Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. nóvember 2010 13 Ég á engin orð til að lýsa von- brigðum mínum í dag. Ég vona að Íslendingar muni þennan dag næst þegar þeir kvarta undan stjórnar- farinu á Íslandi. Næst þegar þeir kvarta undan því hvað kvótakerf- ið sé ósanngjarnt. Næst þegar þeir tala um hvað stjórnmálaflokkarnir hafa mikil völd og hvað þrískipting ríkisvalds- ins sé léleg á Íslandi. Ég vona að þjóð- in minnist þessa dags næst þegar hún kvartar undan pólitískum stöðu- veitingum og dómara- skipunum. Næst þegar menn væla yfir því að eignarhald yfir auðlind- um landsins sé á leið í einkaeigu, vona ég að þeir minnist þessa dags. Næst þegar menn tala um hvað persónukjör sé sniðugt og hvað það sé ósanngjarnt að hafa misjafnt atkvæðavægi milli landshluta, þá eiga þeir að muna eftir þess- um degi. Næst þegar eitthvað verður einka- vætt í hendur á vinum stjórnmálaleiðtoga, þá eiga menn að muna þennan dag. Við höfðum tækifæri til að sýna vilja okkar sem þjóð. Til að ákveða á hvaða forsendum hér skyldi vera rekið ríki og hvernig því skyldi háttað. Hvað væri í lagi, og hvað væri ekki í lagi. Okkar svar var eitt stór „Meh!“ Okkar skilaboð eru skýr. Okkur er sama, við nenn- um ekki að pæla í þessu. Vissulega var dregið úr þessu úr öllum áttum, tíminn var hafður of stuttur, frambjóðendur margir og kynning tæp. Umboð stjórnlaga- þingsins var takmarkað af hálfu alþingis, en góð mæting hefði sagt ráðamönnum skýrt og greinilega að þetta væri eitthvað sem við ætl- uðum að taka alvarlega. Þjóð sem er alvara um það að bæta úr sínum málum hefði ekki látið svona hraða- hindranir stoppa sig. Við sögðum skýrt og greinilega að okkur væri bara skítsama. Að þó við hefðum orðið reið fyrst um sinn eftir hrun, þá nenntum við þessu ekki lengur, reiðin gleymd og baráttuviljinn úr okkur. Næst þegar það verða mótmæli á Austur- velli, á ég þá að nenna að mæta? Næst þegar eitthvað stórt og ósann- gjarnt gerist, á ég þá að nenna að æsa mig? Fyrst við gripum ekki þetta tækifæri þegar það gafst, þá getum við engum öðrum en sjálf- um okkur um kennt næst þegar einhver gengur á lagið. Fullt af fólki vill landi sínu og þjóð vel, og er tilbúið að leggja ógnarmikið á sig til að bæta leikreglurnar í landinu okkar. En það er bara algjörlega ómögulegt að hjálpa þjóð sem nennir ekki að hjálpa sér sjálf. Fyrst við gripum ekki þetta tæki- færi þegar það gafst, þá getum við engum öðrum en sjálfum okk- ur um kennt næst þegar einhver geng- ur á lagið. Eru skólprörin í húsinu þínu farin að gefa sig? Það hefur aldrei verið eins þægilegt að láta gera við Frárennslislagnir! Við fóðrum skólp og frárennslislagnir að innan. FRÍ ástandsskoðun og myndun til áramóta. Tímapantanir í síma 571 0300 www.proline.is Minnihlutinn mætti. Meiri-hlutinn afþakkaði að taka þátt í Íslandssögunni. Meirihluti kjósenda hirti ekki um að velja sína fulltrúa til að setjast á rök- stóla um það hvernig þjóðfélag skuli byggja hér upp á rústum sem eru ekki bara efnahagslegar heldur líka siðferðilegar, pólitísk- ar, hugmyndalegar og lögfræði- legar. Um árabil höfum við fylgst með því hvernig Ísland hefur verið impróvíserað frá degi til dags, reglur sveigðar að þörfum eða hreinlega hundsaðar. Stjórn- lagaþings bíður það verkefni að skrifa nótur; koma hér á meiri festu í starfsháttum með því að sjá til þess að „undirstaðan sé réttleg fundin“. Því eins og ég heyrði Þórar- in Eldjárn tala um á dögunum: stjórnarskrá er afleitt orð um fyrirbærið og væri nær að nota sama orðið og Danir sem tala um „grundlov“ í þessu sambandi, grundvallarlög. Til hvers fulltrúalýðræðið? Minnihlutinn mætti – um 40 prósent segja menn á hádegi á sunnudegi þegar þetta er skrifað. Kannski ekki alveg jafn smánar- lega fáir og mættu í atkvæða- greiðslu um Reykjavíkurflugvöll en fráleitt jafn margir og mættu í Icesave-atkvæðagreiðslu (63 prósent) til að greiða atkvæði um nei eða nei, en þó fyrst og fremst senda skýr skilaboð um að íslenska þjóðin teldi sig ekki bera ábyrgð á falli bankanna og gerði ekkert með þær skuldbinding- ar sem ráðamenn hennar hefðu undirgengist fyrir hennar hönd – það er að segja: hafnaði í reynd fulltrúalýðræðinu; tók umboðið af ráðherrum og samningamönn- um í þessu tiltekna máli, sem enn er svífandi í einhvers konar ráð- leysis-limbói. Kannski hefur fólki snúist hugur aftur. Fulltrúalýðræðið hefur nefnilega sína kosti. Við getum sett fólk sem við treystum í að ráða fram úr málum sem eru of flókin og sérhæfð til að við getum sjálf gert það – fólki sem við teljum að starfi í anda þeirrar lífsýnar sem við aðhyllumst sjálf. Og í framhaldi af því: Við getum sett fólk sem við treystum, teljum réttsýnt og sanngjarnt, í að taka ákvarðanir um þjóðarhag sem við myndum ekki vilja taka sjálf en vitum innst inni að þarf að taka: Óvinsælu ákvarðanirnar sem við tölum hástöfum gegn en viljum samt að einhver taki, til að þjóð- félagið fari ekki á hausinn. Þess vegna er hugmyndin um þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá ekki góð – og einkum mál sem varða útgjöld. Þau sem heima sátu Af hverju var svona illa mætt? Fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður. Við þekkjum afstöðu lögfræðinganna úr Sjálfstæðis- flokknum sem stjórnuðu landinu frá stríðslokum með nú heims- frægum árangri: þeir höfðu aldrei heyrt hlægilegri hugmynd en þá að þjóðin ætti að kjósa til Stjórnlagaþings. Vera má að sumt fólk hafi lesið Moggann og hugs- að sem svo: já þetta er alveg satt, auðvitað á ég ekki að hafa neitt um þessi mál að segja. Aðrir gætu hafa látið sér vaxa í augum hversu flókið það virtist að setja á blað allar þessar tölur. Og allt þetta fólk í framboði! Hvernig á maður að velja tuttugu og fimm manns úr fimm hundruð manna hópi þar sem maður þekk- ir meira og minna engan? Í aðra röndina var eitthvað hrífandi við þennan fjölda – hundrað blóm að streitast við að blómstra – og glettilega skemmti- legt að hlusta á viðtölin í útvarp- inu þó að fólk væri vissulega mjög misjafnlega vel undirbúið – en eftir á að hyggja hefði kannski farið betur á því að setja einhverjar skorður, gera það að smáfyrirhöfn að bjóða sig fram, þannig að við hefðum fengið ein- ungis þá frambjóðendur sem virkilega voru að þessu af heilum hug og jafnvel hugsjón. Þessar kosningar voru svolítið til marks um að enn eins og verið sé að impróvísera Ísland frá degi til dags. Um það þýðir ekki að fást. Því fylgdi einkennileg og góð tilfinn- ing að vita nokkurn veginn hvað maður var að kjósa – að atkvæði manns myndi nýtast einhverju af því fólki sem maður valdi úr glæsilegum hópi, frekar en að það myndi að lokum gagnast ein- hverjum allt öðrum frambjóð- anda úr allt öðrum flokki í allt öðru kjördæmi … sem óneitanlega er fylgifiskur hlutfallskosninga í flokkakerfi sem endurspeglar ekki lengur ágreiningsmál og úrlausnarefni okkar daga. Við höfum nú kosið okkur bestu manna yfirsýn. Nú bíður þessa fólks mikið og göfugt verkefni. Við höfum nú kosið það fólk sem við teljum best til þess fallið að leggja grunninn að gróandi þjóðlífi. Bestu manna yfirsýn Vonbrigði Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Hvernig á maður að velja tuttugu og fimm manns úr fimmhundruð manna hópi þar sem maður þekkir meira og minna engan? Stjórnlagaþing Andrés Helgi Valgarðson nemandi í stjórnmálafræði AF NETINU Hvað vill þjóðin? Þjóðin vill ekki þá þingmenn sem nú sitja, ekki ríkisstjórnina og hún vill ekki stjórnlagaþing. Það er erfitt að ráða í þetta. Ég er einn þeirra sem sá ekki ástæðu til að kjósa sérstakt stjórnlagaþing. Það er Alþingis að breyta stjórnarskránni og það á og verður að gera auknar kröfur til þess fólks sem þangað er kosið, þannig að það verði hæft til að breyta stjórnarskránni einsog þarf, ef þess þarf. Hitt er annað, ég kaus í gær. Ég fyllti tuttugu og fimm nöfn á seðilinn, en skipti um skoðun og valdi ellefu. Ég vonaði af einlægni að kosningin tækist vel. Yrði nokkurskonar þjóðhátíð. Virkaði sem ákall á Alþingi. Það gekk eftir. sme.midjan.is Sigurjón M. Egilsson Þjóðin er óhæf Öll saga lýðveldisins sýnir, að Íslendingar eru óhæfir um að stjórna sér. Hrunið er eðlileg niðurstaða samfélags, þar sem fífl kjósa fífl til að auðvelda fíflum að stela peningum. Ekki bætir úr skák, þegar þjóðin fær í fyrsta sinn tækifæri til að kjósa persónur framhjá fjórflokknum. Þá nennir neyzlufólk bara alls ekki á kjörstað. Unga fólkið liggur uppi í sófa og étur popp. Innan við helmingur á kjörskrá nennir að uppfylla skyldur borgara í lýðræðisþjóð- félagi. Því skulum við leita á náðir Evrópu og evru. Þeim mun fyrr náum við þeirri farsælli stöðu að geta látið aðra um að stjórna okkur. jonas.is Jónas Kristjánsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.