Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 14
14 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Frummælandi Aðalsteinn Leifsson, lektor í viðskiptafræðideild HR ESB aðild og auðlindir Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Kaffi Sólon þriðjudaginn 22. nóvember kl. 12–13. www.xs.isAllir velkomnir Peningamálafundur Viðskiptaráðs sem haldinn var á dögunum var athyglis- verður. Þar hélt Seðlabankastjóri hróðugur tölu um árangur í efnahagsmálum, s.s. styrk- ingu krónunnar, vaxandi efnahagsstöðug- leika og lækkandi verðbólgu. Hann sagði jafnframt að unnið væri hörðum höndum að afnámi gjaldeyrishaftanna, þótt raun- ar væri engra breytinga að vænta fyrr en í mars á næsta ári hið fyrsta og hann teldi ljóst að framlengja þyrfti lög um gjaldeyris höft, sem renna út síðsumars. Skrítið hvernig hægt er að túlka þetta sem skipulegt afnám gjaldeyrishafta. Í framhaldinu tók við pallborð stórsér- fræðinga sem ræddu afnám gjaldeyris- haftanna og fram komu efasemdir um að af því gæti orðið í bráð. Þeir slógu fram fullyrðingum á borð við að afnám hafta yrði ekki fyrr en nokkru eftir að stjórn- málakreppunni lyki, að afnámið yrði ekki fyrr en eftir fimm til tíu ár þegar búið væri að byggja upp nægan gjaldeyris- forða, og að höftin yrðu svo lengi sem krónan væri við lýði og hyrfu ekki fyrr en við tækjum upp evruna. Enginn í salnum mótmælti þessu, jafn- vel þótt öllum sé ljóst að langvarandi gjaldeyrishöft munu valda ómældu tjóni. Eftir fundinn sátu í huga mér tvær megin ályktanir. Í fyrsta lagi að Seðla- bankastjóri virðist lifa í sýndarveruleika sem ég þekki ekki sem raunveruleikann sem ég starfa í. Viðbrögðin við skilaboð- um Seðlabankastjóra voru doði, jafnvel uppgjöf – meðvirkni vandræðaheimilis sem vill ekki tala hátt um hið augljósa. Í öðru lagi virtust fundarmenn sam- mála um að krónan væri dauð sem gjald- miðill og gjaldeyrishöft yrðu hér til langs tíma, líklegast svo lengi sem við hefðum krónuna. Eina lausnin væri að taka upp evru. Flestum er ljóst að það verður ekki til lengri tíma nema með inngöngu í ESB. Því er rétt að spyrja: Ef einhugur ríkir meðal meðlima Við- skiptaráðs um að krónan sé ónýt, hvers vegna berst Viðskiptaráð ekki fyrir upp- töku nýs gjaldmiðils? Ef einhugur ríkir um að eini raunverulegi kosturinn fyrir annan gjaldmiðil sé evran – hvers vegna beitir Viðskiptaráð sér þá ekki fyrir upptöku evr- unnar? Þar sem flestum er ljóst að upptaka evrunnar til lengri tíma geti ekki orðið nema með inngöngu í Evrópusambandið, hvers vegna berst Viðskiptaráð ekki fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Er Viðskiptaráð meðvirkt? Peningamál Dr. Gísli Hjálmtýsson framkvæmdastjóri Thule Investments Þ rír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkur- inn. Í stað þess að horfast í augu við að skoðanir eru skiptar og finna leiðir, sem færa deiluna af vettvangi flokkanna, reyna flokksmenn í öllum þremur stjórnmálahreyfingum að knýja fram „skýra afstöðu“, sem stuðlar fyrst og fremst að því að viðhalda klofningi og deilum innan flokkanna. Flokksstofnanir tveggja flokka funduðu um helgina. Á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins kallaði einn af þingmönnum flokksins, Höskuldur Þórhallsson, eftir því að flokkurinn kæmi sér upp „skýrri stefnu“ í málinu, en núverandi stefna er sú að sækja um aðild að ESB, þó með skilyrðum, sem ekki einu sinni EES-samningurinn uppfyllir. Sú stefna er dæmigerð fyrir málamiðlun í klofnum flokki, þar sem sumir eru hlynntir ESB-aðild og aðrir á móti. Flokksráð Vinstri grænna felldi tillögu um að hætta aðildar- viðræðum við ESB. VG vill líka setja skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum, sem sum hver virðast fyrst og fremst munu stuðla að því að undirbúningsvinnan verði ekki eins vönduð og hún gæti orðið og draga úr líkum á því að Ísland nái eins góðum samningi og bezt verður á kosið. Flokksráðið ítrekar að VG telji hagsmunum Íslands bezt borgið utan ESB. Þar talar fyrst og fremst gamli flokkskjarninn frá tíma smáflokksins VG. Ýmsar kann- anir hafa sýnt að margir af nýjum stuðningsmönnum flokksins geta vel hugsað sér ESB-aðild og vilja halda aðildarviðræðunum áfram. Afstaða Sjálfstæðisflokksins frá því á landsfundi í sumar er að draga eigi aðildarumsóknina til baka. Það er í andstöðu við vilja margra flokksmanna, ekki sízt í atvinnulífinu. Hagsmunir allra þessara flokka eru að halda málinu opnu, halda aðildarviðræðunum áfram og útkljá málið svo í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það eru sömuleiðis hagsmunir þeirra að baráttan fyrir atkvæðagreiðsluna fari fram á vettvangi já- og nei-hreyfinganna en rífi ekki flokkana í sundur. Það er ennfremur líklegt til að þjóna hagsmunum allra þessara flokka að sem beztur samningur náist við ESB. Þá geta Evrópusinnar innan þeirra ekki sagt, segi þjóðin nei við aðildarsamningi, að brögðum hafi verið beitt til að koma í veg fyrir að Ísland fengi bezta hugsanlega samning. Vilji Framsóknarflokkurinn til dæmis ná betri fótfestu í þéttbýlinu, heldur hann málinu opnu. Sama á við um VG, vilji flokkurinn halda í ýmsa þá kjósendur, sem komu til hans í síðustu kosningum og eru jákvæðir gagnvart ESB-aðild. Og þetta á við um Sjálfstæðisflokkinn ef hann vill ná aftur til sín kjósendum, sem fóru yfir til Samfylkingar- innar vegna stefnunnar í Evrópumálum og ef hann vill hindra að fyrir næstu kosningar verði til nýr Evrópusinnaður hægriflokkur. Sjálfsagt geta allir þessir flokkar ýmislegt lært af norska Verka- mannaflokknum, sem fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Noregi 1972 keyrði harða EB-pólitík og klofnaði í kjölfarið. Tuttugu og tveimur árum síðar hafði flokkurinn lært sína lexíu og umbar báðar skoðanir. Þrír flokkar eru klofnir í afstöðu til ESB. Hagsmunir að halda opnu Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Opinbert leyndarmál? Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir í nýrri bók sinni að rekstur Icesave-reikninga í Hollandi sé hneyksli og til marks um óafsakanlegt ábyrgðarleysi stjórn- enda Landsbankans. Þetta sé eitt ömurlegasta málið í tengslum við bankahrunið. Þessu hefur áður verið haldið fram en hitt er nýtt að Björgvin segist hafa verið grunlaus um málið. Hvorki hann né nokkur annar ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi heyrt um málið fyrr en síð sumars 2008. Þetta kemur á óvart vegna þess að í maí 2008 fluttu íslenskir fjölmiðlar fréttir af því að Landsbankinn væri búinn að opna Icesave-reikninga í Hollandi. Miðað við bók Björgvins fóru þær fréttir ekki bara framhjá viðskiptaráð- herra og starfsmönnum ráðuneytis hans heldur öllum tólf ráðherrum þáverandi ríkisstjórnar. Uppgötvun vikunnar Lilja Mósesdóttir, þingkona VG, kom af flokksráðsfundi um helgina og fór á Face- book og skrifaði orðsend- ingu um að flokkurinn sinn minnti sig á gamal- dags kommúnistaflokk. Af Facebook rötuðu ummælin á skömmum tíma inn í fréttir. Af þeim að dæma virtist það hafa komið Lilju einlæglega á óvart að uppgötva þessi líkindi milli VG og gamaldags kommúnistaflokka. Líklega hafa fáir aðrir orðið hissa enda hefur það legið fyrir alla tíð að VG rekur uppruna sinn til gamal- dags kommúnistaflokka og margir af reyndustu og þekktustu flokksmönn- um VG öðluðust sína pólitísku reynslu á þeim vettvangi. - óká, pg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.