Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 14
14 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forseta- skrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli – og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verð- ur fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að fram- vegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forset- ans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagn- vart Alþingi af því að Alþingi er svo óvin- sælt – meðal annars fyrir málflutning þing- mannanna sjálfra – að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnar- skránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grund- velli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðis- ins, þingræðinu: Viljum við þing- ræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekk- ert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingj- anum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Alþingi fær málskotsrétt til forseta Forsetinn Svavar Gestsson fyrrv. formaður Alþýðu- bandalagsins Hann verður eins og Pútín og Medve- djeff í einum og sama manninum SYNGDU MEÐ ÞÍNU NEFI! www.rauttnef.is Söfnunar- og skem mtiþáttur 3. desember á Stöð 2 Ekki í fyrsta sinn Margir bíða í ofvæni eftir því að Kristinn Hrafnsson og félagar á Wikileaks birti hundruð skjala sem lekið var úr bandaríska sendiráð- inu á Íslandi. Meðal þeirra hlýtur að vera Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem sagði í gær að líklega innihéldu gögnin einhliða mat bandarískra erindreka á persónum úr íslenskum stjórn- málum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík gögn leka úr bandaríska sendiráðinu hérlendis. Í mars láku á netið slíkar svipmyndir af Össuri, Jóhönnu Sigurðardóttur og Albert Jónssyni sendiherra. Erfiður vinur Í þeim gögnum var Össuri lýst sem miklum vini Bandaríkj- anna, þótt hann ætti það til að vera bráðlátur og tæki oft dramatíska og tilþrifa- mikla afstöðu gegn stefnu Bandaríkjanna – til dæmis í málefnum Mið-Austur- landa. Orða vant Össur var ekki ánægður með lekann í mars. Hann sagði hann grafalvar- legan, með ólíkindum og algjörlega óviðunandi. Samt sagðist hann tæpast eiga orð til að lýsa vanþóknun sinni. Þá var um örfá skjöl að ræða, sem sneru að fáum íslenskum stjórnmála- mönnum – þótt hann væri sjálfur þeirra á meðal. Nú eru skjölin sem áður segir mörg hundruð. Hversu reiður ætli Össur verði þegar hann les þau öll? stigur@frettabladid.isN úllsýn í umferðarmálum gengur út á að ekki eigi að sætta sig við dauðaslys í umferðinni og allt skuli gert til að koma í veg fyrir að þau eigi sér stað. Þessa sýn kynnti Claes Tingvall, yfirmaður umferðaröryggis- deildar Trafikverket í Svíþjóð, á umferðarþingi í vikunni sem leið. Í fyrstu kann núllsýn að virðast algerlega óraunhæf en þegar að er gáð þá snýst hún aðeins um það að núllstilla viðunandi fórn- arkostnað í lífi og heilsu vegfar- enda sem er hreint ekki út í hött. Hvert líf skiptir nefnilega máli og verður ekki metið til fjár. Hverju þarf að breyta til þess að unnt sé að koma í veg fyrir slysin og gera þessa sýn raun- hæfa? Baráttan gegn umferðar- slysum snýr að tvennu. Annars vegar umferðarmannvirkjum og hins vegar aksturslagi, þ.e. bæði þeim reglum sem fara á eftir í umferðinni og umferðarmenning- unni sem snýr þá að því hversu vel við förum eftir reglunum og skynsöm og tillitssöm við erum að öðru leyti í umferðinni. Íslendingar eru í raun býsna langt komnir í baráttunni gegn dauðaslysunum. Meðalfjöldi dauðaslysa undanfarin ár hefur verið um 20 en frá árinu 2007 hefur náðst hér markverður árangur í fækkun dauðsfalla í umferðinni. Þegar sléttur mánuður er eftir af árinu 2010 eru fórnarlömb umferðarslysa orðin sex talsins sem er met en engu að síður sex fórnarlömbum of mikið. Það er dýrt að byggja, breyta og breikka vegi og alltaf má deila um það hvernig best sé að verja því fé sem fer til uppbyggingar vegakerfisins. Hingað til hafa byggðasjónarmið iðulega vegið þyngra en umferðarþungi. Þannig eru fjölfarnir hlutar af þjóð- vegi 1 hér á suðvesturhorninu aðeins með eina akrein í hvora átt. Claes Tingvall benti á það í viðtali við Fréttablaðið um helgina að hæfilegur hámarkshraði á slíkum vegi er 50 til 60 kílómetrar á klukkustund. Er ekki kominn tími til að við horfumst í augu við þetta? Það verður að aðlaga hraðann að því mannvirki sem veg- urinn er og umferðarþunganum. Enginn er óskeikull, ekki heldur reyndustu og flinkustu bílstjórar. Þess vegna verður alltaf að gera ráð fyrir mannlegum mistökum og þau rúmast illa á 90 kílómetra hraða á vegi með eina akrein í hvora átt og þéttri umferð á móti. Ljóst er að vegabætur verða ekki hraðar á næstu árum. Því þarf að taka afstöðu til hámarkshraða á hverjum stað. Vera kann að forsvaranlegt sé að hann sé 90 kílómetrar á klukkustund þar sem ein akrein er í hvora átt á vegum þar sem umferð er ekki mjög þétt, en jafnljóst að hægja ber á umferðinni á slíkum vegum þar sem umferðarþungi er mikill. Þetta eru hinir ytri rammar. Hinir innri eru þó ekki minna um verðir. Þeir snúast um að hver og einn ökumaður líti í eigin barm og taki ábyrga afstöðu fyrir sig og um leið aðra vegfarendur; horf- ist í augu við að enginn er óskeikull og að alltaf verður að haga akstri miðað við aðstæður. Akstur má aldrei vera á þann veg að ekkert megi út af bregða án þess að illa fari. Það verður alltaf að gera ráð fyrir mistökunum. Dauðaslys í umferðinni eru aldrei ásættanleg. Gera verður ráð fyrir mistökum SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.