Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 12

Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 12
allan tímann sem ég var hjá Golfklúbbi Akureyrar en Birgir Haraldsson þjálfaði mig eitt ár og Ámi Jónsson tók svo við af honum.“ Voru margar stelpur til að keppa við og varstu fljót að ná tökum á sveiflunni? „Það voru ekki margar stelpur að æfa þegar ég byrjaði þannig að ég æfði eiginlega bara með strákunum. Reyndar voru tvær til þrjár stelpur að æfa og við spiluðum saman á Akureyrarmótum og svona. Kristín Elsa Erlendsdóttir var líka í Golfklúbbi Akureyrar og ég æfði og spilaði með henni þegar ég var orðin aðeins betri og farin að taka þátt í mótum. Eg leit mjög mikið upp til hennar þegar ég var yngri og langaði að verða lands- liðskylfmgur eins og hún. Eg held að það að hafa haft hana í klúbbnum hafi hvatt mig áfram til að æfa því að ég vildi verða eins góð eða betri en hún. Fékk forgjöf 11 ára og varð Islands- meistari 12 ára Mér gekk nokkuð vel að ná tökum á íþróttinni. Eg æfði reyndar voða lítið þama fyrstu árin mín, tók þátt í landsmóti ungl- inga 12 ára gömul og vann þar minn fyrsta Islandsmeistaratitil. En næstu ár á eftir var ég aðallega að spila heima á Akureyri en fór ekki á nein stigamót fyrir sunnan. Það var ekki fyrr en um 16 ára aldurinn sem ég byrjaði að taka þátt í stigamótum unglinga og mæta á öll landsmót þannig að ég var svolítið sein í gang. Ég fékk forgjöf þegar ég var 11 ára en þá varð ég Akureyrarmeistari í stúlknaflokki. Ég varð tvisvar sinnum Akureyramreistari í meistaraflokki kvenna en þar á undan vann ég 1. flokkinn tvisvar.“ Hvernig stóð á því að þú fluttir til Reykjavíkur og gekkst í GR? „Ég fór í GR sumarið 2005 þegar ég var að koma heim frá Skotlandi þar sem ég var í sálffæðinámi við University of St. Andrews í eitt ár. Ég var búin að ákveða að skipta yfir í GR áður en ég tók þá ákvörðun að hætta i náminu í Skotlandi. Eftir að ég ákvað að skipta yfir í Háskóla Islands var þetta mjög hentug ákvörðun. Astæða þess að ég flutti alfarið suður vom því bæði námslegar og íþróttalegar. Ég taldi befri aðstæður fyrir mig hjá GR til æfinga og langaði einnig að sleppa við að þurfa endalaust að keyra suður til að taka þátt í mótum en það fór ómældur tími og peningur í það þegar ég var í GA. Það var tekið alveg ótiúlega vel á móti mér í GR og mér liður eins og ég hafi alist þar upp. Allir tóku mér opnum önnum og vildu allt fyrir mig gera og hjá GR eru topp æfmgaaðstæður. Það gekk því mjög vel að venjast lífinu í Reykjavík og hér fínnst mér mjög gott að búa þó að auðvitað sé Akureyrin alltaf best. Hvað ertu að gera dags daglega og hvernig sérðu sjálfa þig eftir 10 ár? „Ég er í sálfræðinámi við Háskóla íslands og vinn með skólanum á Kleppspítala sem er mjög góð reynsla samhliða námi mínu. Ég bý á stúdentagörðunum sem er mjög fínt meðan maður er enn í námi og ekki búinn að koma sér upp KYLFINGUR ♦ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.