Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.11.2010, Blaðsíða 46
30 22. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrir- sæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðal- hlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft. Myndbandið var tekið upp hér á landi í september síðastliðnum. Nýja myndbandið sem Anna Þóra leikur í er aftur á móti við jólalag sem hljómsveitin hyggst gefa út á næstunni. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þegar við tókum upp fyrra myndbandið. Ég fékk hring- ingu á fimmtudegi og var beðin um að koma í prufu og tökurnar fóru svo fram á laugardegi. Ég og Theo hittumst kvöldið áður til þess að kynnast aðeins og þá fékk ég líka að heyra lagið í fyrsta sinn,“ segir Anna Þóra. Hún ber Hutchcraft og Adam Anderson, hinum meðlimi tví- eykisins, vel söguna og segir þá afskaplega viðkunnanlega og sjarmerandi. „Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglu- legu sambandi eftir það. Hann er mjög indæll og bauð til dæmis mér og vinkonum mínum á Air- waves-hátíðina, sem mér fannst mjög fallega gert.“ Hutchcraft þykir afskaplega myndarlegur piltur og er vin- sæll hjá ungum stúlkum víða um heim og því hljóta margar að öfunda Önnu Þóru af vinskapn- um við hann. „Ja, ég hef lesið athugasemdir við myndbandið á Youtube þar sem stelpur lýsa því yfir að þær öfundi mig á því að fá að vera nálægt honum,“ segir hún hlæjandi. Anna Þóra stundar nám í tann- lækningum og hefur engar áhyggj- ur af því að fara út svona stuttu fyrir próf. „Þetta var svo skemmti- legt tilboð og ég hef fulla trú á því að ég rúlli önninni upp. Ég stend það vel að vígi,“ segir hún að lokum glaðlega. sara@frettabladid.is SJÓNVARPSÞÁTTURINN Ég kynntist þeim mjög vel við tökurnar og við Theo höfum verið í reglulegu sambandi eftir það. ANNA ÞÓRA ALFREÐSDÓTTIR FYRIRSÆTA „Ég elska Gossip Girl og hið endalausa Chuck Bass og Blair Waldorf drama. Það er eitthvað við þennan þátt sem er geggjað og svo er nú fatnaðurinn ekki af verri endanum.“ Erla Dís Arnardóttir, háskólanemi. „Þetta boð kom í gegnum sýning- una mína um Grænland og ég er bara mjög spenntur,“ segir ljós- myndarinnar Ragnar Axelsson, RAX. Hann er á leiðinni á Suður- skautslandið með mörgum af fær- ustu vísindamönnum Frakklands og Michel Rocard, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands. Rocard var einmitt staddur á Íslandi fyrir skömmu og er mikill áhugamaður um heimskautasvæðin en því er spáð að mikilvægar siglingaleiðir fari að opnast með hlýnun jarðar. Til stóð að sjálfur Albert Monakó- prins yrði einnig með í för en af því verður ekki. Ragnar segist reyndar ekki hafa hugmynd um hvert nákvæmlega ferðinni sé heitið, hann viti bara að þeir séu að fara á þriðjudaginn og verði þar sem mikið af mörgæsum er. „Þetta verður mjög áhu gavert, núna er náttúrlega farið að vora þarna og því hlýrra en venjulega. Mér hefur ekki gefist tími til að skoða ferðatilhögunina nákvæm- lega en mér skilst að við heimsækj- um verulega flotta staði.“ Myndir Ragnars hafa vakið mikla athygli og nýútkomin bók hans, Veiðimenn norðursins, hefur fengið frábæra dóma en hún sýnir einstakt líf veiðimanna á Græn- landi. Ragnar segir hins vegar, í meira gríni en alvöru, að kannski hefði verið sniðugra hjá sér að velja eitthvað örlítið hlýrra við- fangsefni. „Mér hefði þá verið boðið á hlýrri staði.“ - fgg RAX í Fransferð á Suðurskautslandið Á SUÐURSKAUTIÐ Ragnar Axelsson ljósmyndari er á leiðinni á Suðurskauts- landið með hópi franskra vísindamanna og Michel Rocard, fyrrverandi for- sætisráðherra Frakklands. „Ég er svo mikill „wannabe“ hippi og hef alltaf verið mjög heilluð af þessu tímabili í samtímasög- unni,“ segir Bryndís Jóna Magnúsdóttir, sem gefur út bókina Stelpurokk fyrir jólin. Stelpurokk er fimmta bók Bryndísar Jónu, en áður hefur hún gefið út bækurnar „Er ég bara flatbrjósta nunna?“, „Kossar, knús og málið er dautt!“, „Beygluð og brotin hjörtu“ og „Senjorítur með sand í brók“. „Stelpurokk gerist í Keflavík árið 1968 þegar tón- list ómaði úr plötuspilurum, útvörpum og bílskúrum úr öðru hverju húsi og unglingar gengu í mussum og útvíðum buxum. Hún fjallar um hina fimmtán ára gömlu Sunnu, kjaftfora og kúl tískudrós, sem á sér þann draum heitastan að slá í gegn með fyrstu stelpna hljómsveitinni á Íslandi,“ segir Bryndís. Bókina vann hún á frekar óhefðbundin hátt og það tók hana tvö ár að púsla sögunni saman. „Ég fór á námskeið hjá Þorvaldi Þorsteinssyni í skapandi skrifum, þar sem hann hvatti okkur eindregið til að handskrifa allt og vinna það svo seinna í tölvu. Ég ákvað að prófa það, skrifaði söguna í stílabækur og púslaði svo öllu saman í tíu ára gömlu fartölvunni minni,“ segir Bryndís, sem kennir við Heiðarskóla í Keflavík. Bryndís bjó erlendis í tæp tíu ár en flutti nýverið heim þegar eiginmaður hennar, Jóhann Birnir Guðmundsson knattspyrnumaður, gerði samning við Keflvíkinga. „Við bjuggum í Englandi, Noregi og Svíþjóð en fluttum heim þegar Keflvíkingar náðu að krækja í Jóhann og nú höfum við búið hér í tvö ár. Og það hefur einmitt tekið mig þessi tvö ár að vinna bókina,“ segir Bryndís. - ka Heilluð af hippatímabilinu FIMMTA UNGLINGABÓKIN Bryndís Jóna hefur skrifað fimm unglingabækur en þá fimmtu, Stelpurokk, handskrifaði Bryndís í stílabækur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LEIKUR Í MYNDBANDI HURTS Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta leikur í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Hurts. Þetta verður þá í annað sinn sem hún kemur fram í myndbandi sveitarinnar; áður lék hún í myndbandinu við lagið Stay. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ANNA ÞÓRA ALFREÐSDÓTTIR: LEIKUR Í ÖÐRU MYNDBANDI MEÐ HURTS Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts Heillandi ævisaga Þóru Pétursdóttur eftir Sigrúnu Pálsdóttur sagnfræðing „… mjög áhrifamikil og læsileg … saga sem höfðar til stórs lesendahóps.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN KARL BLÖNDAL / MORGUNBLAÐIÐ Innsýn í einstaka sögu r vindheldsem e og hrindir frá sér vatni. Litir: Fjólublá svört. Dömustærði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.