Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 8
8 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað heitir listakonan sem málaði ísbjörn á Langjökul? 2. Hversu mikið fær Írland í fjárhagsaðstoð? 3. Hvenær stendur til að frum- sýna kvikmyndina Gauragang? SVÖR 1. Bjargey Ólafsdóttir. 2. 85 milljarðar evra. 3. Annan dag jóla. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum Átaksverkefni Lögð er áhersla á stutt og hnitmiðuð verkefni sem geta skapað mikil verðmæti á stuttum tíma. Verkefni sem eru til 12-18 mánaða munu að öllu jöfnu njóta forgangs Sjóðurinn er opinn fyrir öllum hugmyndum sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS sjóðurinn er tilbúinn til að greiða allt að 50% af kostnaði átaksverkefna, en hámarksstyrkir eru 6-8 m.kr. Framhaldsverkefni Með stuðningi AVS sjóðsins eru allmörg 2-3 ára verkefni í gangi og mun sjóðurinn styðja þau áfram ef framvinda rannsókna er í samræmi við fyrirheit og kröfur sjóðsins. Skilafrestur allra umsókna er til þriðjudagsins 1. febrúar 2011 fyrir kl. 17:00 Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir umsækjendur ásamt eyðublaði er að finna á www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Pósthólf 1188 • 121 Reykjavík • Sími 422-5102 • www.avs.is Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggð Þetta er nýr flokkur umsókna þar sem lögð er áhersla á verkefni sem skapað geta ný störf og verðmæti í sjávarbyggðum landsins. Um er að ræða stutt verkefni sem tengjast t.d. ferðaþjónustu, framboði á sjávarfangi, nýjum vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og skal skila afrakstursskýrslu til sjóðsins við lok verkefnisins. Hámarksupphæð styrkja er 3 m.kr. og er miðað við að hlutfall styrks af heildarkostnaði verkefnisins verði ekki hærra en 50%. Nýtt hjá AVS KJARAMÁL Það er undir ríkisstjórn- inni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumark- aði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkis- stjórnina.“ Guðmundur hefur að undan- förnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramál- anna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauð- synlegt sé að hún gangi frá áætl- unum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomu- lag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með ein- hverjum millifærslum um ára- mótin, við erum að tala um nokk- urra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kaup- hækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verð- bólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver stað- an er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöð- ugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasátt- málanum en svo var ekki. Þunga- vigtarákvæðin varðandi atvinnu- lífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækk- unum og niðurskurði í velferðar- kerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is Stjórnvöld geirnegli áætlun Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir sáttmála á vinnumarkaði undir stjórnvöldum kominn. Ganga þurfi frá tilteknum málum áður en skrifað verði undir samstarfsyfirlýsingu. Atvinnu- og lífeyrismál beri hæst. RÆTT UM SÁTTMÁLANN HINN FYRRI Frá fundahöldum launþega og atvinnurekenda í aðdraganda stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í júní í fyrra. Guðmundur Gunnarsson er til vinstri en við hlið hans situr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stendur fyrir aftan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VARNARMÁL Framtíð þeirra verk- efna sem nú eru vistuð hjá Varn- armálastofnun mun skýrast á næstu dögum, segir Guðmundur B. Helgason, formaður verkefnis- stjórnar Varnarmálastofnunar. Hann segir verkefnisstjórnina hafa skilað tillögum um fram- tíðarfyrirkomulag varnarmála á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra og samgönguráðherra, fyrir stuttu. Verkefnisstjórnin tók við rekstri Varnarmálastofnunar í september, en stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður um áramót. Heimildir Fréttablaðsins herma að ekki sé samkomulag innan stjórnarinnar um framtíðarfyrir- komulag sumra verkefna stofnun- arinnar. Til dæmis er ágreiningur um hver eigi að reka loftvarnar- kerfið, sem er hluti af loftvarnar- kerfi Atlantshafsbandalagsins. Guðmundur segir vissulega skiptar skoðanir innan stjórn- arinnar, en nefndin hafi einung- is það hlutverk að koma með til- lögur. Ráðherra taki endanlega ákvörðun. Alger óvissa um framtíðina ríkir meðal starfsmanna Varnarmála- stofnunar. Guðmundur segir ekki tímabært að úttala sig um hvort einhverjir starfsmenn muni missa vinnuna. Færist verkefnin annað fái starfsmenn væntanlega starfs- tilboð þaðan. - bj Styttist í að framtíðarfyrirkomulag varnarmála skýrist: Verkefnisstjórn skilar tillögum til ráðherra VARNIR Meðal verkefna Varnarmálastofnunar er rekstur loftvarnarkerfis, umsjón með loftrýmisgæslu og þátttaka í starfi NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMFÉLAGSMÁL Síminn hvetur fólk til þess að styðja starf Fjöl- skylduhjálpar Íslands fyrir jólin með því að koma með gömul og ónýt smáraftæki í verslanir fyrirtækisins. Tækin verða send í endurnýtingu og mun andvirði af sölu þeirra renna til Fjölskyldu- hjálparinnar. Meðal þess búnaðar sem Sím- inn mun taka við eru GSM-símar, fartölvur, leikjavélar, stafrænar myndavélar, MP3-spilarar, stafrænar upptökuvélar og net- lyklar. Vörumóttaka er í öllum verslunum Símans á landinu. - sv Síminn styður Fjölskylduhjálp: Gefur andvirði notaðra tækja NOTAÐIR GSM-SÍMAR Síminn mun meðal annars taka við notuðum símum til endurvinnslu og gefa andvirði þeirra til Fjölskylduhjálparinnar. SAMFÉLAGSMÁL Stjórn Krossins hefur samþykkt ósk Gunnars Þor- steinssonar um að víkja úr sæti sem forstöðumaður safnaðarins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hver tekur við af honum. Gunn- ar veit ekki hvort úrsögn hans úr sæti verður einungis tímabundin eða til framtíðar. „Ég get engu svarað um það á þessu stigi málsins. Menn verða að ná utan um þetta og lenda þessu,“ segir Gunnar, sem hefur verið sakaður um kynferðis- lega áreitni af fimm konum sem voru í söfnuðinum um árabil. Þar af hafa fjórar komið fram undir nafni. Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að þrjár konur til viðbótar muni koma fram á næstu dögum. Varðandi þann sem mun taka við af Gunnari sem forstöðumað- ur segir hann að valið sé ekki í sínum höndum. Það sé þó mögu- leiki að Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars, taki við sæt- inu, en það sé í höndum stjórn- ar og safnaðarins að gefa þann úrskurð. Nils Guðjón Guðjónsson, yfir- djákni og stjórnarmeðlimur, segir afsögn Gunnars vera fyrsta skrefið í ferlinu og engar frekari ákvarðanir liggi fyrir. Hann efast þó stórlega um að Jónína taki við af Gunnari sem forstöðumaður. Líklegast sé að Sigurbjörg Gunn- arsdóttir, dóttir Gunnars og fram- kvæmdastjóri Krossins, taki við stjórninni eða stjórnin í heild. Sigurbjörg telur það einnig mjög ólíklegt að Jónína taki við sem forstöðumaður. Hún hafi ein- faldlega ekki óskað eftir stöðunni. Sigurbjörg segir þó allt vera uppi á borðinu, spurð hvort hún sjálf muni taka við sæti föður síns. Engar ákvarðanir hafi verið tekn- ar og mikilvægt sé að söfnuðurinn sé með í ráðum. - sv Gunnar Þorsteinsson segir hugsanlegt að Jónína Benediktsdóttir taki við sem forstöðumaður Krossins: Gunnar stígur til hliðar úr stjórninni GUNNAR Í KROSSINUM Stjórn Krossins hefur ákveðið að Gunnar stígi til hliðar í ljósi ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.