Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 22
Þótt skammt sé liðið af nýju ári, ekki nema tveir dagar, hafa hús- búnaðar- og hönnunartímarit sem og vefsíður strax tekið til við að spá í spilin og leggja línurnar fyrir árið 2011. Margt forvitni- legt er í kortunum, í litum, efnum og heildarsvip heimilisins. Hið svokallaða „Bo bedre“ yfir- bragð, skandinavískur loftkennd- ur léttleiki, hefur verið allsráð- andi síðustu árin. Hvít húsgögn og innréttingar, gjarnan ljóslakkað- ar í bland við eitt og eitt tekkhús- gagn eða þyngra antíkhúsgagn, ásamt léttari efnum og mynstrum, hafa sett fremur einsleitan svip á húsbúnaðarblöð, þótt eilítið hafi verið flippað með skæra liti í stöku munum. Nú er því tímabili ef til vill að ljúka og svo virðist sem húsgögnin séu að þyngjast, litir og efni drag- ast niður í leður, flauel og jafnvel persneskar mottur. Auk hvíts hafa mýkri litir, ljós- blár, bleikur ásamt mjög skærum litum, rauðum, gulum og fleiri, spilað sína rullu. Litatónarnir sem eiga að verma sæti þessara eru hlýir tónar í sinnepsgulu, dumb- og rústrauðu, ljóssúkkulaðibrúnu en kaldir tónar verða aðallega svartur og blár. Einhverjir spá því að „lególitir“ muni sjást allir saman á stórum svæðum; blár, grænn, gulur og rauður í skær- um tónum. Leður, sem hefur að vísu verið gjaldgengt, verður áberandi en nú eru litirnir aðrir. Minna svart og alls ekki hvítt. Brúnn er helst málið og þá einkum ljósbrúnn og ekki er verra ef einhver dettur niður á sinnepsgulan leðursófa. Motturnar verða stærri, eiga að þekja stærra svæði stof- unnar til að mynda og pers- neskar mottur hljóta nú uppreisn æru. Eiginleg má segja að líkt og algengt er í kreppu eigi efniviður- inn að vera massífur. Allt sem er létt, rómantískt, loftkennt, fíngert og við- kvæmt dettur út og hús- gögnin eiga að bera aldri og gæðum vitni. Mynstur koma gjarn- an inn á mottum, en þá eru formin klass- ísk og litirnir jarð- bundnir. juliam@frettabladid.is Þyngra yfirbragð á árinu Þung leðurhúsgögn, leðursófar og -stólar, brúnir, svartir og sinnepsgulir litatónar, stærri persneskar mottur, flónel og þyngri gardínur virðist vera það sem er í tískukortum heimilanna á næsta ári. Húsgögnin virðast vera að þyngjast og er hinn skand- inavíski loftkenndi léttleiki á undanhaldi. Persneskar mottur ryðja sér til rúms á ný. Bollar heimilisins þurfa síður en svo að vera samstæðir og alls ekki í sama lit. Í raun er mikið skemmtilegra að bjóða upp á kaffi úr ólíkum bollum og getur saga hvers og eins orðið að skemmtilegu umræðuefni. V INNUVÉLANÁM SKE IÐ Teoretyczny kurs na maszyny budowlane oraz dzwigi. Kurs będzie prowadzony w jezyku polskim .Rozpoczecie 07. 01 g.18.00 Miejsce kursu Mjódd www.ovs.is Tveir klassískir leðurstólar, hinn svokallaði „Butterfly chair“ frá árinu 1938 og ljósbrúni stóllinn er hönnun Finn Juhl frá árinu 1949. Leður, mottur og þyngri litir koma sterkar inn á árinu. NORDICPHOTOS/GETTY ÞESSI SKEMMTILEGA KERTAHLÍF ER FRÁ SWEET PAUL, EN HUGMYNDINA GETUR HVER SEM ER NÝTT SÉR. Allt sem þarf er gamall vettlingur eða peysuermi sem sniðin er til að passa utan um kertastjaka fyrir sprittkerti. Þeir prjónaglöðu geta auðvitað líka prjónað slíkar hlífar upp úr sér úr hvaða garni sem er og ekkert nema hugmyndaflugið setur fjölbreytni mynstranna skorður. - fsb Lopi í nýju ljósi Hlífina má ýmist prjóna eða búa til úr gömlum vettlingi eða peysuermi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.