Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 16
„Markmiðið er að selja íslenska hönnun og framleiðslu, bæði hér- lendis og erlendis, en vefsíðan er bæði á íslensku og ensku,“ útskýrir Guðrún Sigríður Sæmundsen, sem opnaði vefverslunina Alltislenskt. is fyrir helgina ásamt Guðnýju Ósk Sigurgeirsdóttur. Hugmyndina höfðu þær gengið með í maganum í tvö ár. Þær eru báðar viðskipta- menntaðar. „Margir eru með vörur sínar á síðunni sem alls ekki allir vita af. Í mörgum tilfellum vita þeir ekki heldur hvernig best er að koma sér á framfæri og því vildum við opna þennan vettvang. Ætlunin er að síðan verði mjög sýnileg og við vilj- um líka fá stærri aðila hingað inn en við teljum að markaðssetningin verði sterkari með bæði stærri og minni aðilum á þessu sviði,“ segir Guðrún. Yfirskrift síðunnar er íslensk hönnun og framleiðsla. Framboð- ið af vörum er því fjölbreytt en um það bil 40 einstaklingar og framleið- endur selja vörur á síðunni. Þar er meðal annars að finna barnavörur, tónlist, útivistarfatnað, ullarvör- ur, vöruhönnun, myndlistarverk og ljósmyndir. „Við erum einnig í viðræðum við þónokkra í viðbót sem munu bætast við í framhaldinu,“ bætir Guðrún við. „Það sem alltislenskt. is hefur kannski fram yfir aðrar síður er hversu vítt svið vörurn- ar spanna. Eins eru ekki endilega allir menntaðir hönnuðir á alltis- lenskt.is heldur er þarna alls konar fólk sem er lagið í höndunum.“ Á vefsíðunni er hægt að skoða vörur eftir viðkomandi aðila og eins er hægt að skoða eftir flokk- um eins og „fyrir hana“ eða „börn“. „Með hverri vöru fylg- ir líka lýsing og upplýsingar um hönnuðinn eða framleiðandann að baki vörunni sem er forvitnilegt að lesa. Fólki er síðan velkomið að hafa samband við okkur í sam- bandi við vörur og framleiðslu. Við erum alltaf tilbúnar að skoða nýja hluti á síðuna.“ Markaðssetja íslenskt Stöllurnar Guðrún Sigríður Sæmundsen og Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir opnuðu vefverslunina alltislenskt. is á föstudaginn var. Þar versla þær með íslenska hönnun og framleiðslu. Guðrún Sigríður Sæmundsen og Guðný Ósk Sigurgeirsdóttir standa að baki vefversluninni Alltislenskt.is sem fór í loftið fyrir helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Húfa úr hreindýraleðri frá Klæðskeran- um er á meðal þess sem fæst á síðunni. Heimilisiðnaðarfélag Íslands býður áhugasömum í prjónakaffi á Amokka í Hlíðarsmára fyrsta fimmtudag í mánuði. Prjónakaffið hefst klukkan 20 en þeir sem vilja geta keypt léttan málsverð milli 18 og 19.30. Eftir það er hægt að kaupa kaffi og meðlæti. Fimmtudaginn næstkomandi verður kynning á nýju prjónabókinni Fleiri prjónaperlur. Interior Delux, sem heldur úti vefversluninni www.interior-deluxe.com, býður mikið úrval af ljósum, bæði nýjum og gömlum. Þar má finna standlampa, borðlampa, loftljós og ljósa- krónur. Undir flipanum nútíma ljósakrónur eða Contemporary Chandeliers má finna þessa mjög svo sjarmerandi þriggja laga krónu eftir Verner Pantona sem hannar fyrir Verpan. Heimil: www.interior-deluxe.com Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Íslenskir sófar Yfir 90 mismunandi gerðir. Mál og áklæði að eigin vali. Borðstofustólar - Verð frá 12.900 kr 285.9 00 krRí n hor nsófi 2H2 Verð frá Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Þeir eru báðir léttfylltir og saumlausir og svaka flottir í B,C,D,DD á kr. 6.990,- TVEIR STÓRGÓÐIR OG MARGAR TEGUNDIR AF FLOTTUM BUXUM Í STÍL FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.