Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 22. nóvember 2010 3 Gluggaútstillingin í Selfridges í London vakti mikla athygli í októbermánuði. Í tilefni af opnun nýrrar skódeild- ar í verslunarhúsinu Selfridges í London var hollenska hönnun- artvíeykið Lernert og Sand- er fengið til að útbúa ell- efu glugga útstillingar. Lernert og Sander notuðu þekkt heim- ilistæki sem þeir breyttu á súrrealísk- an og fyndinn hátt, og settu form háhælaðra skóa. Útkoman er bæði flott og kostuleg. Ryksuga í skólíki Verk Lernert og Sander vöktu óskipta athygli. Handryk- sugur sem minna á skó úr smiðju Mc Queen. Þvottavél með hæl sem var ein af ellefu útstillingum í Selfridges í London í október. Skápur í nýjum búningi. Það er óþarfi að hrúga garð- húsgögnunum inn í geymslu þótt veðrið freisti ekki til úti- vistar. Bæði tága- húsgögn og tré- húsgögn er hægt að mála í nýjum lit, pullurnar má yfir- dekkja upp á nýtt með flottu efni og þá eru komin þessi fínu stofu húsgögn. Veldu málningu í lit sem passar við önnur húsgögn og saumaðu nokkra nýja púða í sófann úr sama efni og þú notar til að yfir- dekkja pullurnar og þú verður hissa á hversu vel garðhúsgögnin falla inn í umhverfið. Þótt ekki sé sniðugt að stilla þeim öllum upp saman, eins og gert er í görðum og á svölum á sumrin, lífgar stakur stóll úr tekki eða tágum upp á stofuna, svefnherbergið eða unglingaherbergið. Borðin er hægt að nota sem náttborð, skrifborð eða innskotsborð, allt eftir því hvaða hús- gagn þig vantar til að fullkomna heildarmyndina. Sófarnir gætu jafnvel notið sín í eldhúsinu ef plássið er nægt, í sjónvarpshorninu eða barna- herberginu. Í raun er það bara hugmyndaflugið sem setur þér skorður í því hvernig þú nýtir þessi húsgögn sem oftast taka bara pláss í geymslunni. Garðhúsgögnin endurnýtt HÚSGÖGNIN SEM VIÐ TÖKUM INN ÚR GARÐINUM EÐA AF SVÖLUNUM Á HAUSTIN ÞURFA EKKI AÐ FARA BEINT Í GEYMSLUNA. Snjókúlur eru heillandi og er hægt að fá þær í ýmsum stærðum og gerðum á þessum tíma árs. Sumum hefur þó dottið í hug að gera þær upp á eigin spýtur. Með- fylgjandi krukkur er að finna á www.anthropologie. com en á slóðinni www.well.worn.com er að finna lýsingu á því hvernig má bera sig að. Heimild:www.anthropologie.com VIÐ BJÓÐUM BETUR SANNKALLAÐ JÓLAVERÐ Á ÖLLUM INNRÉTTINGUM LÁTTU REYNA Á ÞAÐ … allt sem þú þarft Meðal efnis í blaðinu: Allt um jólamatinn; forréttir, aðalréttir, eftirréttir og borðskreytingar. Fjölbreytt jólaskraut og jólaföndur. Ólíkir jólasiðir. Íslenskar og alþjóðlegar uppskriftir að jólakökum og jólasælgæti.Nánari upplýsingar veitir: Ruth Bergsdóttir 512 5469/ 694 4103 ruth@365.is Auglý sendur trygg ið ykkur pláss í blaðin u! Jólahandbókin kemur út 30. nóvember Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.