Alþýðublaðið - 29.08.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.08.1923, Blaðsíða 1
G-g&Ö öt mí -Alþýðiiflokkiiiun 1923 Miðvikudaginn 29. ágúst. 196. tölublað. okkaskifting. í haust eiga að fara fratn al- þingiskosningar, og kosningahríðin er þegar hafin í einstaka kjördæm- um. Hún á eítir að magnast. Plestir þykjast vita, að í þetta sinn verði hún harðvítugri en nokkru sinni fýrr. Pað er mikið í húfi. Merm verða að geia ser það Jjóst, hvar þeir ejga að skipa sér í flokka. En flokkaskipunin er ölLá ringul- reið, og menn vita ekki, hvað þeir vilja. Þeir, sem hafa gagn af glundioðánum, reyna að leyna því, um hvað.er barist. Menn og málefni hylja þeir í ryki og reyna þannig að koma í veg fyrir, að þeir standi saman, sem samau eiga. Og vegna þess, að þeim er tamast- að segja sannleikann í öfugmæium, hrópa þeir á hieinar línur. Hreinar línur skuiu þeir fá, hvort sem þeim líkar betur eða ver, — hreinar línur, eins og þegar Ijósið brýzt í gegnum gluggann og myndar bjarta rák í rykið. Jafnaðarstefnan er þessi bjarta rák í rykið. í ,raun og veiu eru að eins til tvær stjórnmálasteínur, iafnaðar- menn og hinir. Jafnaðarmenn vilja umbætur á öllum sviðum, en aðaláherzluna leggja þeir á fjár- hagshliðina. Þeir halda því fram, að allir séu jafnbornir til jarðar- ínnar. Peir vita, að auður getur ekki skapast nema fyrir samstarf margra manna. Peir vita, að þjóð- in er íjárhagsleg heild, að með- ferð auðsins hefir fjárhagsleg áhrif á hvern einasta. mann. # , Jln einstakir menn hafa tekið só/ vaid til þess að fara með auð- inn. Þeir velja sig sjálflr, og það er langt frá því, 'að það verði þeir, Bem til þess eru hæfastir. Eitt er víst; þeir. hirða ekki um heildina; þeir beita valdi sínu eingöngu sér ] í hag. Þessi misbeiting valdsins heitir auðvald. Jafnaðarmenn vilja afnerria auðvaldið. Það er talað um auðlaust auð- vald. Slíkt tal á að slá niður allar kenningar jafnaðarmanna. Það við- urkennir þær. Það er satt; hór og víðár er til auðlaust auðvald. Ein- stakir menn íara með framteiðslu- tækin, en eiga þau ekki. Klíka sú, sem Þeir hafa stofnað til þess að verjast umbótum og gæta hags- muna. sinna, mætti heita: Félag íslenzkra gjaldþrotamanna. En hver á þá framleiðslutækin? Hver á í raun og veru auðinn, sem auðlausa auðvaldið fer með? Þjóðin. Pram- leiðslutækin eiga að vera þjóðar- eign. Meira: Framleiðslutækin eru þjóðareign. Þau eru það ekki að eins samkvæmt réttri hugsun um uppruna þeirra. Þau eru það í raun tig veru. Auðlausa aðvaldið hefir gert kenningar jafnaðarmanna að réttmætum og sjálfsögðum kröfum. Og samt eru það hinir, sem hafa það aðallega á orði. Veslings heimsku, heiðruðu borg- arar! Pramleiðslutækin eru þjóðareign. Það á eftir að þjóðnýta þau. Með þjóðnýtingu er tvent unnið, — að koma skipulagi á verzlun og frainleiðslu í stað glundroðans, sem alt af hlýtur að vera afleið- ing auðvaldsins, að koma á rétt- látri skiftingu arðsins í stað eymdarinnar, sem hlýtur líka alt af að vera afleiðing auðvaldsins. (Frh.) Z. Erlend sfistejti. Khöín, 27. ágúst. Mótspyrnan dvínar. Fr,á ParÍ3 er símað: Verka- mermirnir í Ruhr-héruðunum eru farnir að gefast upp við hina óvirku mótspyrnu. Óelrðtr í Indlandi. Frá Lundúnum er sfmað: Al- varlegar óeirðir eru í Indlandl milli ýmsra trúarflokka Múha- meðs-manna. óeirðahagar í Þýzkalandl. Frá Berlín er sfmað: Búist er við óeirðum um alt Þýzka- iaod afmælisdag orustunnar við Sedan (1. september 18 70). Khöfn, 28. ágúst. Verðlag í íyskalandl. Frá Berlin er símað: Verðlag í Þýzkalandi er nú hærra ea á helmsmarkaðinum. Aftnrhalds-ráðabragg. Ludendoiff og Hindenburg, fyrrum hershöfðingjar, og auð- kýfíngurinn Stinnes bera saman ráð sín í Miinchen. Káðherraskifti í Bretlaudl. Frá Lundúaum er simað: Ne- ville Chamberlain hefir verið skipaður fjármálaráðherra, [en Hicks heilbrygðismálaráðherra:™ 2íytt príveldasamband? Stresemann, þýzki rfkiskaozl- arinn nýi, stingur upp á því, að Englendingar, Frakkar og Þjóðverjar myndi nýtt þrívelda- samband. Meínel-málíð. Frá Hamborg er símað: Lit- háar vilja ekki fallast á úrskurð- inn (þjóðabandalagsins?) í Memel- deilumálinu. Stjðrnarskitti í Japan. Frá Tokio er símað: Japanska stjórnin hefir sagt af sér. Eínfearéttnr má. »ft elns vera í hondiim víbls eða héraðs- félags.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.