Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 FASTEIGNIR.IS29. NÓVEMBER 201048. TBL. F élag fasteignasala hefur tekið að sér að dreifa fræðsluefni um eldvarn- ir til félagsmanna sinna en gert er ráð fyrir að handbók um eldvarnir heimilisins fylgi hverjum gerðum kaupsamningi. Eldvarnabandalagið gefur efnið út og stendur straum af kostnaði. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segist ánægður með að geta tekið þátt í svo mikilvægu verkefni. „Þegar fólk kaupir húsnæði er einmitt gott tilefni til þess að huga að eldvörnum og tryggja að á nýja heimil- inu séu nægilega margir reykskynjarar og annar eldvarnabúnaður.” Grétar og Björn Karlsson brunamálastjóri skrifuðu undir samkomulag þessa efnis nýverið og gildir það til tveggja ára. Í því segir meðal annars að aðilar séu sammála um mikilvægi þess að auka eldvarnir á heimilum til að draga úr líkum á tjóni. Í handbók heimilisins um eldvarnir sem Eldvarnabandalagið gaf út á dögun- um er að finna upplýsingar og ráð um nánast hvaðeina sem snertir eldvarnir á heimilum. Fjallað er meðal annars um reykskynjara, flóttaáætlun, slökkvibúnað, gas, og eldfim efni, brunahólfun, eldvarnir fjölbýlishúsa og brunatryggingar. Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir heimil- anna. Aðild að því eiga: Brunamálastofnun, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf. Fræða um eldvarnir Björn Karlsson brunamálastjóri og Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hampa handbók um eldvarnir heimilisins. Fasteignasalan Miklaborg er með á skrá parhús í Hjalla-hverfi í Kópavogi. Eignin er 214,6 fm parhús með innbyggðum bílskúr, stórum palli og fallegri lóð. Það er smekklega innréttað með vönduðum gólfefn-um, góðu skipulagi og rúmgóðum herbergjum. Húsið stendur hátt innst í botnlanga í Hjallahverfi með góðu útsýni. Komið er inn í forstofu með náttúruflísum á gólfi, hiti er í gólfi. Innaf forstofu er gestabað og innangengt í bílskúr.Eldhúsið er með mahóní inn-réttingu, gashelluborði og tækjum með stáláferð. Stofa og borðstofa liggja saman í stóru rými þar sem hátt er til lofts og útgengt út á flísalagðar svalir með góðu út-sýni, gegnheilt parket er á gólf-um í stofum og eldhúsi en hluti með náttúruflísum. Svalir húss-ins liggja meðfram tveimur hlið-um hússins, í suður og austur.Stiginn á neðri hæðina er flísa- lagður. Þrjú svefnherbergi eru á neðri hæð, sjónvarpshol með parketi, flísalagt þvottahús með innréttingum, flísalagt baðher-bergi með baðkari, sturtuklefa og viðarinnréttingu. Af gangi neðri hæðar og úr hjónaherbergi er út- gengt út á stóra timburverönd með skjólveggjum með heitum potti. Innkeyrslan er hellulögð með hitalögn. Bílskúrinn er flísalagð-ur með rafmagn og hita, loft er óklætt. Vandað og vel staðsett parhús í Kópavogi Stofa og borðstofa liggja saman í stóru rými þar sem hátt er til lofts og útgengt á svalir. Seldu hjá okkur í desember og fáðu veglega jólagjöf.Kíktu inn á www.landmark.is! Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnisstjóri Norræna hússins, á bláan sófa sem hún keypti í Fríðu frænku. Við kaupum okkur sjaldan húsgögn,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir og á þar við sig og eiginmanninn, Ágúst Gunnarsson. „Þegar við förum í húsgagnakaup er það eftir margra mánaða þarfagreiningu og pælingar. Nemaþegar við sáum bláa óf f i Vil eiga hann að eilífu Ilmur Dögg ásamt sonunum Úlfari Högna og Ými Huga í bláa sóf- anum úr Fríðu frænku. Gervijólatré var fyrst búið til í Þýskalandi á tuttugustu öldinni. Í þá daga var tréð búið til úr gæsafjöðrum sem voru litaðar græ -ar. Upphaflega var farið að búa til gervijólatré þegar skortur var á trjám þar í landi. Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Byggt og Búið - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is Frábært úrval af gjafavörum frá Weber mikið úrval af nýjum vörum 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag 29. nóvember 2010 280. tölublað 10. árgangur Allt íslenskt Tvær vinkonur opna vefverslun með íslenska hönnun. allt 2 Á sér ekki hliðstæðu Áhugafólk um forystufé vinnur að uppbyggingu fræðaseturs í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. tímamót 14 Mjúkur og bragðgóður Hátíðarostur H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 2 4 3 3 Inga Ró sa Þórð ardóttir Það red dast Sveinn Sigurbja rnarson ævintýr amaður á Eskif irði lítu r um öx l Faxafeni 11 • sími 534 0534 HLÁNAR vestanlands í dag með dálítilli rigningu eða slyddu en austan til verður víða frost og nokk- uð bjart veður. Strekkingur sums staðar NV-til, annars hægari vindur. VEÐUR 4 2 2 1 -5 -1 UMHVERFISVERND Stærðarinnar vatnslitamynd af ísbirni var máluð á Langjökul á laugar- daginn með lífrænum rauðum lit en listaverkið á að vekja athygli á hnattrænni hlýnun af manna völdum. Listakonan Bjargey Ólafsdóttir hafði yfir- umsjón með verkefninu en alls komu þrettán manns að fram- kvæmdinni. Verkið er hluti af umfangs- miklum listaverkum sem fjöl- þjóðlegur umhverfislistahóp- ur, 350.org, hefur látið vinna víða um veröld og ísbjörninn á að minna á að tilvist hans sé í hættu vegna hlýnunar jarð- ar. Til verksins voru notaðir tíu lítrar af lífrænum lit sem blandaður var með 900 lítrum af vatni en litablöndunni var dreift með garðkönnum. Verk- ið er 80 sinnum 50 metrar að umfangi. - jma Loftslagslistaverk á Langjökli: Ísbjörn málað- ur á jökulinn STÓRI BJÖRN Tíu lítrar af lífrænum lit fóru í að mála ísbjörninn sem Bjargey Ólafsdóttir og samverkamenn hennar máluðu á Langjökul á laugardaginn. Verkið er 4.000 fermetrar að stærð. MYND/CHRISTOPHER LUND ÖRYGGISMÁL Nokkur hundruð sveita- bæir eru í töluverðri hættu vegna snjóflóða samkvæmt könnun Veð- urstofu Íslands. Snjóflóð hafa ítrek- að fallið á sveitabæi á seinni árum, þó að slys hafi aðeins orðið í einu tilviki. Veðurstofan er nú að taka saman yfirlit fyrir yfirvöld og almanna- varnanefndir um þekkt snjóflóða- svæði í dreifbýli. Ekki er þó um formlegt hættumat að ræða eins og gert er í þéttbýli. „Ef eitthvað sérstaklega uggvæn- legt kemur fram kann það að verða tilefni til aðgerða,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni. Uppbyggingu snjóflóðavarna í þéttbýli átti að ljúka í ár, en verk- ið er nú hálfnað. Milli sjö og átta milljörðum króna hefur verið varið til uppbyggingar á snjóflóðavörn- um á síðustu fimmtán árum. Heild- arkostnaður stefnir nú í um tuttugu milljarða króna. Framkvæmdir við snjóflóðavarnir verða litlar sem engar til ársins 2013 vegna tilmæla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík var gerð áætlun um að ljúka upp- byggingu snjóflóðavarna í þéttbýli fyrir árið 2010. Tómas segir ýmis- legt hafa tafið fyrir. „Eðlilega var höfuðáhersla lögð á að verja þorp og bæi eftir slysin 1995. Búið er að byggja upp talsvert öryggisnet síðan þótt enn sé langt í land með að ljúka því verki.“ Einnig er unnið að hættumati á skíðasvæðum. Þau alvarlegu slys sem orðið hafa á undanförnum árum hafa verið í dreifbýli og vegna ferða- mennsku í óbyggðum, segir Tómas. - shá, bj / sjá síðu 4 Snjóflóðahætta á hundruðum bæja Unnið er að mati á hættu af völdum snjóflóða á bóndabæjum og skíðasvæðum. Uppbyggingu varna í þéttbýli átti að ljúka í ár en mikið verk er enn óunnið. Fimm marka maður Dimitar Berbatov kom sér í sögubækurnar og United á toppinn í Englandi. sport 22 STJÓRNLAGAÞING Aðeins tæplega 36 prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði í kosningum til stjórnlagaþings á laugardag sam- kvæmt upplýsingum frá lands- kjörstjórn. Mest var kjörsóknin í Reykja- víkurkjördæmi suður, 41,2 pró- sent. Í Reykjavík norður kusu 39,4 prósent. Minnst var kosningaþátt- takan í Suðurkjördæmi, þar sem 29,2 prósent greiddu atkvæði. Í Norðausturkjördæmi kusu 30,5 prósent og 32,7 prósent í Norðvesturkjördæmi. Í Suðvestur- kjördæmi nýtti 37,1 prósent kosn- ingarétt sinn. Slæm þátttaka í kosningunum veikir umboð þingsins til að end- urskoða stjórnarskrána, segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðiprófessor. Dræm þátt- taka getur samt haft jákvæð áhrif á störf þingsins. - bj / sjá síðu 6 Þátttaka í sögulegu lágmarki: Aðeins rúmur þriðjungur kaus Bestu manna yfirsýn Hvernig á maður að velja tuttugu og fimm manns úr fimm hundruð manna hópi? í dag 13 UTANRÍKISMÁL Fjölmiðlar víða um heim birtu í gærkvöldi upplýsing- ar úr 250 þúsund leynilegum skjöl- um úr sendiráðum Bandaríkjanna víða um heim sem vefsíðan Wiki- leaks hefur undir höndum. Ýmis samskipti bandarísku utanríkisþjónustunnar við stjórn- völd annarra ríkja eru reifuð í skjölunum. Auk þess er þar að finna berorðar lýsingar á fjölda stjórnmálamanna svo sem Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Í skjölunum kunna að leynast upplýsingar um samskipti Banda- ríkjamanna við íslensk stjórnvöld eða lýsingar á íslenskum stjórn- málamönnum. Enginn þeirra fjöl- miðla sem fengið hafa aðgang að skjölunum hafði þó fjallað um íslensk málefni í gærkvöldi, en í gögnum á vefsíðu Guardian kemur fram að alls 290 skjöl eru frá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Nýjasta skjalið er frá 24. febrúar 2010 en það elsta frá 20. desember 2005. Tölvuþrjótar gerðu árás á vef- síðu Wikileaks um miðjan dag í gær og lá síðan niðri fram á kvöld. Búist er við því að skjölin birtist í heild sinni á vefsíðunni á næstu dögum. - mþl / sjá síðu 8 Wikileaks birtir 250 þúsund leynileg skjöl úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna: Birta alls 290 skjöl frá Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.