Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 34

Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 34
STARFSÁRIÐ 2006-2007 í mörgu að snúast f Grafarholtinu Ágætu kylfingar, mig langar til þess að skrifa hér nokkrar línur um hvað hefur verið í gangi síðastliðið ár og nú fram á vorið 2007 á Grafarholtsvelli. Veturinn í fyrra byrjaði með stórffamkvæmdum, en Reykjavíkurborg fór með almenningsgöngustíg á milli flatanna á 4. og 8. en stígurinn er ætlaður til þess að tengja Grafarholtið við Árbæinn, þar af leiðandi þá þurfti óneitanlega að breyta grínstæðunum, þar sem stígurinn fór yfir endann á gömlu 4. flötinni. Byijað var á haustdögum 2005 á þeim framkvæmdum og var unnið í því ffarn eftir veturinn 2006. Þann 28. apríl 2006 voru síðan flatimar tyrfðar, og þess má geta að þær vom síðan opnaðar einungis 6 vikum síðar eða þann 11. júní. Ekki vom þetta einu flatimar sem vom teknar í gegn því 12. flötin var endurtyrfð en hún fékk mikla yfirhalningu eftir að hún nánast kól niður veturinn 2005, samliliða þessum ffamkvæmdum á 4. og 8. þá voru búnar til 5 glompur umhverfis þær flatir. Ekki vom þettað einu ffamkvæmdimar á vellinum okkar, ó nei, það var haldið áifam með Grafar- kotsvöllinn en það átti eftir að gera gerfiteigana og var því lokið tímanlega fyrir opnunina á honum en Grafarkotsvöllur var opnaður með vígslumóti þann 8 júní. Mótuð var glompa við hliðina á 16. flöt og einnig var stígur útbúinn þar fyrir neðan. Eftir vangaveltur með teigana á 2. og 11. braut var tekinn sú ákvörðun að endunuóta þá og stækka en þeir vom orðnir það slitnir að ómögulegt var að halda þeim við, einfaldlega útaf smæð þeirra, það var farið í þessar framkvæmdir með stórvirkum vélum og var verkinu lokið á innan við viku. Sumarið var frekar blautt ffaman af en septem- bermánuður var gjöfull fyrir kylfmga og einnig fyrir völlinn, og var hann vel sóttur þar til yfir lauk í lok október. Ekki létum við staðar numið í fiamkvæmdum þettað árið. Byrjuðum í haust að endurgera og stækka rauðu teigana á brautum 5, 7, 8, 9 og 14 en það er orðið löngu kominn tími á að stækka þá, þeir munu vonandi verða komnir í leik þegar völluriim opnarþann 13. maí. Hvilftinni sem er meðffam 13. flöt var lyft upp og breikkuð en það hefur verið erfitt að rækta það svæði upp vegna ágangs og bleytu sem hefur safnast þar upp, eiimig var gerður stígur ffá brekkubrún upp að núverandi stíg sem liggur að gula teignum. Það er von okkar að þessar fi'amkvæmdir munu ekki trufla spilamennskuna mikið í vor en við stefnum að því að vera búnir með þessi verkefni fyrir opnun vallar. Ekki er nú ráðgert að fara í ffekari framkvæmdir á vellinum í sumar, ekki nema þá einhverjar glompu- framkvæmdir en það er komið að því að moka þá flesta til og skipta um sand í sumum. Nokkur orð um vetrarstarf okkar starfsmanna, ásamt þessum teigaffamkvæmdum þá höfum við sinnt viðhaldsvinnu á okkar tækjabúnaði en það liggur mikil vinna í því að standsetja þau fyrir sumarið, því að yfir sumartímann þá getur verið dýnnætt að missa þau úr vinnu ef ekkert er að gert, með þessu höfum við svo sinnt snjóruðningi kringum Básana og einnig sinnt viðhaldsvinnu í golfskálanum. Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og vonandi verður tíðarfarið hagstætt fyrir alla aðila j afht golfara sem vallarstarfsmanna. Gísli Páll Jónsson, vallarstjóri. KYLFINGUR ♦ 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.