Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.11.2010, Blaðsíða 30
18 29. nóvember 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman B L Ó M A S K Á L I N N LÁRÉTT 2. æsa, 6. skammstöfun, 8. skamm- stöfun, 9. fálm, 11. guð, 12. óhreint vatn, 14. ról, 16. skóli, 17. slagbrand- ur, 18. flýtir, 20. tveir eins, 21. skref. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal, 3. tveir eins, 4. teningur, 5. keyra, 7. heppnast, 10. sægur, 13. prjónavarningur, 15. sálga, 16. skraf, 19. tveir. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. al, 8. rek, 9. fum, 11. ra, 12. skolp, 14. kreik, 16. ma, 17. slá, 18. asi, 20. ll, 21. stig. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. rr, 4. verpill, 5. aka, 7. lukkast, 10. mor, 13. les, 15. kála, 16. mas, 19. ii. Jæja, þá skulum við framkvæma skyndipróf! Maggi, komdu hérna! Ha? Gjörðu svo vel! Jæja, segðu nú bekkn- um allt sem þú veist um Ole Bull! Ehh.... ok....! „Var frændi Sitting Bull og var drepinn úr launsátri af sveit hers- höfðingjans Custer.“ Ole Bull er fiðluleikari! Og örugg- lega þess vegna sem þeir drápu hann! Ég held að fólk virði mig ekki fyrir það sem ég er. Það er slæmt. Hver ertu? Ég er einhver sem þarf mjög mikið á óverðskuldaðri athygli að halda. Pabbi, mig klæjar á bakinu og ég næ ekki, getur þú klórað mér? Jú, ég ætti nú að geta gert það!. Ahhhh... Takk. Verði þér að góðu. Vá, er það bara ég eða er alltaf nóg að gera hjá manni hérna heima? Það er víst bara ég. Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÁ SÓMA ER KOMINN NÝTT FYRIR JÓL IN Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikonJólasíldarsalat ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR 2010 Í HÁSKÓLABÍÓI BUBBI MORTHENS MIÐASALA ER HAFIN Á MIDI.IS. Mig langar að senda krans til vinkonu minnar en maðurinn hennar var að fara á eftirlaun. Níundi áratugurinn, sumarbústaður á Norðurlandi, fimm manna fjölskylda og undarlegt lesefni í boði stéttarfélags- ins. Ein bók þar á meðal sem var legið yfir langt fram eftir nóttu. Edgar Cayce og dálestrar hans um fyrri líf. Eftir þessa helgi var ég sannfærð um að við lifðum aftur og aftur. Af áfergju las ég bækur um fólk sem var dáleitt og gat í leiðslunni lýst heimili sínu í smáatriðum sem það átti þremur lífum áður í Rússlandi. Aðrir töluðu reiprennandi ítölsku (sem þeir notuðu í þarsíðasta lífi) sem kunnu annars ekki stakt orð í tungumálinu. Mér þótti þetta magnað. EKKI mörgum árum síðar festi ég kaup á pendúl, sem svaraði spurn- ingum mínum með því að sveiflast í hringi og sagði þar með „já“ eða fram og til baka, segjandi „nei“. Ég lét konu í nýaldarverslun á Lauga- veginum selja mér orkusteina sem áttu að færa mér gott gengi í ástamálum og menntaskóla- prófum. Í Borgarkringlunni sálugu keypti ég mér einnig hindurvitni og bábiljur í annarri slíkri verslun. Á tímabili fór ég allra minna ferða með græn- an jaspis í vasanum. Í einni rómantískri bíóferð á hundamyndina Beet- hoven II í Sambíóunum, Álfabakka, var ég með jaspis í brjóstvasanum en missti hann ofan í niðurfallið á vaskinum á salerninu þegar ég fékk mér vatnssopa í hléi. Eftir sýninguna sagði „kærastinn“ mér að hann ætti eiginlega tvær kærustur. STUNDUM hugsa ég til baka og finnst voðalega fyndið að rifja upp þessa tíma, eins og þegar ég ferðaðist í hálftíma með strætó til að heimsækja virðulegan stjörnuspeking á stofu hans, sem hann lyfti á æðra plan með panflautum og reyk- elsi. Hann blikkaði augunum svo hægt að þau héldust lokuð í nokkrar sekúndur í hvert skipti. Þremur árum síðar varð stjörnuspekingurinn á vegi mínum í hlið- argötu af Laugavegi. Hann var þar við allt annars konur iðju síðla nætur; veggjakrot. Í SEINNI tíð, með aldri og reynslu, hef ég talið mér trú um að leit mín að tilgangi lífsins fari ekki lengur fram eftir svo mis- gáfulegum leiðum. Ég kemst alltaf betur og betur að því að sú leit er undir svipaðan hatt sett og þá. Í stað þess að kaupa orku- steina hlusta ég á seiðandi rödd sem ég finn á google og reyni að sjálfsdáleiða mig. Neita að sofa vinstra megin í hjóna- rúminu af því að þar er draugur og bilast úr áhyggjum ef mig dreymir rottur. Það er allur þroskinn. Sama draugasagan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.