Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 51

Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 51
- hjá íslensku keppendunum á BMW Golf Cup International „Þetta var eins og að sjá villtustu drauma manns rætast. Ég hef aldrei áður upplifað neitt stórkostlegra og mun líklega ekki upplifa neitt í líkingu við þetta aftur.“ Annel Jón Þorkelsson, á augljóslega í erfiðleikum með að finna nógu sterk orð til að lýsa ferð sinni til Suður-Afríku, en þar tók hann þátt í World Final úrslitakeppni BMW Golf Cup International í desember sl. Keppt í þremur flokkum Annel hélt utan ásamt sigurvegumm í B-flokki karla og kvennaflokki, þeim Jóhanni Guðmundssyni og Ingunni Einarsdóttur, en auk þessara tveggja er keppt í A-flokki karla, sem var jafhframt sigurflokkur Annels. Ingunn varð reyndar í 2. sæti mótsins, sem fór fram hjá GKG 12. ágúst í fyrra, en hafði „verðlaunaskipti“ við Hansínu Þorkelsdóttur, sigurvegara kvennaflokksins. Hansína hafði keppt fyrir íslands hönd á World Final mótinu árinu áður, sem fór það árið fram í Ástralíu, og eins og títt er um stórmót í áhugagolfinu mega keppendur ekki taka þátt í úrslitum tvö ár í röð. Hansína fór þó ekki tómhent heim, þar sem verðlaun fyrir annað sætið var ferðavinningur fyrir tvo með Icelandair. Stærsta alþjóðlega mót áhugakylfinga BMW Golf Cup Intemational fór fram í ijórða sinn hér á landi í fyrra. Um 200 áhugakylfmgar skráðu sig til leiks, en mótið hefur að því leyti sérstöðu í mótaflóra sumarsins að það er jafnframt úrtökumót fyrir World Final lokakeppnina. Þetta er jalhframt stærsta mótaröð heims í áhugagolfi, með úrtökumót í yfir 40 löndum og samtals um 100.000 þátttakendur. Fyrirkomulagið er alltaf það sama. Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum karla og kvennaflokki og etja síðan sigurvegarar hvers þátt- tökulands kappi í úrslitakeppninni, sem er háð bæði í einstaklings- og liðakeppni. íslensku liðunum hefúr vegnað vel og hafa þau allt frá því að ísland tók fyrst þátt á árinu 2003 verið um eða fyrir ofan miðju. Þá hefúr Hansína náð besta árangri af íslensku þátttakendum til þessa, en hún hlaut verðlaun fyrir lengsta upphafshögg í kvennaflokki í Ástraliu í hitteðfyrra. Konunglegar móttökur BMW Golf Cup Intemational fer svo fram í fimmta sinn hér á landi hjá GR á Grafarholtsvellinum 18. ágúst nk. í 49 ♦ KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.