Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.11.2010, Blaðsíða 26
 30. nóvember 2010 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is „Á klassíska tímanum, þegar Mozart og Haydn voru hvað þekktastir, voru oktettar vinsælir til flutnings skemmti- tónlistar í heldri manna sölum. Á þeim tímum hafði almenningur ekki mögu- leika á að stunda óperuhúsin og því voru fengnir oktettar til að leika svo- kallaða harmonie-músík í almennings- görðum og þá var vinsælt að útsetja óperur. Þannig urðu svo aríur og lög útbreidd og vinsæl um alla Evrópu fyrir tíma útvarps og hljómplatna,“ segir Einar Jóhannesson, klarinett- leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og einn meðlima Blásarakvintetts Reykja- víkur, sem í kvöld heldur árlega seren- öðutónleika sína undir heitinu „Kvöld- lokkur á jólaföstu“, en þetta er í 30. sinn sem sú hljómfagra blásaratónlist hljómar á aðventu í borginni. „Kvöldlokkur er nýyrði Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar úr sögninni „að lokka“. Serenaða merkir í raun kvöldljóð og hafa margir mynd af því í huga sér þegar menn sátu undir svölum fagurra kvenna suður í Evrópu og spiluðu serenöður á gítar til að lokka þær út. Okkur þykir orðið við hæfi og viljum auðvitað lokka sem flesta til okkar, þrátt fyrir eilífan misskilning um hárlokka. Hitt er annað mál að í anda tímans væri kannski við hæfi að við spiluðum með síðlokka hárkollur,“ segir Einar hláturmildur. Í kvöld leika félagarnir helsta gimsteininn í kórónu blásarabók- menntanna, sem er serenaða fyrir þrettán spilara K. 361, betur þekkt sem Gran Partita eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Verkið er í sjö þátt- um og hægi þátturinn hvað þekktastur úr áhrifamiklu atriði kvikmyndarinn- ar Amadeus, þar sem tónskáldið Salieri skammast út í Guð fyrir að hafa ekki gefið sér hæfileika Mozarts. „Sagan segir að Mozart hafi samið verkið fyrir brúðkaup sitt og Konstönsu. Klassískur oktett samanstendur af pörum óbóa, klarinetta, fagotta og horna, en af því Mozart var í sér- stöku stuði bætti hann við tveimur alt- klarinettum sem hann hélt mjög upp á því það líkist svo mannsröddinni, tveim- ur hornum og einum strengjabassa, en það hljómar ótrúlega voldugt og fallega saman,“ segir Einar um Gran Partita, sem fellur öllum aldri í geð. „Aðventan er tími íhugunar, friðar og eftirvænt- ingar og tónlist Mozarts ber það allt í sér, auk ótrúlegrar fegurðar.“ Félagar Blásarakvintettsins eiga það allir sameiginlegt að spila með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, þar sem þeir kynnt- ust ungir og nýkomnir heim úr námi. „Við stofnuðum kvintettinn ári eftir fyrstu aðventutónleikana, og verðum því þrítugir að ári. Okkur finnst við auðvitað enn vera á tvítugsaldri, en það þekkja allir sem eldast. Við erum alltaf jafn góðir vinir og rífumst aldrei, en mættum kannski þakka almættinu oftar fyrir heila starfsævi í þeirri dás- amlegu listgrein sem tónlist er og þeim forréttindum að leika hana á Íslandi.“ Tónleikarnir hefjast kl 20 í Frí- kirkjunni í Reykjavík. thordis@frettabladid.is BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR: LEIKUR KVÖLDLOKK Á JÓLAFÖSTU Í 30. SINN Vantar kannski hárkollurnar KYNNGIMÖGNUÐ TÓNAFEGURÐ Hefðbundinn blásarakvintett telur fimm blásara, en tónverk kvöldsins samdi Mozart fyrir blásaraoktett, sem telur átta blásara, og bætti svo um betur og útsetti fyrir tólf blásara og einn strengjabassa. Einar er með klarinettið lengst til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI WINSTON CHURCHILL fæddist þennan dag 1874 „Stjórnmál eru næstum eins æsandi og stríð, og alveg jafn hættuleg. Í stríði er manni banað aðeins einu sinni en mörgum sinnum í stjórnmálum.“ Innilegar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför Tryggva Georgssonar múrarameistara, Hamragerði 13, Akureyri. Sérstakar þakkir færi ég starfsfólki Grænuhlíðar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð sem og starfsfólki Umönnunar. “Og bjart er alltaf um besta vininn…“ Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bergljót Pálsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Þórunn Emilsdóttir frá Lækjarmótum, Borgarbraut 1, Borgarnesi, lést laugardaginn 27. nóvember. Veronika Kristín Guðbjartsdóttir Jóhannes Þórarinsson Þóra Kristín Guðbjartsdóttir Guðjón Gunnarsson Erla Guðrún Guðbjartsdóttir Magnús Kristjánsson Helgi Þröstur Guðbjartssson Inga Sigríður Ingvarsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkæra eiginkona, móðir, amma og langamma, Margrét J. Hallsdóttir Lýsuhóli, Tjarnarbóli 14, andaðist þriðjudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 13:00. Guðmundur Kristjánsson Ásdís Edda Ásgeirsdóttir Andrés Helgason Hafdís Halla Ásgeirsdóttir Þórkell Geir Högnason Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir Agnar Gestsson barnabörn og barnabarnabörn. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Ef þið viljið minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Hallfríðar Guðmundsdóttur hjúkrunarheimilinu Eir. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar Eir fyrir góða umönnun. Gunnar Guðmundsson Guðmundur Gunnarsson Helena Sólbrá Kristinsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Óli Már Aronsson Auðunn Örn Gunnarsson Hjördís Guðnadóttir ömmu- og langömmubörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Guðmundsson Hraunbæ 111, 110 Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 2. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Friðgerður Þórðardóttir Logi Ragnarsson Jóhanna Steingrímsdóttir Valur Ragnarsson Sigríður Björnsdóttir Halla Hrund, Ingunn Ýr, Vaka, Haukur Steinn og Freyja. Við kveðjum Steinþór Jónsson f. 5. júlí 1913, d. 1. nóvember 2010 frá Ytri-Görðum á Snæfellsnesi. Með þökk fyrir samfylgdina. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir sem annaðist hann síðustu átta árin af vináttu og hlýhug. Einnig þökkum við öllum sem styttu honum stundir með heimsóknum. Fyrir hönd annars frændfólks og vina, Reynir Hjörleifsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi Róbert Viðar Hafsteinsson lést föstudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 4. desember kl. 11.00. Árni Gunnar Róbertsson Hafsteinn Róbertsson Elín G. Steindórsdóttir Hilmar Þór Hafsteinsson Sigríður Aðalheiður Aðalbergsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Óskar Magnússon frá Bíldudal, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði fimmtudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram laugardaginn 4. desember frá Bíldudalskirkju kl. 14.00. Bára Jónsdóttir Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir Haukur Sveinbjörnsson Magnús B. Óskarsson Björk Hafliðadóttir Rakel Óskarsdóttir Aðalsteinn Már Klemenzson barnabörn og barnabarnabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.