nóvember síðastliðinn. Orgelið er með elstu orgelum landsins og hófst smíði þess í Kaup- mannahöfn skömmu eftir stríð árið 1946. Hljóðfærið var vígt árið 1950. Sif Knutsen, formaður orgelnefndar Landakotskirkju, segir orgelið vera eitt hið hljómfegursta hér á landi. „Þar kemur saman hljómburður kirkjunn- ar og góð smíði,“ segir hún. Í tilefni afmælisins verða haldnir tónleikar á miðvikudagskvöld klukkan átta. KIRKJUMÁL HJÁLPARSTARF Tveir starfsmenn á vegum Rauða kross Íslands eru nú við hjálparstörf í Pakistan og sá þriðji bætist við í vikunni. Í til- kynningu frá Rauða krossinum segir að þremenningarnir starfi næstu misseri við neyðarverkefni vegna flóðanna sem ollu búsifjum á um 70 prósentum alls landsvæðis í Pakistan í ágúst og september. „Um ein milljón manna er enn heimilislaus af völdum flóðanna og mun hafast við í tjöldum nú þegar vetur gengur í garð,“ segir í tilkynningu Rauða krossins. Lilja Óskarsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Jóhannes Sigfús- son lögregluvarðstjóri eru þegar ytra. Hrafnhildur Sverrisdóttir fer utan í næstu viku til starfa sem samskiptafulltrúi. Í starfi hennar felst meðal annars aðstoð við íbúa sem hafa orðið illa úti vegna vopn- aðra átaka. „Alþjóða Rauði krossinn ótt- ast mikla neyð í Pakistan í vetur vegna matarskorts, en flóðin eyði- lögðu uppskeru allra helstu land- búnaðarhéraða landsins. Rauði krossinn hefur því aukið neyðar- beiðni sína og kallar nú eftir fimmtán milljörðum króna til að mæta þörf tveggja milljóna manna,“ segir Rauði kross Íslands. - gar Rauði kross Íslands sendir þrjá hjálparstarfsmenn til aðstoðar á flóðasvæðum: Óttast neyð í Pakistan í vetur Á VETTVANGI Hrafnhildur Sverrisdóttir, er í miðið á þessari mynd frá Afganistan. SJÁVARÚTVEGUR Íslendingar mega veiða 6.390 tonn af þorski, 1.278 tonn af ýsu og 639 tonn af öðrum tegundum á Smugusvæðinu í Barentshafi á næsta ári, sam- kvæmt samningi við Norðmenn og Rússa frá árinu 1999. Að auki eiga íslenskar útgerðir rétt á að kaupa 2.396 tonna þorskkvóta á svæðinu. Nefndir íslenskra og rússneskra stjórnvalda um samstarf á sviði sjávarútvegs hittust í Reykjavík í vikunni og ræddu samstarf á sviði veiðieftirlits og hafrannsókna og stjórnun veiða úr sameiginlegum stofnum úthafskarfa, kolmunna, norsk-íslenskrar síldar og makríls. Íslendingar lögðu áherslu á að ná samkomulagi um stjórnun úthafs- karfaveiða sem byggðist á vísinda- þekkingu og ráðgjöf. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir að Rússar hafi verið sammála Íslendingum um mikilvægi þess að sem fyrst næðust samningar um makríl- veiðar sem tryggðu sjálfbæra nýtingu stofnsins. - pg Íslendingar og Rússar ræða samstarf um sjávarútveg: Þorskkvóti Íslands í Smugunni verður 6.390 tonn á næsta ári SMUGUSVÆÐIÐ Íslendingar deildu við Rússa og Norðmenn um rétt til veiða í Barentshafi um miðjan síðasta áratug og náðu samningum árið 1999. Telur þú að saklaust fólk hafi verið dæmt í Geirfinnsmálinu? Já 86,2 Nei 13,8 SPURNING DAGSINS Í DAG Hlakkar þú til aðventunnar? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.