Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 22. nóvember 2010 Fyrsta sólóplata Valgerðar Guðna- dóttur söngkonu, eða Völu Guðna eins og hún er jafnan nefnd, er komin út og af því tilefni verða útgáfutónleikar í Iðnó annað kvöld, 23. nóvember. Lögin sem flutt eru á plötunni eru útsett af Þorvaldi Bjarna Þor- valdssyni fyrir strengjasveit og Vigni Snæ Vigfússyni fyrir gítar en lagavalið er blanda af íslensk- um og erlendum dægurlögum. Má þar nefna Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson og Orfeus og Evridís eftir Megas. - jma Lög af sólóplötu ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Valgerður Guðna- dóttir syngur í Iðnó annað kvöld. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í sam- vinnu við Íbúðalánasjóð, býður öllum húseigendum á höfuðborgar- svæðinu og í nærliggjandi sveitar- félögum á opið námskeið um við- hald og verðmæti fasteigna. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem standa nú þegar í viðhaldi á eignum sínum eða hafa hug á að hefja framkvæmdir. Viðhald og verðmæti er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Íbúða- lánasjóðs auk Steinsteypufélags Íslands við sérfræðinga frá verk- fræðistofum, Orkusetrinu, Raf- iðnaðarskólanum, Húsi og heilsu, Iðunni – fræðslusetri og heima- menn í hverjum landshluta fyrir sig. Námskeiðið verður haldið mið- vikudaginn 24. nóvember frá kl. 14 til 18 á Grand Hótel Reykjavík en aðgangur er ókeypis. Námskeið í við- haldi fasteigna HÚSÞÖK Viðhald fasteigna er mikilvægt. Á miðvikudaginn er haldið opið nám- skeið í viðhaldi á Grand hótel. Bókasafn Seltjarnarness verð- ur 125 ára nú í nóvember. Af því tilefni heiðrar landsbókavörður, Ingibjörg Steinunn Sverris dóttir, safnið með fyrirlestri í dag, 22. nóvember, klukkan 17. Fyrir- lesturinn nefnir hún Lestrarfélög á Íslandi, upphaf og þróun. Lestrarfélög á Íslandi voru stofnuð í lok 18. aldar, Hið íslenska bókasafns- og lestrarfélag Suður- lands árið 1790 og Hið norðlenska bóklestrarfélag árið 1792. Upphaf Bókasafns Seltjarnar- ness er einmitt Lestrarfélag sem Framfarafélag Seltirninga stofnaði 21. nóvember 1885. Í dag er safnið til húsa á Eiðistorgi 11. Afmælisfyrirlestur LANDSBÓKAVÖRÐUR Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. reynið síðar......... Þú ert númer 15 vinsamlegs ví miður ekki við... svarar ekki....á fundi... því miður ekki...ekki í dag... fór út .... VILDARÞJÓNUSTA BYRS Argentína steikhús 15 % afsláttur af mat. Atlantsolía Góður afsláttur á hvern eldsneytislítra. Sæktu um á byr.is. Bláa lónið 1.500 króna aðgangseyrir fyrir fullorðna. Caruso 15 % afsláttur af mat. Hreyfing Frítt vikukort og 20% afsláttur af Betri aðild með margskonar fríðindum. Express ferðir Tilboðsferðir til Berlínar í janúar og febrúar. Sambíó Tveir fyrir einn alla mánudaga. Þjóðleikhúsið 20% afsláttur af almennu miðaverði. Vertu í Vildarþjónustu Byrs og fáðu aukin fríðindi, persónulega þjónustu og frábær sértilboð hjá samstarfsaðilum. Til að geta nýtt þér tilboðin þarftu að vera í Vildarþjónustu Byrs og greiða með Byr debet- eða kreditkorti. Ert þú örugglega að fá bestu þjónustuna… …og bestu tilboðin? BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.