Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 2
2 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Þóra, lyftirðu þér eitthvað upp í tilefni sigursins? „Já, ég tók reyndar eina upphífingu þegar ég kom heim á upphífingar- stönginni minni.“ Þóra Þorsteinsdóttir vann keppnina um sterkustu konu landsins sem haldin var í Mosfellsbæ á dögunum. Þóra er með lyftingastöng, bekkpressubekk, heima- smíðaðan hnébeygjurekka og fleira til á heimilinu. FÓLK Ljós Oslóartrésins á Austur- velli voru tendruð í gærdag að viðstöddu fjölmenni en ellefu ára gamalli, norsk-íslenskri stúlku, Emblu Gabríelu Børgesdóttur Wigum, hlotnaðist sá heiður að kveikja ljósin. Norðmenn hafa gefið Íslendingum grenitré í nær sextíu ár og haldið hefur verið upp á gjöfina í mörg ár með leik og söng. Áður en ljós trésins voru tendr- uð lék Lúðrasveit Reykjavíkur jólalög og Dómkórinn söng. Auk þess sem ljósin skreyttu tréð prýddi jólaórói Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra 2010 tréð eins og fyrri óróar félagsins hafa gert síðustu árin. - jma Jólahátíð á Austurvelli: Nær sextíu ára gömul hefð MIKIÐ UM DÝRÐIR Reykvíkingar fjöl- menntu á Austurvöll í gærdag þegar ljós Oslóartrésins voru tendruð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEYTENDUR Komið hefur upp grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur kallað inn vörur með rekjanleikanúmerum 011-10-42-2-01 og 215-10-42-1-04 og dreifing á vörunni stöðvuð. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta smitið. Hafi fólk keypt ferskan kjúkl- ing er það beðið um að gæta að rekjanleikanúmerinu og skila þá kjúklingnum í viðkomandi versl- un eða beint til Matfugls. - sv Grunur um salmonellu: Matfugl kallar inn kjúkling DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt Andra Vilhelm Guðmundsson í tveggja og hálfs árs fangelsi og Gunnar Jóhann Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot, þar á meðal frelsissviptingu og líkamsárás. Andri og Gunnar Jóhann mis- þyrmdu fórnarlambi sínu, lokuðu inni í skáp með sterkri ljósaperu hangandi yfir höfði þess, hertu lykkju að hálsi þess og hótuðu lífláti. Mennirnir voru að inn- heimta fé sem þeir töldu sig eiga hjá fórnarlambinu vegna fíkni- efna. Þrír aðrir menn komu að mál- inu en hlutu vægari dóma. - jss Frelsissvipting og árás: Í fangelsi eftir handrukkkun FÓLK Ekki hefur verið tekin endan- leg ákvörðun um hvort Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Krossins, muni víkja í það minnsta tímabund- ið, í ljósi ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. Fimm konur hafa stigið fram á síðustu dögum og sakað Gunn- ar um kynferðislega áreitni, þar af hafa fjórar komið fram undir nafni. Sú fjórða, Jóhanna Sig- rún Jónsdóttir, birti yfirlýsingu á Pressunni í gær, en ásakanir henn- ar á hendur Gunnari höfðu hing- að til verið nafnlausar. Hin meintu kynferðisbrot áttu sér stað þegar konurnar voru börn eða ungling- ar að aldri og eru öll fyrnd að lögum. Stjórn Krossins fundaði um málið í gær og segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir, talsmaður Kross- ins, stjórnarmeðlimur og dóttir Gunnars, ekki útilokað að faðir hennar víki sem forstöðumaður á meðan málið er í skoðun. „Jú, það kemur alveg til greina. En það er ekki búið að taka endan- lega ákvörðun,“ segir hún. Sigur- björg segir jafnframt að fjölskyld- an muni leita réttar síns vegna málsins. „Við erum með ákveðin gögn undir höndum og erum að bíða eftir lögfræðingum okkar. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir og við þeim verður brugðist.“ Jónína Benediktsdóttir, eigin- kona Gunnars, segir ásakanirn- ar mjög alvarlegar, hvern svo sem málið varði. „Það skiptir engu máli hvaða maður á í hlut. Hann þarf auð- vitað aðeins að stíga til hliðar á meðan verið er að vinna í málinu. En Krossinn er náttúrulega Gunn- ar. Það er mjög erfitt að loka bara húsinu, við þurfum að ræða hvern- ig farið verður að því,“ segir Jón- ína. Hún tekur undir orð Sig- urbjargar og segir að þau muni leita lagalegs réttar síns. „Þessar konur þurfa að fá áheyrn og við viljum gera allt til þess að það ger- ist. Þær eru að fremja mjög alvar- legt lögbrot.“ Hún segir gríðar- lega jákvæða hreinsun hafa átt sér stað innan safnaðarins á síðustu dögum. Jónína hélt predikun á samkomu Krossins í gær. Öll börn Gunnars töluðu einnig við samkomugesti, ásamt Gunnari og fleiri gestum. Varðandi það að fjölskylda hennar og Gunnars séu öflug innan safn- aðarins segir Jónína: „Já, við tökum bara boltann. Það er ástæða fyrir því að ég er komin hingað inn. Ég hef verið að pre- dika hér mikið. Ég bara tek bolt- ann á meðan hann er að vinna sig út úr þessu.“ Gunnar segir fleiri munu koma ákvörðuninni um það hvort hann víki. Spurður hvort eiginkona hans taki við sem forstöðumaður víki hann var svarið: „Nei. Það er ekki í bígerð.“ sunna@frettabladid.is Staða Gunnars hjá Krossinum í óvissu Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort Gunnar Þorsteinsson, forstöðumað- ur Krossins, víkur vegna ásakana um kynferðisbrot. Stjórn safnaðarins fundaði um málið í gær. Fjölskyldan hyggst leita réttar síns vegna ásakananna. JÓNÍNA OG GUNNAR Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort forstöðumaður Krossins mun víkja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessar konur þurfa að fá áheyrn og við viljum gera allt til þess að það gerist. Þær eru að fremja mjög alvarlegt lögbrot. JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL MP banki hefur ekki birt uppgjör fyrir fyrri helming ársins. Eigið fé bank- ans er undir þeim mörkum sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett honum, en bankinn hefur sent uppgjör sitt þangað til yfir- ferðar. Þetta kom fram í frétt- um RÚV í gærkvöldi. Í yfirlýsingu frá bankanum kemur fram að stjórnendur og stjórn bankans séu sammála FME um að eigið fé bankans þurfi að styrkja. Vinnan við öflun eigin fjár gangi vel og niðurstöður eigi að liggja fyrir í lok desember. „Lausafjárstaða bankans er sú sterkasta meðal íslenskra innlánsstofnana og samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki uppfyllir bankinn skilyrði um lágmarks eigið fé og hefur allt- af gert,“ segir Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður MP banka, í yfirlýsingunni. - sv MP banki skilar ekki uppgjöri: Eigið fé banka undir lágmarki EFNAHAGSMÁL Niðurstöðu úr viðræðum ríkisstjórnar- innar við banka og lífeyrissjóði um aðgerðir til hjálpar heimilunum er að vænta um miðja vikuna. Viðræðurnar byggja að mestu leyti á hugmyndum sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna sem forsætisráðherra skipaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur meðal annars verið rætt um hækkun vaxtabóta og bætta skuldaaðlögun. Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar hittu í gær fulltrúa lífeyrissjóða og banka þar sem farið var yfir hugmyndirnar. „Við vonumst til að sjá til lands í þessu máli en með hvaða hætti niðurstaðan verður geri ég mér ekki grein fyrir því þetta er bæði flókið og erfitt,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssam- taka lífeyrissjóðanna. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri fjármála- fyrirtækja, segir jákvæðan vilja hjá aðilum til að ná saman í þessum málum. - kh Ráðherrar funduðu með fulltrúum banka og lífeyrissjóða um helgina: Hærri vaxtabætur í skoðun HEIMILIN Í LANDINU Rætt var um aðgerðir til hjálpar heimil- unum á fundi fimm ráðherra og fulltrúa banka og lífeyrissjóða um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍRLAND Fjármálaráðherrar þeirra ríkja sem eiga aðild að evrusam- starfi náðu samkomulagi seinni partinn í dag um fjárhagsaðstoð við Írland. Upphæðin nemur 85 milljörðum evra. Um 35 milljörðum evra verður varið í bankakerfið en um 50 milljarðar fara í rekstur ríkis- sjóðs. Lánið er veitt með 5,8 prósenta vöxtum. - jhh Írland fær fjárstuðning: Fá lánaða 85 milljarða evra FÓLK Tólf ára gömul stúlka frá Akureyri, Helga Sigríður Sigurðardóttir, missti meðvitund í skól- anum að loknum sundtíma síðastliðinn miðviku- dag. Helga Sigríður hefur dvalið á gjörgæsludeild Landspítalans í hjarta- og lungnavél síðan þá en var flogið til Gautaborgar í gærdag þar sem hún verður áfram tengd gervihjarta um sinn. Talið er að Helga Sigríður hafi fengið hjartaáfall í sund- lauginni en hjarta hennar hlaut mikinn skaða. „Flugið gekk rosalega vel, með engum uppá- komum, en um sinn mun Helga Sigríður vera tengd við gervihjarta meðan hennar hjarta er að gróa því það er illa farið. Þetta er langhlaup en hjartaígræðsla í því skyni að hún fái algerlega nýtt hjarta er ekki endilega næsta skref,“ segir Jón Gísli Egilsson, móðurbróðir Helgu Sigríð- ar. „Annars er allt frekar óljóst á þessari stundu með næstu skref. Foreldrar hennar eru komnir út og ég býst við að við nánustu aðstandendur skiptumst á að fara út.“ Helga Sigríður fann til óþæginda í sundtíma, bað um fá að fara upp úr og í búningsklefanum kastaði hún upp og stuttu síðar missti hún meðvit- und. Söfnun hefur verið hrundið af stað til styrkt- ar fjölskyldu Helgu Sigríðar. Söfnunarnúmer er 0565-26-110378, kennitala 180470-3449. - jma Tólf ára gömul stúlka hné niður í búningsklefa eftir skólasundtíma á Akureyri: Tengd við gervihjarta um sinn FLOGIÐ TIL GAUTABORGAR Sænsk læknasveit sótti Helgu Sigríði Sigurðardóttur á Landspítalann í gær og fylgdi henni áfram til Gautaborgar. SPURNING DAGSINS s: 528 2000 Sígild ævintýri með geisladiskum Flipar á hverri opnu!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.