Fréttablaðið - 30.11.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 30.11.2010, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 veðrið í dag 30. nóvember 2010 281. tölublað 10. árgangur 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Dechen Thurman, bróðir leikkonunnar Umu Thurman, kennir í Yoga Shala. Samruni hugar, líkam Snemmbúin starfslok geta verið jákvæð fyrir andlega heilsu samkvæmt nýlegri rannsókn sem sagt er frá í lækna- tímaritinu British Medical Journal. Ekki fundust þó sérstök jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Málið virðist flókið því aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á öfuga þróun, að snemmbúin starfslok geti haft neikvæð áhrif á almenna heilsu. bbc.co.uk Laugavegur 55 Sími 55 1-10 40 Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Borðstofustólar - Verð frá 12.900 kr 199.900 kr Chester field 3ja sæta sófi Kynngimögnuð tónlist Blásarakvintett Reykjavíkur leikur Kvöldlokk á jólaföstu í 30. sinn. tímamót 18 FÓLK Slegist var um athygli þeirra Penn Badgley og Shawn Pyfrom, stjarnanna úr Gossip Girl og Aðþrengdum eiginkonum, þegar þeir skemmtu sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Penn og Shawn deildu með sér hamborgara á Vegamótum þar sem fjöldi stúlkna gerði sér far um að hitta þá. Margir kvenkyns aðdáendur gengu ansi langt í að fanga athygli þeirra og sumir biðu í þrjá tíma í röð fyrir utan skemmtistaðinn Austur í þeirri von um að fá að njóta nærveru leikaranna. Penn er nú farinn af landi brott en Shawn var yfir sig hrifinn af landi og þjóð og ákvað að dvelja hér aðeins lengur. - fgg, ka Penn Badgley: Vinsæll hjá kvenfólkinu Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Penn Badgley og Shawn Pyfrom í góðum félagsskap í miðborg Reykjavíkur. TÓNLIST Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er komin í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undan- farin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis,“ segir tónlistarmaðurinn Mugi- son, einn af skipuleggjendunum sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjöl- skyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug.“ - fb / sjá síðu 30 Þreyta í skipuleggjendum: Aldrei fór ég suður í óvissu Lokaátök seinni heimsstyrjaldarinnar! Innrásin í Normandí er framundan. ÖLDIN ÖLL ÖLDIN OKKAR 1996–2000 Ný bók í geysivinsælli ritröð BJART OG KALT EYSTRA Í dag verður víðast fremur hæg vestanátt en 8-13 m/s NV- og V-lands. Skýjað og lítils háttar væta SV- og V-til en annars víða bjart. Hiti 0-7 stig en vægt frost eystra. -2 2 4 5 2 Úr íslenskum jurtum Framleiða kryddsultur, te og sýróp. allt 4 SKÓLAMÁL Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgar- stjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir for- ustu Oddnýjar Sturludóttur, for- manns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í sam- tali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frí- stundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leik- skóla og grunnskóla í öðru og frí- stundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er.“ Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starf- semi. „Með meira samstarfi og sam- rekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að starfi skólanna.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfs- hópnum, segist hlynnt hugmynd- unum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn.“ - þj Meta á sameiningu skóla í Reykjavík Reykjavíkurborg myndar starfshóp um endurskoðun skólamála. Metur kosti sameiningar grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila í hverfum borgarinnar. VEÐUR 4 TALIÐ Í ALLA NÓTT Vafaatkvæði í þúsundatali töfðu talningu eftir stjórnlagaþingskosningarnar og verður ekki ljóst fyrr en í dag hvenær úrslit verða ljós. Starfsfólk kjörstjórnar gerði í gærkvöldi ráð fyrir að sitja í alla nótt til að fara yfir þau 10 þúsund atkvæði sem þurfti að skoða betur. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur þegar hafið athugun á samn- ingum hins opinbera við meðferð- arheimili og starfslokum þeirra. Tilefnið er umfjöllun Frétta- blaðsins síðastliðna viku um þrjá- tíu milljóna króna uppgjör vegna starfsloka heimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segist ekki hafa sett sig inn í málið. „Miðað við þann blástur sem var í kringum þetta held ég að það sé affarasælast fyrir alla aðila að Ríkisendurskoð- un fari ofan í þetta og klári það sem allra fyrst,“ segir Jóhanna. Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir öllum gögnum, þar á meðal bréfa- og tölvupóstsamskiptum, um samninga við meðferðarheim- ili frá árinu 1996. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir algjör- lega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. Hann vilji því ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Félagsmálanefnd fundaði um málaflokkinn í gær. Á fund- inn komu fulltrúar félagsmála- ráðuneytisins, Árbótar og Götu- smiðjunnar. Til stendur að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. sh, th /sjá síðu 4 Ríkisendurskoðun óskar eftir öllum gögnum um meðferðarheimili frá 1996: Jóhanna vill klára málið sem fyrst Real slátrað á Nývangi Barcelona vann 5-0 sigur á Real Madrid í El Clasico- leiknum í gærkvöldi. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.