Kylfingur - 01.02.2007, Blaðsíða 1

Kylfingur - 01.02.2007, Blaðsíða 1
l0-ööS<i KYLFING 50. ÁRG. - 1. TBL. - FEBRÚAR 2007 Brynjar Geirsson ráðinn íþróttastjóri hjá GR Brynjar Eldon Geirsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Eeykjavíkur. Brynjar mun hafa yfirumsjón með afreks- og unglingaþjálfun klúbbsins. Brynjar hefur verið yfir- kennari hjá GKG síðustu þrjú árin og er yfirmaður golfdeildar hjá Iþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Brynjar útskrifaðist sem golfkennari frá PGA í Þýskalandi 2003. „Ég hef mikinn metnað fyrir því sem ég er að gera og Þnnst þetta vera skref upp á við. Ég átti frábær þrjú ár hjá GKG og tel mig hafa skilað ágætu verki þar. Mér fannst því kom- inn tími til að breyta til, enda aðstæður hjá GR þær bestu á Islandi. GR er stærsti klúbbur landsins og hefur alltaf verið. Ég ætla mér að ná árangri í þessu starfi. Það gerist ekki stærra starf fyrir golfkennara á íslandi heldur en að vera íþróttastj óri GR" sagði Brynjar í viðtali við blaðamann Kylfmgs. Nú ert þú yfirmaður Iþrótta- akademíunnaríReykjanesbœ, fer það saman að vera einnig íþróttastjóri GR? „Þetta getur farið vel saman. Starf mitt í íþróttaakademí- unni er skólatengt og ég kenni þar tvo tíma í senn fjórum sinnum í viku. Það er ekki mikil viðvera, ef menn telja að það muni rekast á hvort ann- að mun ég skoða það. Ég tel þetta líka geta farið vel sam- an þar sem hægt er að tengja afrekskylfingana inn í fþrótta- akademíuna. Eins get ég hugs- anlega nýtt mér allar aðstæður í fþróttaakademíunni og hæfa þjálfara þar til að aðstoða við starfið hjá GR. fþróttaakadem- ínan á að vera leiðandi í öllum íþróttagreinum og þar á að vera hægt að sækja gagnlegar upplýsingar." Þú ert einn af eigendum Pro golf ehf sem var að taka yfir rekstur Bása, kemur það ekki til með að rekast á við starfið þitt hjá GR? „Nei, það á ekki að geraþað. Ég skipulegg mitt afreks- og ungl- ingastarf en öll viðskipti milli Pro Golf og GR verður á milli framkvæmdastjóra Pro Golf og GR og þar kem ég hvergi ná- lægt. Það er mjög skýrt tekið á þessu í samningi mínum við GR að ég sinni eingöngu afreks- og unglingastarfi GR. Ég er að- eins einn af hugmyndasmiðum Golfskóla Pro Golfs, en er ekki að fara að kenna þar sjálfur." Megum við eiga von á mikl- um breytingum í þjálfun af- rekskylfinga hjá GR? „Já, ég mun gera það eins og ég held að virki best. Það eru vissulega margar leiðir á topp- inn, ég hef trú á minni aðferð og breyti því sem breyta þarf." Hvaða golfkennarar koma með þér inn í þetta teymi? „David Barnwell, Ástráður Sig- urðsson munu aðstoða mig mikið í unglinga- og afreks- starfi GR auk þess sem Ólafur Már Sigurðsson mun sinna ýmsum verkefnum. Golfskóli Pro Golfs, sem við opnum í Básum nú í febrúar, verður fyrsti sinnar tegundar hér á landi þar sem allir kenn- arar skólans vinna að því sama. Rauði þráðurinn í kennslunni verður lagður af mér. David, Ástráður og Ólafur Már munu einnig kenna við Golfskólann en við munum hugsanlega bæta við okkur kennurum þegar h'ða tekur á sumarið." Er golfskólinn Pro Golf sem stofnaður verður í Básum, á vegum GR? „Nei, í raun er golfskólinn sér eining en verður rekinn í mjög nánum tengslum við GR. Þannig er það víða erlendis. Við erum að taka golfkennslu á íslandi og setja hana upp á hærra plan. Gofskólinn verður opinn fyrir alla kylfmga lands- íns. Konur ÍCR! Calakvöldið verður 10. mars i Golfskál- anum Grafarholti. Verð kr. 5.300 ^ og innifalið er^-J fordrykkur og þriggja rétta máltíð. Söngur, skemmtun, happdrætti og svo verða veitt verðlaun fyrir púttmeistarann 2007. Skráning hefst 26. febr. hjá Hörpu ísíma 585-0200 eða á netfangið harpa@grgolf.is. Þá er bara að fara að kaupa eða sauma kjólinn! Framkvæmdastjóraskipti hjá GR: Carðar Eyland ÍMttpt (jTarðar Eyland er nýr framkvæmdastjóri GR frá og með 1. nóvember og tók hann við af Margeiri Vilhjálmssyni sem lét af störfum að eigin ósk. Margeir hefur starfað hjá GR frá árinu 1995 en heldur nú til nýrra verkefna hjá Golfi ehf., sem vinnur að uppbyggingu golfvallar „Black Sand" í Þorlákshöm. Garðar var formaður GR á árunum 1993-1998 og sat í stjórn klúbbsins mörg ár þar á undan. Hann hefur verið undanfarin ár framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds. LiiiiHa: a;^iiWiTOfi»i iiiiijM«jiMi^fldJl^^

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.