Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 34
26 3. janúar 2011 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. samtök, 6. eftir hádegi, 8. kæla, 9. bar að garði, 11. íþróttafélag, 12. ís, 14. hroki, 16. frá, 17. kvk. nafn, 18. sníkjudýr, 20. stöðug hreyfing, 21. kúnst. LÓÐRÉTT 1. hjólbarði, 3. golf áhald, 4. Græn- lendingur, 5. spor, 7. drepsótt, 10. meiðsli, 13. frostskemmd, 15. þvo, 16. mjög, 19. vörumerki. LAUSN Getur þú staðið vaktina meðan ég fer í mat? Auðvitað mæti ég! Master Disaster skal fá flotta greftrun! Við reyndum að leita uppi fjölskyldu hans! Það gekk ekki! Ég skil. Í hverju á maður eiginlega að vera í hamstra- jarðarför? Tja, einhverju svörtu? Hann var svo lítill... Þá sjáumst við í jarðarförinni, Rósa! Þangað til, verið sterkir! Óvenjulegt! Rósa er vanalega ljós í myrkrinu! Bjart- sýnismanneskj- an í hópnum! Það skýrir litlu væng- ina... Ég gæti fengið mér sumarvinnu en þá þyrfti mamma að keyra mig til og frá vinnu. Og það fer svo líka eftir því hvar vinnan væri hversu mikil byrði það yrði á henni! Bíddu... Hvað myndirðu borga hátt tímakaup fyrir að þurfa ekki að keyra mig eitthvað? SLEIK SLEIK Það lítur út fyrir að það sé enn einn matvandur kominn í fjölskylduna... LÁRÉTT: 2. stef, 6. eh, 8. ísa, 9. kom, 11. kr, 12. klaki, 14. dramb, 16. af, 17. lóa, 18. lús, 20. ið, 21. list. LÓÐRÉTT: 1. dekk, 3. tí, 4. eskimói, 5. far, 7. holdfúi, 10. mar, 13. kal, 15. baða, 16. all, 19. ss. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 94% lesenda blaðanna Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67,9% 5,5% 26,6% Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent ágúst – október 2010. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Þær voru margar gæsahúðastundirnar á síðasta ári. Ferðast var um framandi slóðir, lítið barn bættist við fjölskylduna og góðir vinir samfögnuðu á stórafmæli. Þegar allt þetta leggst saman sannfærist ég um að þetta séu góðir tímar. Hápunkt- ur ársins 2010 var vafalítið kvennafrí- dagurinn 25. október þegar mikil kven- fjöld safnaðist saman víða um land til að efla samstöðuna og rifja upp hvers vegna hún skiptir máli. Í aðdraganda kvennafrí- dagsins var meðal annars hamrað á að konur hefðu alltaf þurft að berjast sjálfar fyrir réttindum sínum. Þau hefðu aldrei komið fyrirhafnar- laust. KVENNAFRÍDAGURINN sem haldinn var árið 1975 hefur löng- um verið sveipaður dýrðarljóma í huga mínum og því varð ég ákaf- lega hrærð þegar ég var beðin um að flytja eigið ljóð á sviðinu í miðbæ Reykjavíkur nú í ár. Mínúturnar fimm sem liðu á milli þessi sem Kolbrún Halldórsdóttir ýtti mér að hljóðnemanum og leiddi mig síðan frá honum eiga eftir að ylja mér lengi. Þegar ég kom aftur út í áhorfendaskarann gekk ég fyrir hreina tilviljun fram á vinkonur mínar. Vind- ur og regn komu ekki í veg fyrir að við læstum saman örmum og tókum undir með söngflokkn- um sem lauk athöfninni með því að flytja lögin af plötunni Áfram stelpur. Það var svo gaman! STJÓRNVÖLD geta vissulega haft ýmis áhrif á líf okkar en það eru ekki þau sem ráða gæsahúðastundunum. Þær búum við sjálf til og okkar nánustu, þeir sem við ákveðum sjálf að skipti okkur máli. Eina slíka átti ég í bókaverslun skömmu fyrir jól þegar ég sá að Skólaljóðin hefðu verið endurútgefin, bókin sem ég hef gætt sem sjáaldurs augna minna frá því mér voru gefin þau í Álftamýrarskóla. Engin önnur námsbók hefur haft jafnmikil áhrif á líf mitt – og ekki aðeins allt það fagra sem í henni stendur heldur líka allt sem í hana vantar. Þessi bók er merkur minnisvarði. LJÓÐ Halldóru B. Björnsson (1907-1968) er til að mynda ekki að finna í Skólaljóð- unum. Í Jarðljóðum yrkir hún á eftirfar- andi hátt um fyrstu konuna sem fór út í geiminn: „Vér / konur jarðar / konur Evr- ópu / konur Asíu / konur Ameríku / konur Ástralíu / vér kveikjum ljós vor / þegar rökkvar / því ef til vill / er Valentína Ter- eskova / úti í myrkum geimnum“ Ljóðið fann ég í Stúlku – Ljóð eftir íslenskar konur sem Helga Kress tók saman. Við eigum að lýsa hver annarri veginn. GLEÐILEGT nýtt ár! Bregðum blysum á loft

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.