Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 22. nóvember 2010 23 Breska leikkonan Emma Wat- son, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Hermione Granger í kvikmyndunum um Harry Potter, segist hafa gaman af því að læra nýja hluti. Watson er á sínu fyrsta ári í Brown-háskólanum þar sem hún nemur sögu. „Ég elska að læra, það mætti segja að ég sé háð því. Það gerir mig ham- ingjusama og heldur mér á tánum.“ Þrátt fyrir að hafa unnið hálfa ævina, hafa ferðast um heiminn og vera veraldavanari en margur annar á hennar aldri segist Watson eiga margt eftir ólært. „Ég tel mig ekki hafa lært allt sem mig langar að læra. Mér finnst það vera til- gangur lífsins að hætta aldrei að læra og ávallt að reyna að skilja umheiminn. Það heldur manni líka á jörðinni.“ Fróðleiksfús leikkona FRÓÐLEIKSFÚS Emma Watson segist vera nánast háð því að læra nýja hluti. NORDICPHOTOS/GETTY Söngvarinn ungi Justin Bieber hefur ráðið í vinnu fagmann sem mun kenna honum hvernig eigi að daðra við stúlkur. Samkvæmt breska götublað- inu The Sun vinnur nú maður að nafni Ryan fyrir piltinn og kenn- ir honum allar brellurnar í bók- inni. „Ryan kennir honum hvernig hann á að bera sig, daðra og klæða sig til að heilla stúlkurnar upp úr skónum,“ var haft eftir heimildar- manni. Bieber er afskaplega vinsæll meðal táningsstúlkna, sem hafa tekið hann í hálfgerða guðatölu. Sjálfur segist söngvarinn ekki telja sig verðskulda þessa athygli. „Ég er ekki einu sinni það töff. Svo sé ég stelpur sem standa úti á götu og gráta vegna mín og mér finnst það óraunverulegt og skrýtið.“ Lærir að daðra LÆRIR AÐ DAÐRA Justin Bieber hefur ráðið til sín mann sem mun kenna honum að daðra. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn David Arquette var á meðal gesta í teiti á vegum tímaritsins GQ sem haldið var á hótelinu Chateau Marmont í Los Angeles. Að sögn sjónarvotta var leikarinn svo þyrstur að hann klifraði í gegnum glugga til að stytta sér leið á hótelbarinn. Þar drakk hann duglega og í lok kvölds var hann orðinn ofurölvi. Meðal annarra gesta voru hinn gamansami Johnny Knoxville, leikarinn James Franco, söngvarinn Kid Rock, Glee-leikarinn Chris Colfer og spjall- þáttastjórn- andinn Jimmy Kimmel. Stytti sér leið á barinn ÞYRSTUR LEIKARI David Arquette klifraði í gegnum glugga til að stytta sér leið á barinn. NORDICPHOTOS/GETTY Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry sér loksins fyrir endann á tólf ára þrautagöngu kvikmyndar- innar Frankie & Alice, því nú styttist í frumsýningu hennar. Frankie & Alice, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, segir frá konu með geðklofa. Berry segir í samtali við bandarísku útgáfuna af OK! að hún vilji auka samúð fólks með þeim sem eigi við geðræn vandamál að stríða. Berry segist snemma hafa hrif- ist af vilja konunnar í myndinni og hún trúi því að saga hennar geti hjálpað til við að berjast við fordóma gegn geðveikum. „Ég óska þess að myndin fái fólk til að sýna meiri samúð og um leið og ég heyrði sögu hennar vissi ég að þessa sögu yrði að segja,“ segir Berry við OK. Gerir mynd um geðveiki BERST GEGN FORDÓMUM Halle Berry vonast til að myndin Frankie & Alice verði gott innlegg í baráttuna við for- dóma gegn geðveikum. Vö ru m er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yf i S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 3 9 9 Það sem við höfum lært af samstarfinu við Ferrari á keppnisbrautinni, höfum við nýtt okkur fyrir venjulega bíla. Ef Shell V-Power getur hjálpað til við að halda Ferrari í toppstandi, ímyndaðu þér þá hvað það getur gert fyrir bílinn þinn. Shell V-Power er þróað til að hreinsa vélina til þess að ná fram meiri afköstum og auka viðbragðið í hvaða bensínvél sem er. Fylltu tankinn með Shell V-Power og fáðu sem mest út úr hverjum dropa. www.skeljungur.is Þróað fyrir meiri afköst – hverju sem þú ekur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.