Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 15
 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnisstjóri Norræna hússins, á bláan sófa sem hún keypti í Fríðu frænku. Við kaupum okkur sjaldan húsgögn,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir og á þar við sig og eiginmanninn, Ágúst Gunnarsson. „Þegar við förum í húsgagnakaup er það eftir margra mánaða þarfagreiningu og pælingar. Nema þegar við sáum bláa sófann fyrir utan verslunina Fríðu frænku. Hann keyptum við algerlega spontant fyrir nokkrum árum á 30 þúsund kall og hann hefur dugað vel. Við förum líka með hann eins og fínan sófa og viljum helst eiga hann að eilífu.“ Ilmur býr með Ágústi og þremur börnum í lítilli íbúð. Auk bláa sófans er mosagrænn beddi í stofunni sem Ilmur segir hafa verið keyptan í Bolia í Danmörku eftir langa umhugsun. „Við bjuggum í Danmörku í tvö ár og tókum ekkert með okkur þangað nema föt og bækur en leigðum sumarbústað með því allra nauðsynlegasta. Áður en við fluttum heim afréðum við að kaupa þennan bedda því verðið var mun hagstæðara en heima. Við kjósum frekar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir peningana eins og að fara í bíó en að eyða þeim í dýra hluti sem bæta svo litlu við upplifun manns í lífinu.“ gun@frettabladid.is Vil eiga hann að eilífu Ilmur Dögg ásamt sonunum Úlfari Högna og Ými Huga í bláa sóf- anum úr Fríðu frænku. Gervijólatré var fyrst búið til í Þýskalandi á tuttugustu öldinni. Í þá daga var tréð búið til úr gæsafjöðrum sem voru litaðar græn- ar. Upphaflega var farið að búa til gervijólatré þegar skortur var á trjám þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Kringlunni - Byggt og Búið - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is Frábært úrval af gjafavörum frá Weber Listh Sofðu vel um jólin IQ-Care heilsudýnur. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: 179.900 kr. Íslenskur höfuðgafl 84.900 kr. (Sé keypt rúm fæst 20% afsláttur af höfuðgafli.) Úrval af stillanlegum rúmum. 2x80x200 cm með okkar bestu IQ-care heilsudýnu. Verð frá 339.900 kr. BOAS Leður hægindastóll. Verð 79.900 Leður hægindasófi 3 sæta Verð frá 169.900 Svefnsófi verð frá 169.900 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, lau 11:00-16:00 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið mikið úrval af nýjum vörum opið laugardaga til jóla 11-16 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.