Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 10
10 3. janúar 2011 MÁNUDAGUR roð og beinlaus 998 NÆR SÉR Í SNJÓ Þessi fíll í dýragarð- inum í Berlín naut þess að moka snjó yfir sig með rananum. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK William og Isabella eru vinsælustu barnanöfn ársins í Danmörku samkvæmt tölfræði- skrifstofu Dan- merkur. Um 61.000 börn fæddust í Danmörku á síðasta ári en 15 þúsund eru enn án nafns. Susanne Vogt, fræði- maður í Kaup- mannahafnar- háskóla, sem hefur helgað sig rannsóknum á mannanöfnum, segir í samtali við Söndagsavisen að hún hafi allt eins búist við vinsældum nafn- anna. Börn krónprinsanna Frið- riks og Jóakims beri þessi nöfn og konungsfjölskyldan sé jafn- an góður mælikvarði á tísku- strauma. - þj Áhrif krónprinsins augljós: William og Isa- bella vinsælust VIÐSKIPTI Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka undirbýr það nú að stefna nokkrum málum tengdum viðskiptum bankans fyrir fall hans í fyrra og er líklegt að einhver þeirra lendi á borði sérstaks saksóknara. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um það hvaða mál fara til sérstaks saksóknara en nokkur eru sögð koma til álita, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hvorki Hróbjartur Jónatansson né Þórey S. Þórðardóttir, sem sæti eiga í slitastjórn VBS, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Þórey sagði þó að verið væri að vinna í ýmsum málum. Hún vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Fréttablaðið greindi frá því í desember að verðmæti eignasafns VBS hafi verið fært úr 52 milljörðum króna í tíu og aðeins einn óveð- settur milljarður króna væri til á móti 48 milljarða króna kröfum í þrotabúið. Þá kom fram að vísbendingar væru um að stjórnendur bankans hefðu lánað til fasteigna- verkefna með veði í lóðum og húsum án þess að húsin hefðu nokkru sinni risið. Skulda- bréf tengd lánveitingunum hefðu verið sett í eignastýringu VBS og viðskiptavinir bankans í raun tekið alla áhættuna. Fasteignaverkefn- in eru flest hver í nágrenni Selfoss, Mosfells- bæjar, á Suðurnesjum og við Akureyri. Útlán VBS til fasteignaverkefna námu 20 milljörðum króna og jafngildir það 76 pró- sentum af heildarútlánum. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun er talið víst að hann hafi verið ógjaldfær í ársbyrjun 2008, tveimur árum áður en Fjármálaeftirlitið tók hann yfir í fyrravor. Eftir því sem næst verður komist telur slitastjórn VBS nokkurn fjölda viðskipta fyrrverandi stjórnenda bankans í besta falli undarlegan. Stjórnin hefur rift fjölda gjörn- inga, svo sem eignatilfærslum, sem innsigl- aðir voru á meðan bankinn var enn starfandi. Verðmæti samninganna nemur 5,1 milljarði króna. Enn á eftir að rifta fleiri samningum sem taldir eru hafa verið gerðir í þeim tilgangi að snuða þrotabúið og gæti verðmæti þeirra numið í kringum tveimur milljörðum króna til viðbótar. jonab@frettabladid.is VBS á borð sérstaks saksóknara Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur rift samningum fyrrverandi stjórnenda í aðdraganda falls bank- ans upp á 5,1 milljarð króna. Slitastjórnin telur fjölda viðskipta fyrrverandi stjórnenda í besta falli undarleg. FYRRVERANDI FORSTJÓRI VBS Slitastjórn VBS Fjárfest- ingarbanka er sögð undrast ýmis viðskipti stjórnenda bankans áður en Fjármálaeftirlitið tók hann yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRIÐRIK KRÓNPRINS NEYTENDUR Vífilfell braut lög með auglýsingum sínum fyrir drykkinn hátíðarappelsín, sem birtust fyrir jól. Þetta er niðurstaða Neytenda- stofu. Ölgerð Egils Skallagríms sonar kvartaði yfir markaðssetningu og kynningu Vífilfells á appels- íninu við Neytendastofu í byrjun desember, en Vífilfell hóf að aug- lýsa hátíðarappelsín stuttu áður. Kvörtunin sneri að auglýsingunum, sem og heiti vörunnar og umbúð- um hennar. Ölgerðin taldi að hún ætti einkarétt á orðinu appelsín og að umbúðir á hátíðarappelsíni væru eftirlíking á umbúðum Egils appelsíns. Neytenda- stofa féllst ekki á að Ölgerðin ætti einkarétt á orðinu appels- ín. Þá taldi stofnunin að þó að umbúðir drykkjanna tveggja væru líkar við fyrstu sýn væri ýmislegt sem aðgreindi þær og því væri ekki ástæða til að banna umbúðirnar. Auglýsingar Vífilfells innihéldu fullyrðingarn- ar „Ekta appelsín – bara hátíðlegra“ og „Þú sérð það strax við fyrstu sýn. Þetta er hátíðarappelsín.“ Neytenda- stofa taldi þetta vera augljósa vísun í auglýsingar Ölgerðarinn- ar. Í auglýsingunum fælust vill- andi upplýsingar um vöruna. Því var ákveðið að banna birtingu auglýsinganna. Ekki var talin ástæða til að leggja stjórnvalds- sekt á fyrirtækið. - þeb Auglýsingar Vífilfells um hátíðarappelsín brutu í bága við lög: Máttu ekki auglýsa appelsínið EGILS APPELSÍN Neytendastofa féllst ekki á að umbúðir nýja appelsínsins væru of líkar hinum upprunalegu. VIÐSKIPTI Gagnaveita Reykjavík- ur uppfyllir kröfur Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS) um eðli- lega arðsemi samkvæmt nýbirtri ákvörðun stofnunarinnar. Þá kemst PFS að þeirri niður- stöðu að hlutafjáraukning sem fram fór í félaginu í desember 2008 og móðurfélag gagnaveit- unnar, Orkuveita Reykjavíkur, var greiðandi að, hafi ekki brotið í bága við ákvæði fjarskiptalaga um fjárhagslegan aðskilnað fjar- skiptastarfsemi frá einkaréttar- starfsemi samstæðunnar. - óká Hlutafjárútboð í takt við lögin: Arðsemiskrafa félagsins í lagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.