Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 6
6 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR Laun bæjarstjóra Hveragerðis, Aldísar Hafsteins- dóttur, lækka um þrjú prósent með nýjum ráðningarsamningi. Í stað fastra yfirvinnu- greiðslna fer bæjarstjórinn á föst laun. Það sama gildir um laun skóla- stjóra grunn- skólans. Fulltrúi minnihluta A- listans sagði í bæjarráði að breytingin rímaði vel við tillögur minnihlutans frá því í vor. „Þetta breytir þó engu um fyrri afstöðu minnihlutans, sem telur að launakjör bæjar- stjórans séu í engu samræmi við launakjör annarra starfsmanna bæjarins og bága fjárhagsstöðu,“ sagði í bókun fulltrúa minni- hlutans, sem sagði í vor að laun bæjarstjórans með hlunnindum næmu 1.050.000 krónum. - gar Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskfars 550 kr.kg Humarsoðið frá Hornafirði er komið, alvöru humarsoð, engin aukaefni né litarefni. Fiskhakk Fiskbollur 899 kr.kg Siginn fiskur frá Bolungarvík. Sjáumst eldhress á eftir. 790 kr.kg www.rauttnef.is HORFÐU Á ÞÁTTINN 3. DES Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 LÁTTU EKKI RIGNA UPP Í NEFIÐ Á ÞÉR! Rauðu nefin fást í verslunum Hagkaups og Bónuss og í útibúum Íslandsbanka ALÞINGI Frumvarp til laga um rann- sókn á starfsemi fjármálafyrirtækja á tímabilinu frá október 2008 til ársloka 2009 er nú til umfjöllunar í viðskiptanefnd. Í greinargerð þess segir að ýmsar sögusagnir hafi gengið um ósamræmd og ógagnsæ vinnu- brögð af hálfu fjármálafyrirtækja og hafi margir leitt að því líkur að viðskiptavinum hafi verið mismun- að og hvorki hugað að samkeppnis- né jafnræðissjónarmiðum. Mark- mið frumvarpsins er að leiða hið sanna í ljós. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var fjallað um fjölda rannsókna sem þingmenn hafa lagt til að ráðist verði í. Þar láðist að geta ofan- greinds frumvarps. - bþs Lagt til að nefnd verði sett á fót sem skoði verklag og ákvarðanatöku bankanna: Rannsaki sögusagnir um mismunun Þriggja manna rannsóknarnefnd, skipuð hæstaréttardómara, lögfræðingi og sérfræðingi á sviði fjármálamarkaða, rannsaki verklag og ákvarðanatöku fjármálafyrirtækja á tímabilinu október 2008 til ársloka 2009. Nefndin skal meta hvort mistök, mismunun eða óeðlilegir starfshættir hafi átt sér stað á þessum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki er fyrsti flutningsmaður. Tólf aðrir sjálfstæðismenn eru flutningsmenn að málinu auk tveggja framsóknar- manna og tveggja samfylkingarmanna. Starfsemi bankanna verði rannsökuð ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR Lagfæringar í Hveragerði: Taka 3 prósent af bæjarstjóra FRÉTTASKÝRING Hvaða afleiðingar gæti dræm kosn- ingaþátttaka í kosningum til stjórn- lagaþings haft? Dræm kjörsókn í kosningum til stjórnlagaþings á laugardag gæti haft jákvæð áhrif á störf þingsins, segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. Aðeins 35,97 prósent kosninga- bærra manna nýttu kosningarétt sinn í kosningunum, samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Niðurstaðna er að vænta í dag. Gunnar Helgi segir að leita verði meira en 100 ár aftur í tím- ann til að finna alþingiskosning- ar þar sem kjörsókn hafi verið minni en í kosningunum á laugar- daginn. Slæm þátttaka í kosningunum þýðir að umboð stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrána verður veikara. Auðveldara verð- ur fyrir stjórnmálamenn að hundsa þær niðurstöður þingsins sem ekki eru þeim þóknanlegar, enda niðurstaða þingsins aðeins leiðbeinandi fyrir Alþingi. Gunnar Helgi bendir þó á að dræm þátttaka geti þrátt fyrir allt haft jákvæð áhrif á störf þings- ins. Hefði kjörsókn verið mikil hefði mátt búast við að erfitt yrði að hrófla við niðurstöðum þings- ins, og því engin ástæða fyrir þá sem þar ná kjöri að komast að hóf- samri niðurstöðu sem þjóðin öll geti sameinast um. Með veikara umboð verða því þingmenn á stjórnlagaþinginu að eiga meiri samræður við alþing- ismenn og þjóðina alla, og í raun sannfæra aðra um að þeirra hug- myndir um breytta eða nýja stjórnarskrá séu skynsamlegar, segir Gunnar Helgi. „Svo framarlega sem stjórnlaga- þingið fer ekki út í einhverja vitleysu í tillögum sínum tel ég að það mæti almennt mjög jákvæðu viðhorfi hjá Alþingi,“ segir hann. Slæm þátttaka í kosningunum á laugardag komi fáum á óvart, en margar samverkandi ástæður höfðu áhrif á kjörsóknina, segir Gunnar Helgi. „Þetta var ekki vel heppnað kosn- ingafyrirkomulag,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir fyrirkomulagið hafa krafist mikillar fyrirhafnar af hálfu kjósenda, sem hafi þurft að vinna heimavinnu fyrir þessar kosningar, ólíkt öðrum kosningum. Lítið varð vart við kosningabar- áttu, og það sem sást snérist ekki um málefni eða persónur, segir Gunnar Helgi. Engar fylkingar hafi orðið til og tekist á um grundvall- arsjónarmið, sem hefði getað aukið áhuga á kosningunum. Meðal ann- ars þess vegna hafi margir átt erf- itt með að taka afstöðu til frambjóð- enda, enda 522 í kjöri. Þá hefur það eflaust haft áhrif á þátttöku hversu umdeildar kosning- arnar voru. Gunnar Helgi bendir á að einhver fjöldi fólks hafi ekki séð þörf fyrir stjórnlagaþing á þessum tímapunkti, og margir hafi setið heima þess vegna. Kosningar til stjórnlagaþings eru þriðju kosningarnar sem fram fara á árinu. Kosningaþreyta er því lík- lega enn ein ástæðan fyrir dræmri kjörsókn, segir Gunnar Helgi. brjann@frettabladid.is Stjórnlagaþing þarf að sannfæra þing og þjóð Aðeins 36 prósent kosningabærra manna kusu til stjórnlagaþings. Margar sam- verkandi ástæður höfðu áhrif á kjörsókn segir stjórnmálafræðingur. Umboð þingsins er veikara, en dræm kjörsókn gæti haft jákvæð áhrif á störf þess. 100% 80% 60% 40% 20% 0% 87,7% 63,0% 78,7% 83,6% 83,2% 84,1% 85,1% 62,7% 73,5% 36,0% 1999 2002 2003 2004 2006 2007 2009 2010 2010 2010 Alþingiskosningar Sveitarstjórnarkosningar Forsetakosningar Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave Kosningar til stjórnlagaþings Heimild: Hagstofan og Landskjörstjórn Kjörsókn á landsvísu í nýlegum kosningum FRAMKVÆMDIR Stuðlabergsskífurnar á húsið sem Reykjavíkurborg er að láta reisa á Lækjargötu 2 kostuðu um sextán þúsund krónur á fermetrann. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur stuðlaberg ekki áður verið notað í þakklæðning- ar svo vitað sé. Stuðlabergið á Lækjargötu er úr námu jarðarinnar Hrepphólar í Hrunamanna- hreppi. Steinsmiðjan S. Helgason skar efnið í skífur. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri á fram- kvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar, bend- ir á að fermetrinn af skífum á húsinu á Höfða hafi kostað um 27 þúsund krónur á fermetrann. Það mun hafa verið svokölluð Alta-skífa frá Noregi. „Bárujárn er um það bil helmingi ódýrara og sjálfsagt hefði verið hægt að fá innfluttar þaks- kífur fyrir eitthvað minna en 27 þúsund krónur. Það var ekki reynt heldur var ákveðið að fara í þróunarvinnu með það efni sem var til innan- lands,“ segir Kristín og vísar í þessu samhengi til bágrar stöðu eftir bankahrunið. „Niðurstaðan var þessar fallegu þakskífur sem nú eru komnar á þakið,“ segir Kristín. - gar Íslenska grjótið á þaki nýbyggingar á Lækjartorgi mun ódýrara en innflutt skífa: Fermetri af stuðlabergi á 16 þúsund Í LANDI HREPPHÓLA Þakklæðningin á Lækjargötu 2 er úr stuðlabergsnámu í Hrepphólum í Hrunamannahreppi. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR STJÓRNLAGAÞING Landskjörstjórn hefur borist ábending um að kjör- stað á Álftanesi hafi verið lokað of snemma á kjördag. Ástráður Haraldsson, formaður landskjör- stjórnar, staðfestir að ábending um þetta hafi borist frá kjósanda. Hann málið í skoðun. „Við erum að afla upplýsinga um það hvernig þessu víkur við en málið er í raun og veru ekki komið lengra,“ segir Ástráður Haraldsson. Hann segir að verið sé að skoða hvernig bregð- ast eigi við þessu. Von sé á grein- argerðum frá aðilum sem þarna áttu hlut að máli. Á kosningavefsíðu dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins var greint frá því að kjörstaðir yrðu almennt opnir frá klukkan 9 til klukkan 22 að kvöldi. Þó hefðu einstaka kjörstjórnir ákveðið, eins og þeim er heimilt, að byrja síðar og/eða hætta fyrr. Í frétt á vef Álftanesbæjar 23. nóvember kom fram að kjörstaður myndi opna klukkan 10 og kjörfundi ljúka klukkan 21. - jhh Ósáttir kjósendur á Álftanesi: Lokuðu kjör- stað of snemma LANDBÚNAÐUR Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem fjalla á um þann vanda er steðjar að svína- rækt í landinu. Svínarækt á Íslandi hefur á einum áratug gengið í gegnum tvö tímabil offramleiðslu, gjald- þrota og verðfalls afurða, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Starfshópurinn mun einnig fjalla um aðbúnað og meðferð svína á Íslandi. - mþl Ráðherra skipar starfshóp: Skoða á stöðu svínaræktar KJÖRKASSINN Er jólaundirbúningur hafinn á þínu heimili? Já 61,8% Nei 38,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú skjalabirtingar Wiki- leaks af hinu góða? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.