Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2010 3 ég ákvað að kenna með henni á Íslandi um helgina, en þar mun Pranava þreyta frumraun sína sem fullgiltur jivamutki-kenn- ari.“ Blaðamaður biður Dechen vin- samlegast um að útskýra hvað jivamutki er. „Það er nútímaleg útgáfa af jóga þróað út frá ash- tanga jóga, sem eru kröftugar stellingar í bland við hefðbundnar æfingar, hugleiðslu og að kirja, og það sem við komum til með að kenna í Yoga Shala, auk vinyasa og hatha, bæði fyrir byrjendur og lengra komna,“ útskýrir hann og getur þess að ávinningurinn af ástundun jivamutki sé marg- víslegur. „Það eykur meðal ann- ars liðleika og er talið styrkja vöðvana og draga úr streitu og flestum ber saman um að þessar æfingar séu bæði andlega og líkamlega nær- andi.“ Dechen komst í kynni við jivamukti-jóga fyrir nítján árum og kenn- ir það nú við New York Jivamukti Yoga School. Hann segist hafa verið opinn fyrir and legum málefnum frá því að hann man eftir sér og það megi að hluta til þakka uppeldinu. Faðir hans, Robert Thur- man, varð fyrstur Vesturlandabúa vígður tíbetskur búddamunkur en hann kennir búddísk fræði við Columbia-háskólann í New York. Dechen og Uma og systkini þeirra voru alin upp í búddisma og dvöldu meðal annars um tíma á Indlandi. Þar hittu þau fyrir frá unga aldri ýmsa lærimeistara í jóga, þar á meðal sjálfan Dalai Lama en að sögn Dechens áttu þau kynni sinn þátt í að dýpka skilning hans á jóga. Dechen og Pranava koma til landsins á morgun og munu dvelja hér næstu fimm daga. Ekki er annað að heyra en þau hlakki til. „Já, enda er þetta líka í fyrsta sinn sem við komum til landsins,“ segir Dechen spenntur en þau Pranava ætla að nýta tímann vel utan jógaiðkunar til að skoða sig um meðan þau eru stödd á land- inu „Við ætlum að fara í Bláa lónið, skella okkur í náttúru- laugar og svo auðvitað skoða hrífandi náttúrufegurð lands- ins,“ segir hann og Pranava bætir við að menningararfur víkinga heilli líka mikið. Að Íslandsheimsókninni lokinni liggur leiðin til Katmandú, höfuðborgar Nepals, og þaðan til Finnlands og Rúss- lands þar sem Pranava hefur verið að kenna. roald@frettabladid.is Pranava, Amiee Tanon, hefur stundað jóga um árabil og kennt það um allan heim, meðal annars í Vín, London og Berlín auk New York. Dechen og Uma voru alin upp í búddisma en faðir þeirra Robert er prófessor í búddískum fræðum við Columbia-háskóla. Framhald af forsíðu EA-samtökin (Emotions Anon- ymous) bjóða upp á árlegan fund um jólakvíða á fimmtudag- inn. EA er félagsskapur fólks á öllum aldri, sem kemur saman til að miðla reynslu sinni af tilfinninga- legum vandamálum, með von um bata. Þar lærir fólk nýjar leiðir til að takast á við tilfinningaleg vanda- mál með hjálp tólf reynsluspora og finna um leið æðruleysi, innri sátt og frið. Í fréttatilkynningu EA- samtakanna kemur fram að vax- andi hópur fólks berjist við mikinn kvíða fyrir þessi jól. Ástæðurnar séu misjafnar. Sumir hafa misst ástvin, aðrir standa í skilnaði, eiga í fjölskylduvanda, stríða við sjúk- dóm eða fátækt. Fundur EA-samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 2. desem- ber klukkan 18 í Kórkjallara Hall- grímskirkju. Gestur fundarins verður séra Birgir Ásgeirsson. Tólf spor tilfinninga til gleðilegra jóla Margir kvíða jólunum og því stressi sem þeim fylgir. Vísindamenn hafa þróað tækni til að áætla aldur grunaðra út frá blóði sem finnst á vettvangi glæps. Sérfræðingar segja að hægt sé að taka tæknina í notk- un nú þegar og að hún geti leitt til mikilvægra ábendinga í glæparannsóknum. Tæknin mælir sérkenni ónæmisfruma, sem kallast T-frumur, í blóði og segja vís- indamennirnir að hægt sé að áætla aldur nokkuð nákvæmlega út frá þeim sér- kennum. Rannsóknin var gerð af hollensku líffræðingateymi og voru niðurstöð- urnar birtar í tímaritinu Current Biology nýlega. T-frumur gegna lykilhlutverki í að finna innrásaraðila í líkamanum, svo sem bakteríur, vírusa og krabbameinsfrumur. Partur af því ferli er að framleiða sér- stakar DNA-sameindir, en framleiðsla þeirra dregst saman með aldrinum eftir ákveðnu mynstri. Í niðurstöðum hollenska rannsóknarteymisins kemur fram að hægt sé að áætla aldur einstaklinga „með marktækri nákvæmni“ með því að mæla magn sameindanna í blóði. Heimild: BBC Health Áætla aldur út frá blóðfrumum NÝ TÆKNI GÆTI GJÖRBREYTT FERLI GLÆPARANNSÓKNA. Vísindamenn hafa þróað tækni til að áætla aldur sakborninga út frá blóði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.