Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 14
 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is GEORGE HARRISON tónlistarmaður og bítill (1943-2001) lést þennan dag. „Slúður er útvarpsstöð djöfulsins.“ Merkisatburðir 1930 Kommúnistaflokkur Íslands er stofnaður eftir klofningu úr Alþýðuflokknum. 1947 Sameinuðu þjóðirnar stinga upp á skiptingu Palestínu í tvö ríki áður en stjórn Breta lýkur þar en arabar eru ein- dregið mótfallnir þeim tillögum. 1974 Þjóðverjar setja löndunarbann á íslensk skip í þýskum höfnum. 1986 Lottó, happdrætti rekið af Íslenskri getspá, hefur göngu sína. Fyrsti vinningur gekk ekki út, en hann var 1,2 milljón- ir króna. 1987 Félagið Ísland-Palestína er stofnað. 1991 Kvikmyndahúsakeðja Árna Samúelssonar tekur upp nafn- ið Sambíóin. „Þarna gefst bæði fræðimönnum og almenningi í fyrsta sinn færi á að nálg- ast á einum stað heilan hafsjó af fróð- leik, rannsóknum, viðtölum og ýmsum öðrum heimildum um þessa einstæðu skepnu, sem hefur löngum notið hylli meðal þjóðarinnar,“ segir Daníel Pétur Hansen, skólastjóri við Svalbarðsskóla og forsvarsmaður áhugafélags um for- ystufé. Það vinnur að uppbyggingu og rekstri fyrsta fræðasetursins um for- ystufé á Íslandi, sem stendur til að opna í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Daníel segir almennan áhuga á for- ystufé hafa ráðið því að ákveðið var að opna um það setur. „Íslenska forystu- féð á sér ekki hliðstæðu í heiminum svo vitað sé og þær fáu skepnur sem flokkast undir það eru búnar einstæð- um og verðmætum eiginleikum. Sést það meðal annars af þeim hæfileikum skepnunnar að smala saman og leiða aðrar kindur og rata jafnvel úr erfið- um aðstæðum, til dæmis í óveðrum og myrki, sem hefur eins og gefur að skilja komið sér vel fyrir bændur í gegnum tíðina. Það er því ekki að ósekju að for- ystukind var dýrari en mjólkurkýr hér á öldum áður,“ segir hann glettinn og tekur nærtækt dæmi þar sem þessir hæfileikar komu vel í ljós. „Á síðasta ári kom hingað ísbjörn, eins og greint var frá í fréttum, var hérna bara á skólalóðinni fyrir utan gluggann minn og ætlaði að vaða beint í kindurnar en þá lagði forystu- kindin á flótta með hinar kindurnar í eftirdragi.“ Daníel segir hugmyndina að setr- inu ekki eiga sér langan aðdraganda. Hún hafi fyrst borist í tal síðastliðinn vetur, en það hafi þó ekki verið fyrr en með stofnun félagsins í apríl á þessu ári sem ákveðið var að hrinda henni í framkvæmd. „Síðustu þrjá mánuði höfum við svo verið að viða að okkur alls kyns efni, fengum til liðs við okkur frábær- an starfskraft, hana Fanneyju Kristj- ánsdóttur þjóðfræðing, sem er nú að vinna upp úr heimildum og viðtöl- um sem hún tók. Þetta er sú grunn- vinna sem við munum síðan byggja á,“ útskýrir Daníel og bætir við að ekkert af þessu hefði verið gjörlegt, ef ekki nyti stuðnings við frá ýmsum góðum aðilum. „Framleiðnisjóður landbúnað- arins, landbúnaðarráðherra, Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og núna síðast Menningarsjóður KEA hafa styrkt okkur. Meðan þeir fjár- munir endast gerir það okkur kleift að halda þessu góða starfi áfram.“ Daníel getur þess að stór hluti starfs- ins sé þó unninn í sjálfboðavinnu, þar á meðal gagngerar endurbætur sem er verið að gera á húsnæðinu sem fræðasetrið kemur til með að verða í. „Bæjarfélagið var svo vinsamlegt að gefa okkur gamalt félagsheimili sem hafði staðið hér ónotað í nokkur ár og um þessar mundir erum við að gera það allt upp,“ segir hann og bætir við að svo verði hægt að berja útkomuna augum einhvern tímann á árinu 2012. „Það verður mjög skemmtilegt að sjá þetta allt smella saman, því auk gríð- arlegs heimildasafns gefst fólki jafn- framt kostur á að kaupa ýmsar flottar afurðir af forystufé, svo sem úr horni, beinum og ull,“ segir hann og bætir við að öllum sé frjálst að ganga í félagið. Áhuginn á forystufé sé eina þátttöku- skilyrðið. roald@frettabladid.is FÉLAG UM FORYSTUFÉ: VINNUR AÐ UPPBYGINGU FRÆÐASETURS Í SVALBARÐSHREPPI Setur um einstæða skepnu AUÐÞEKKTAR Sagt er að forystufé sé auðþekkjanlegt frá öðru sauðfé, það er yfirleitt hávaxnara og þunnbyggðara en aðrar kindur og sumir halda því fram að augnaráðið sé líka gáfulegra. MYND/JÓN EIRÍKSSON Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía var formlega stofnað 29. nóvember 1945. Það var leyst upp árið 1992 í umbrotum stríðsins á Balkanskaga. Sambandsríkin voru sex: Bosnía og Herzegóvína, Króatía, Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og Slóvenía. Undir stjórn Josips Broz Tito kapp- kostaði Júgóslavía að halda hlutleysi sínu á árum kalda stríðsins og var eitt af stofnríkjum Óháðu hreyfingarinnar sem stofnuð var í Belgrad 1961. Vaxandi þjóðernisstefna innan sambandsríkjanna sex á níunda og tíunda áratugnum leiddi til uppreisna og innbyrðis átaka sem að lokum leiddu til blóðugrar styrjaldar og upplausnar ríkisins. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST: 29. NÓVEMBER 1945 Júgóslavía stofnuð BELGRAD VAR HÖFUÐBORG JÚGÓSLAVÍU. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðni Þórarinn Valdimarsson Hamrahlíð 21, Vopnafirði, lést mánudaginn 22. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð. Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju miðvikudaginn 1. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sundabúðar í síma 470 3077. Ásta Ólafsdóttir Valdimar Guðnason Droplaug Guðnadóttir Kristján Geirsson Páll Guðnason Guðrún Anna Guðnadóttir Sigurjón Haukur Hauksson og barnabörn Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, Guðríður Emmý Bang sem lést á heimili sínu mánudaginn 22. nóvember, verður jarðsungin frá Kliplevkirkju á Jótlandi þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Minningarathöfn í Reykjavík verður auglýst síðar. Sigurður Már Bang Björn Jósef Bang Guðmundur Árni Bang Gerður Guðjónsdóttir Þórey Bang Hlynur Hilmarsson Arna Gerður Bang Margeir Ingólfsson Ágúst Einarsson Sveindís Þórunn Pétursdóttir og systrasynir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Helgu Ingimundardóttur Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Einihlíð fyrir góða umönnun. Ásmundur Guðjónsson Erna Melsted Þorsteinn Guðjónsson Sigríður Helga Ármannsdóttir Helga Guðjónsdóttir Jón B. Arason Haukur Guðjónsson Guðrún Sigríður Hilmarsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systurdóttir og vinkona, Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir formaður LÍV, Starhaga 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 24. nóvember, umvafin fjölskyldu og vinum. Útförin fer fram frá Neskirkju, föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Bjarni Jónsson Jenný N. Sigurðardóttir Andrés Jón Esrason Jón Eiríksson Irina S. Ogurtsova Elskulegi pabbi, Carl J. Brand lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 20. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þann 30. nóvember kl. 15.00. Elísabet M. Brand Bergljót B. Brand barnabörn og barnabarnabörn MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.