Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 26

Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 26
Leikmaður sem hefiir forgjöf skal skila inn a.m.k. ijórum gildum skomm á almanaksárinu af viðurkenndum golf- völlum. Leikmaður sem gerir það ekki missir EGA grannforgjöf og hefur þá ekki heimild til að skrá sig í keppni þar sem EGA grannforgjafar er krafist. Leikmenn með EGA grannforgjöf í forgjafarflokknum 2 til 5 (forgj. 4,5 og hærri) mega nota æfmgaskor til forgjafarreiknings og er skilyrði að leik- maður hafi skráð sig á þar til ætlaðan lista áður en hann hóf leik. Skili leikmaður ekki skorkortinu að leik loknum veldur það hækkun forgjafar eins og hann hafi ekki lokið leik. Undantekning frá skilyrðum um fyrir- fram skráningu gildir fyrir leikmenn í forgjafarflokknum 3 til 5 (forgj. 11,5 og hærri) ef um lækkun á forgjöf er að ræða. Skráning á skorkort verður að innihalda eftirtalin atriði: a. dagsetningu þegar umferðin er leik- in b. nafn leikmannsins og kennitölu eða félagsnúmer c. skor (högg og áunna punkta) d. undirskrift ritara e. undirskrift leikmannsins f. EGA grunnforgjöf leikmannsins g. EGA leikforgjöf leikmannsins I því skyni að létta álagi af skrifstofú GR er mælst til þess að leikmenn skrái sjálfir skor sitt inn á netið (golf.is) og er þá óþarft að skila skorkortinu til klúbbsins. Eftir sem áður geta félagar skilað skor- kortum til forgjafar á skrifstofú GR eða í þar til gerðan kassa í klúbbhúsum félags- ins. Starfsfólk klúbbsins skráir inn skor samkvæmt kortunum. Skor í mótum eru skráð af starfsmönnum klúbbsins. Viðurkenna skal 9 holu leik sem gilda umferð til forgjafarreiknings í forgjafar- flokki 5 (forgj. 26,5 og hærri) og til að öðlast forgjöf í fyrsta sinn. I slíkum til- fellum skal bæta 18 Stableford punktum við árangur 9 holu leiks. Til að fá EGA grannforgjöf skal leik- maður skila a.m.k. þremur Stableford skoram til klúbbsins. Leikmaður verður að leika umferðimar við forgjafarskilyrði á viðurkenndum golfvelli. Sérhvert skor skal undirritað af ritara og staðfest af leikmanni. Að lágmarki eitt skorið verður að samsvara EGA grann- forgjöf 36 (karlar) / 40 (konur), þ.e. 36 Stableford punktar eða fleiri og skal besta skorið notað til að reikna út fyrstu EGA grannforgjöfma. Viður- kenna skal 9 holu leik sem gilda umferð í þessu sambandi. Hámark EGA grunn- forgjafar skal vera 36 fyrir karla og 40 fyrir konur. Há- markshækkun EGA grunnforgjafar skal vera 2,0 umfram lægstu EGA grunnforgjöf viðkomandi á almanaksárinu. Leikmaður ber ábyrgð á sinni forgjöf og skal færa samviskusamlega í for- gjafarskírteini sitt þá hringi sem gilda til forgjafar. Stableford skor: Talning er í punktum miðað við ákveðið skor á hverri holu: Ekkert skor er skráð 0 punktar, einu höggi umfram ákveðið skor 1 punktur (nettó skolli), ákveðið skor 2 punktar (nettó par), höggi minna en ákveðið skor 3 punktar (nettó fugl). Nánari upplýsingar er að fmna í handbókinni „Golfreglur". ÁBENDING UM VIÐHALD FORGJAFAR EGA forgjafarkerfið var fyrir nokkram áram innleitt á Islandi. í reglum þess segir m.a.: • Tilgangur kerfisins er að sjá kylf- ingum fyrir réttlátri forgjöf sem leið- rétt sé í samræmi við hve erfiður leikinn völlur sé, og að ná jöfhuði og samræmi í forgjafarreikningi um alla Evrópu í framtíðinni. • EGA forgjafarkerfið byggist á þeirri ætlan að sérhver leikmaður reyni að skora sem best á sérhverri holu í sérhverri umferð sem hann leikur og að hann muni skila eins mörgum gildum skoram og hann getur á hverju almanaksári. • Það að skila ekki inn minnst fjóram (4) gildum skoram á tímabilinu milli árlegrar endurskoðunar for- gjafar getur varðað úreldingu EGA grunnforgjafar í samræmi við fyrir- mæli golfsambandsins. og í Reglubók GR segir í grein 2.1: • Leikmaður sem hefur forgjöf skal skila inn a.m.k. fjóram gildum skoram á almanaksárinu af viðurkenndum golfvöllum. Leikmaður sem gerir það ekki missir EGA grannforgjöf og hefúr þá ekki heimild til að skrá sig í keppni þar sem EGA grunnforgjafar er krafist. I Klúbbfélögum er að sjálfsögðu í sjálfs- vald sett hvemig þeir haga sínum for- gjafannálum en æskilegast er að sem flestir afli sér forgjafar og að skor séu skráð í samræmi við reglur EGA. Forgjafamefnd skorar því á klúbbfélaga að skrá 4 skor hið fæsta á yfirstandandi ári, því búast má við að við endurskoðun í lok tímabilsins verði grannforgjöf þeirra er hafa færri en 4 skor skráð, felld niður. Reglur um færslu forgjafar má finna í Reglubók GR. Kynnið ykkur þessar reglur og gætið þess að skor séu ávallt rétt færð, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Minnt er á að leikmaður ber ávallt sjálfúr ábyrgð á því að forgjöf hans sé rétt. Kynnið ykkur forgjafarreglur EGA, farið eftir þeim og gerið skemmtilegan leik ennþá skemmtilegri. KYLFINGUR * 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.