Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 12
12 3. janúar 2011 MÁNUDAGUR Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu ....................................... 1.131 Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu ........................................ 838 Fóðursjóður .......................................................................................272 Hafrannsóknastofnunin .................................................................247 Matvælastofnun .............................................................................. 186 Önnur verkefni ráðuneytisins ......................................................953 Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti Önnur verkefni ráðuneytisins ................................................... 2.113 Þjóðkirkjan .........................................................................................249 Sóknargjöld........................................................................................362 Landhelgisgæsla Íslands ...............................................................503 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ................................ 596 Sýslumannsembættin ...................................................................753 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Önnur verkefni ráðuneytisins ..................................................... 456 Rekstur Vegagerðarinnar ............................................................... 115 Siglingastofnun Íslands ..................................................................183 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta ..............................................511 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga ....................................................2.359 Samgönguverkefni ......................................................................2.944 Heilbrigðisráðuneytið Landspítali ......................................................................................6.397 Sjúkratryggingar ............................................................................ 5.104 Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni ........2.965 Hjúkrunarheimili og öldrunarþjónusta .................................1.768 Heilsugæsla samtals ................................................................... 1.311 Önnur verkefni ráðuneytisins .................................................. 1.453 Fjármálaráðuneytið Afskriftir skattkrafna............................................................. 1.946 Vaxtabætur ..............................................................................1.907 Barnabætur.............................................................................1.791 Lífeyrisskuldbindingar, eftirlaun ...................................... 1.058 Ríkisábyrgðir ..............................................................................598 Önnur verkefni ráðuneytisins ...........................................3.841 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Önnur verkefni ráðuneytisins .................................................. 1.076 Ríkisútvarpið .....................................................................................580 Lánasjóður íslenskra námsmanna ........................................ 1.610 Ýmis verkefni menntamálaráðuneytisins ............................1.666 Háskólar samtals .........................................................................2.795 Framhaldsskólar samtals ...........................................................3.270 Félags- og tryggingaráðuneytið Lífeyristryggingar ...................................................................9.198 Atvinnuleysistryggingasjóður ...........................................4.845 Málefni aldraðra ................................................................... 2.733 Málefni fatlaðra og langveikra ......................................... 2.078 Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð .......1.835 Önnur verkefni ráðuneytisins .......................................... 2.953 Vaxtagjöld ríkissjóðs 14.609 Utanríkisráðuneyti Alþjóðastofnanir ...............................................................................583 Sendiráð Íslands .............................................................................. 521 Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi .............................247 Þróunarsamvinnustofnun Íslands ............................................. 240 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa ...............................................192 Önnur verkefni ráðuneytisins ..................................................... 346 Umhverfisráðuneyti Endurvinnslan hf. ........................................................................... 280 Úrvinnslusjóður ................................................................................176 Umhverfisstofnun ...........................................................................148 Veðurstofa Íslands...........................................................................125 Landgræðsla ríkisins ...................................................................... 109 Önnur verkefni ráðuneytisins ...................................................... 513 Iðnaðarráðuneyti Æðsta stjórn ríkisins Efnahags- og viðskiptaráðuneytið Forsætisráðuneytið Fréttaskýring: Í hvað fara skattarnir? Heimild: Datamarket Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Fæstir velta því mikið fyrir sér í hvað skattgreiðslur þeirra til ríkisins fara. Það getur þó verið áhugavert að skoða hvernig ríkisvaldið nýtir krónurnar. Flestir vita að félagsmál og heil- brigðismál eru stærstu útgjalda- liðir ríkisins. Samanlagt gleypa þessir málaflokkar nær aðra hverja krónu sem ríkið eyðir sam- kvæmt fjárlögum næsta árs, svip- að og verið hefur undanfarin ár. Til að setja fjárútlát ríkisins í samhengi við þá skatta sem lands- menn borga má ímynda sér að skattgreiðandi borgi ríkinu 100 þúsund krónur í skatt einn mán- uðinn, og skoða út frá því hvernig þessar krónur nýtast ríkinu. Hér að ofan má sjá stærstu útgjaldaliðina hjá hverju ráðu- neyti. Til dæmis að af hverjum 100 þúsund krónum fara tæplega 9.200 í lífeyristryggingar, um 6.400 í Landspítalann og 1.800 í barna- bætur. Um 1.800 krónur fara til lögreglu- og sýslumannsembætta á landinu. Af hverjum 100 þúsund krón- um fara samanlagt ríflega 2.000 krónur í niðurgreiðslur til mjólkur- bænda, sauðfjárbænda og græn- metisbænda. Einnig getur verið áhugavert að skoða smærri útgjöld. Af hverjum 100 þúsund krónum fara til dæmis þúsund krónur í rekstur ráðuneyt- anna. Samtals átta krónur fara svo í útgjaldaliðinn ráðstöfunarfé ráð- herra í ráðuneytunum öllum. Hart bitist um hundraðþúsundkallinn 40% AF ÖLLUM ÚTSÖLU- VÖRUM! KRINGLUNNI AF SL ÁT TU R Opið í dag frá 07.00-21.00 STJÓRNSÝSLA Um 300 milljónir króna munu sparast með sameiningu ráðuneyta, en ný ráðuneyti, vel- ferðarráðuneyti og innanríkisráðu- neyti, tóku formlega til starfa um áramótin. Sparnaðurinn felst aðal- lega í minni kostnaði við yfirstjórn ráðuneyta, en ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks í bili. Með sameiningunni verður dóms- mála- og mannréttindaráðuneyti sameinað samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti í nýju innanrík- isráðuneyti og hins vegar er ráðu- neyti félags- og tryggingamála sameinað heilbrigðisráðuneyti í velferðarráðuneyti. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði á kynningar- fundi í liðinni viku að þetta væru „umfangsmestu breytingar á skipu- lagi ráðuneyta frá því að lög um stjórnarráð voru sett árið 1969“. Eins og fyrir fram var vitað verð- ur Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra og Guðbjartur Hannes son verður velferðarráðherra, en þeir hafa stýrt forverum nýju ráðuneyt- anna frá því í september. „Forsenda svona sameiningar er auðvitað bætt þjónusta. Annars hefur þetta engan tilgang,“ sagði Guðbjartur Hannesson. „Ef við erum ekki að ná betri árangri í hagkvæmni og betri þjónustu við þá sem hennar njóta er til lítils gengið. Það er útgangspunkturinn og ég er sannfærður um að það muni nást.“ Ögmundur Jónasson sagði að stefnt væri að markvissari ráðstöf- un fjármuna. „Mestu áherslubreyt- ingarnar finnst mér þó vera að eiga sér stað hvað varðar aukna áherslu á mannréttindamál og réttarstöðu einstaklinga í samfélaginu.“ Frekari sameining ráðuneyta er fyrirhuguð á árinu þar sem atvinnuvegaráðuneyti verður til úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neyti og iðnaðarráðuneyti. thorgils@frettabladid.is Mestu breytingar á ráðuneytum í rúm fjörutíu ár: Sameining skilar 300 milljóna sparnaði Velferðarráðuneyti ■ 95 starfsmenn ■ Útgjöld samkvæmt fjárlögum 2011: 209,4 milljarðar eða 48% af útgjöldum A-hluta ríkissjóðs, án vaxtagjalda. Innanríkisráðuneyti ■ 75 starfsmenn ■ Útgjöld samkvæmt fjárlögum 2011: 59,9 milljarðar eða 13,7% af útgjöldum A-hluta ríkissjóðs, án vaxtagjalda. Nýju ráðuneytin BREYTINGAR Á STJÓRNARHEIMILINU Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson munu fá nýja starfstitla á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.