Kylfingur - 01.02.2007, Blaðsíða 4

Kylfingur - 01.02.2007, Blaðsíða 4
Guðni Fannar C hlaut háttvísibil „Guðni Fannar Carrico hlýt- ur háttvísibikar GR fyrir árið 2006. Hann hefur sýnt mikla háttvísi, er jákvæður og til fyrirmyndar öðrum ungum kylfingum, að mati afreks- nefndar GR, sagði Gestur Jónsson, formaður GR", er hann afhenti Guðna Fannari hinn glæsilega bikar á aðal- fundi GR nú í haust. Þetta var í þriðja sinn sem þessi bikar er afhentur, en í fyrra var það Hanna Lilja Sig- urðardóttir sem hlaut bikarinn og Þórður Rafn Gissurarson hlaut þessa nafnbót 2004. Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísi- bikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, að gefast aldrei upp, að sýna miklar framfarir, að vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Guðni Fannar þótti sýna mikla iþróttamennsku er hann dæmdi sjálfan sig úr leik á Islandsmóti unglinga í högg- leik á Vífilsstaðavelli í sumar. Hann lék þá í forkeppninni og spilaði hringinn á 74 höggum og var hann sá eini í sínum flokki sem lék hringinn undir 80 höggum. Þegar staðan var sett upp í klúbbhúsinu eftir hringinn var Guðni Fannar skráður með 73 högg og vissi hann þá að hann hafi skrifað óvart undir rangt skor. Hann tilkynnti það sjálfur og fékk um leið frávísun úr mótinu. Guðni Fannar, sem er aðeins 13 ára, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á golf- vellinum í sumar. Hann vann meðal annars Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ þrátt fyrir að vera á meðal yngstu keppenda í mótinu. Grænir fletir, hvít kúla og kylfur úr stáli. Þegar þú blandar þessu saman við góöan félagsskap sem hefur furðulegan talsmáta og segir toppa, skæa, par, örn (sjá mynd), slæsa, „driver", döffa og pútta, í tíma og ótima, þá ertu kominn í golf. Landsbankinn fyrir ykkur golfarana. Landsbankmn Banki allra landsmanna i 120 ár

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.