Kylfingur - 01.02.2007, Blaðsíða 2

Kylfingur - 01.02.2007, Blaðsíða 2
O Húsið á Korpu er opið í vetur á laugardögum og sunnudögum frá kl. 9 til 15. O Félagsgjöld eiga að vera greidd að fullu 1. apríl 2007. „Ógreiddir félagar" verða teknir af félagaskrá. O Félagar eru beðnir að tilkynna skrifstofu ef breyting verður á heimilisfangi. Einnig er gott að vita ef félagar skipta um kreditkortanúmer á meðan á greiðslu félagsgjalda stendur. O Skrifstofan sendir af og til frá sér upplýsingar í tölvu- pósti. Þeir sem hafa áhuga á að fá slíkan póst eru beðnir að senda inn netföngin sín á harpa@grgolf.is O Vetraræfingar barna og unglinga eru hafnar. Áhuga- samir geta skráð sig á skrif- stofu CR í síma 585-0200. Vetraræfingarnar kosta 10.000 kr. og þátttakendur verða að vera skráðir meðlimir í CR til að geta tekið þátt. O Munið heimasíðu GR: www.grgolf.is O Nýtt símanúmer í Básum er 555-7202. www.basar.is Stjórn GR Gestur Jónsson, formaður. Jón Pétur Jónsson, varaform. Bernhard Bogason, ritari. Helga Harðardóttir, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Viggó H. Viggósson, Björn Víglundsson, Stefán B. Gunn- arsson. Varastjórn: Magnús Oddsson, Anna Björk Birgisdóttir og Rakel Kristjánsdóttir. Formenn nefnda 2007: Kappleikjanefnd: Jón Pétur Jónsson. Forgjafar- og aganefnd: Jónas Valtýsson. Fjarhagsn.: Helga Harðardóttir. Framkvæmdanefnd.: Stefán B. Gunnarsson. Vallanefnd: Viggó H. Viggóson. Öldunganefnd: Halldór B. Kristj- ánsson. Afreks- og unglinganefnd: Magnús Oddsson. Kvennanefnd: Anna Björk Birgisdóttir. Húsan.: Rakel Kristjánsdóttir. Nefnd um skoðun á rekstri og staríi GR: Ragnar H. Hall. Hafist hefur verið handa við að einangra og klæða loft Korpúlfsstaða. Áætlað er að verkið taki einn og hálf- an mánuð þannig að verklok verði í febrúarlok. Með þessari aðgerð munu allar forsendur til nýtingar á þessum hluta hússins breytast. Reynt verður að haga framkvæmd þannig að sem minnst röskun verði á þeirri starfsemi sem fram fer, þ.e.a.s. æfingum og pútt- mótum. Kjallarinn GR hefur náð samkomu- lagi við framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hvað varðar nýtingu kjallara Korpúlfsstaða. Samningur var gerður í jan- úar og kveður á um 450 m2 viðbótarrými, sem GR tekur á leigu af Reykjavíkurborg. Umrætt rými er samliggj- andi núverandi vélaverk- stæði GR að Korpúlfsstöðum. Skipulagsvinna er hafin hvað varðar nýtingu á þessu rými. Útbúin verður aðstaða til geymslu á golfbílum, hjólum og kerrum og geta félagsmenn leigt sérmerkt pláss undir slíka hluti. Verðlagningu verður stillt í hóf og leigugjöld miðuð við stærð tækja. Einnig verður rýmið nýtt undir vélar og tæki GR. Stefnt er að því að svæð- ið við Korpúlfsstaðahús verði lagt bundnu slitlagi, þ.e.a.s. aðgengi að kjallara ásamt stíg- um að fyrsta og tíunda teig. Vélakostur Til að halda áfram þeirri metnaðarfullu stefnu sem stjórn og starfsfólk hefur sett sér, meðal annars hvað varðar hirðingu og viðhald golfvalla, þarf stöðugt að endurnýja vélarkost GR. Eftir könnun á vélaþörf var leitað tilboða hjá þremur aðilum í þær vélar sem nauðsynlega vantar. MHG sem er umboðsaðili Jakobsen golfvallavéla skilaði inn hag- stæðasta tilboði og var gengið til samninga við það fyrirtæki. Vélarnar eru; tvær semi-röff slátturvélar, ein brautarslátt- urvél, tveir vinnubílar, ein flat- arslátturvél, ein götunarvél, ein vél til að hirða glompur (Bönker-rake) og einn trakt- or. Um er að ræða vélakaup að verðmæti yfir 20 millj- ónir króna og verða vélarnar afhentar GR í aprfl 2007. HERRAKVÖLDW Hið árlega herrakvöld Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 2. mars n.k. í golfskálanum í Grafarholti. Maturinn verður í umsjá Harðar Traustasonar og öll umgjörð kvöldsins hin glæsilegasta að venju. Boðið verður upp á frábæran mat, ræðumann kvöldsins og skemmtiatriði. Húsið verður opnað kl. 19.00 en borðhald hefst tímanlega kl. 20.00. Takmarkaður sætafjöldi. Miðapantanir fara fram hjá Omari Erni í síma 585-0200 eða á omar@grgolf.is og eru menn hvattir til að tryggja sér miða sem allra fyrst. Greiða þarf við skráningu. Miðaverð er kr. 5.200.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.