Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 4
4 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur hafið athugun á samningum við meðferðarheimili og starfslokum þeirra. Stofnunin sendi bréf á Barnaverndarstofu, félagsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið fyrir helgi og óskaði eftir öllum gögnum sem varða samninga við með- ferðarheimili barna frá árinu 1996 og samn- ingslok þar sem það á við. Athugunin kemur í kjölfar frétta Frétta- blaðsins af samningi um greiðslu þrjátíu milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar, þvert á vilja for- stjóra Barnaverndarstofu. Meðal þeirra gagna sem Ríkisendurskoðun vill fá afrit af eru öll bréfa- og tölvupóstsamskipti sem varða þessi mál, minnisblöð og annað. Búast má við að skjölin skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Sveinn Arason ríkisend- urskoðandi segir algjörlega óvíst hversu langan tíma athugunin muni taka. „Það þarf einhvern tíma fyrir þá að fara í gegnum safnið til að tína þetta til og ljósrita og senda okkur til baka. Ég vil ekki slá á neinn tíma á þessari stundu. Við þurf- um að sjá umsvifin áður og reyna að átta okkur á flækjustiginu.“ Félagsmálanefnd fund- aði um málaflokkinn í gær. Á fundinn komu fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Árbótar og Götusmiðjunnar. Til stendur að Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, komi á fund nefndarinnar seinna í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir fundinn hafa verið hinn ágætasta. „Það var þó mjög óheppilegt að hafa ekki sjónarmið Barnaverndarstofu,“ segir Sigríður. Fulltrúar Árbótar og Götu- smiðjunnar hafi gagnrýnt Barnaverndarstofu töluvert sem mótaðila sinn í málunum. „Og það er mjög erfitt að leggja mat á það þegar þú færð bara aðra hliðina,“ segir hún. Sigríður segir nauðsynlegt að farið verði vel yfir þessi mál en hún taki ekki afstöðu til málefna Árbótar og Götusmiðjunnar fyrr en úttekt Ríkisendurskoðunar liggi fyrir. „Það þarf að koma í ljós hvort þetta var eðlileg málsmeðferð eða ekki. Ég get ekki dæmt um það á þessu stigi málsins,“ segir hún. Niðurstaðan kunni að nýtast við endurskoð- un barnaverndarlaga sem nú stendur fyrir dyrum. stigur@frettabladid.is Ranglega var farið með nafn Kristínar Aldan innanhússarkitekts í blaðinu á föstudaginn þegar greint var frá sigri hennar í hönnunarkeppni Tónlistar- hússins Hörpu. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 0° -5° -2° -2° -1° -3° -3° 24° 1° 16° 14° 27° -12° -2° 13° -4°Á MORGUN 8-15 m/s NV- og V-til, annars hægari. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. 3 2 2 3 -2 -1 6 5 4 4 4 8 5 6 2 4 8 8 10 7 7 3 2 0 3 5 6 -4 -3-2 -2 0 KÓLNAR Á NÝ Svipað veður verður á landinu á morgun, suð- vestlæg átt með nokkuð mildu veðri. Hins vegar á fi mmtudag geng- ur í fremur hæga norðanátt með heldur kólnandi veðri og útlit er fyr- ir frost um allt land á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Meðferðarheimili skoðuð allt aftur til ársins 1996 Ríkisendurskoðun hefur óskað eftir öllum gögnum, þar á meðal bréfa- og tölvupóstsamskiptum, um samn- inga við meðferðarheimili frá árinu 1996. Tilefnið er umfjöllun um þrjátíu milljóna króna uppgjör við Árbót. ÁRBÓT Í AÐALDAL Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon sömdu um þrjátíu milljóna greiðslu til Árbótar- hjónanna, þvert á vilja forstjóra Barnaverndarstofu. SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR Fyrir hönd félagsmálaráðuneytis: ■ Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri ■ Einar Njálsson skrifstofustjóri Fyrir hönd Árbótar: ■ Hákon Gunnarsson, eigandi ■ Snæfríður Njálsdóttir, eigandi ■ Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Fyrir hönd Götusmiðjunnar: ■ Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður ■ Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Gestir á fundinum „Ég hef ekki sett mig ofan í þetta mál en fagna því að Ríkisendurskoðun skuli skoða það,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Miðað við þann blástur sem var í kringum þetta held ég að það sé affarasælast fyrir alla aðila að Ríkisendurskoðun fari ofan í þetta og klári það sem allra fyrst.“ Fagnar úttekt LÖGREGLUMÁL Guðbjörg Matthías- dóttir, stærsti eigandi Morgun- blaðsins, er meðal þeirra sem hafa verið yfirheyrðir af sérstökum saksóknara í tengslum við rann- sókn á málefnum Glitnis. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að Guðbjörg, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon og Katrín Pétursdóttir hefðu öll gefið saksóknara skýrslu sem vitni og væru ekki grunuð um refsiverða háttsemi. Öll tengj- ast þau Tryggingamiðstöðinni, en saksóknari rannsakar meðal annars kaup Glitnis á 40% hlut í fyrirtækinu í september 2007. - þj Rannsókn sérstaks saksóknara: Í skýrslutöku vegna Glitnis LANDBÚNAÐUR Byggðaráð Rangár- þings eystra mótmælir fyrirhug- uðum niðurskurði á jarðabóta- styrkjum vegna upphreinsunar skurða. Heildarlengd skurða í sveitarfélaginu er 1.000 til 1.500 kílómetrar. Í ályktun ráðsins segir að upp- hreinsun skurða sé forsenda fyrir búskap í héraðinu. „Þrátt fyrir að útgjöld við upphreinsun skurða séu dregin saman í eitt eða fleiri ár næst enginn sparnaður þar sem slíkt kallar einungis á stórtækari aðgerðir eftir lengri hlé auk þess sem minnkað viðhald skurða leiðir til verri endingar túna og lélegri uppskeru,“ segir byggða- ráðið, sem kveður ríka hagsmuni af því að dýrmætu ræktunarlandi sé haldið við. - gar Niðurskurður á skurðarfé: Segja brýnt að sinna skurðum SVEINN ARASON EVRÓPUSAMBANDIÐ „Það er fullkom- lega ómaklegt af formanni samn- inganefndar Íslands að segja að við séum á einhvern hátt að bregðast. Við höfum unnið meira en hags- munasamtökum er ætlað að gera,“ segir Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður samn- ingarnefndar Íslands um aðildar- viðræður við Evrópusambandið (ESB), sagði í samtali við Frétta- blaðið á laugardag Bændasamtökin ekki vilja taka þátt í fjögurra daga rýnifundi um landbúnaðarmál í Brussel. Samninganefndin verði að leita annarra leiða og styðjast við þá krafta sem nefndin hafi í landbúnaðarráðuneytinu. Stefán sagði hjásetu Bændasamtakanna geta gert stöðu samninganefndar- innar í landbúnaðarmálum lakari en ella. Haraldur segir sárt að heyra þessa gagnrýni. Bændasamtökin hafi tekið að sér verk í tengslum við aðildarviðræðurnar sem hafi í raun átt að vera á herðum stjórn- valda en landbúnaðarráðuneytið ekki getað sinnt sökum andstöðu Jóns Bjarnasonar, landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðherra, við aðildarviðræður Íslands um inngöngu í ESB. „Ráðuneytið neitar allri vinnu en ber raunverulega ábyrgð á að fylgja eftir hagsmunum atvinnuvegarins, ekki við,“ segir Haraldur. Ekki náðist í Jón Bjarnason þegar eftir því var leitað í gær. - jab Formaður Bændasamtakanna vísar á bug gagnrýni formanns samninganefndar Íslands við ESB: Andstöðu Jóns Bjarnasonar um að kenna HARALDUR Bændasamtökin hafa tekið að sér vinnu sem á að vera á herðum stjórnvalda, segir Haraldur Benedikts- son. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 29.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,3179 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,9 116,46 180,58 181,46 152,87 153,73 20,505 20,625 18,779 18,889 16,568 16,666 1,3778 1,3858 177,52 178,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ókeypis heyrnarmæling úrvals heyrnartæki og afbragðs þjónusta!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.