Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 46
38 3. janúar 2011 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefáns son eru heitustu drengirn- ir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í ungl- ingamyndinni Óróa sem naut mik- illa vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmynd- inni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alex- ander Briem fara á kostum í hlut- verki Orms Óðinssonar. Það sem gerir þetta enn skemmti- legra er að Alexander og Harald- ur eru bestu vinir. „Við kynnt- umst í gegnum sameiginlega vini í menntaskóla og vorum svona kunn- ingjar þá. Síðan urðum við bestu vinir þegar við fórum að vinna saman á Karamba,“ segir Harald- ur Ari, sem er skráður töframaður í símaskrá og er liðsmaður í Retro Stefson, einni vinsælustu hljóm- sveit landsins. Haraldur Ari segist ekki hafa gengið með kvikmyndastjörnu- drauminn í maganum en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Stefán Jónsson, próf- essor í leiklist við Lista háskóla Íslands. „Ég var viðloðandi leik- húsin frá barnsaldri og hafði þetta alltaf bak við eyrað. Svo kom þetta hálfpartinn aftan að manni í menntaskóla þegar maður fór að leika með leikfélaginu þar,“ segir Haraldur, sem býst fastlega við því að gera eitthvað meira með leiklist- ina í framtíðinni. Alexander hefur hins vegar alltaf gengið með þann draum í maganum að verða kvik- myndastjarna og er kominn nokkuð langt á leið með þann draum. Gauragangur hefur fengið prýðis- góða dóma en Alexander hefur hins vegar enn ekki fengið að kynnast einum af sætum bikurum frægð- arinnar, vinabeiðnir frá hinu kyn- inu á Facebook eru ekki enn orðn- ar óeðlilega margar. „Ekkert í líkingu við það sem Óróastrák- arnir hafa sagt mér, þeir státa af miklu, miklu fleiri. En það er aldrei að vita, kannski stend ég uppi sem lúmskur sigurvegari að lokum.“ freyrgigja@frettabladid.is ALEXANDER BRIEM: STEND UPPI SEM LÚMSKUR SIGURVEGARI Strákarnir sem eiga hugi og hjörtu íslenskra ungmenna UNGLINGASTJÖRNUR Alexander Briem, Haraldur Ari og Atli Óskar eru stjörnur dagsins í dag en Alexander og Atli leika aðalhlut- verkin í Gauragangi. Atli og Haraldur voru mjög í sviðsljósinu þegar Órói var frumsýnd. Alexander og Haraldur halda á mynd af félaga sínum sem svaf yfir sig í myndatökunni. Myndatakan var klukkan 14. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gísli Örn Garðarsson leikur stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu 2. Eins og nafnið gefur til kynna er þáttaröðin sjálfstætt framhald af Pressu sem sýnd var á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Blaðið er enn sem fyrr miðpunktur sjón- varpsþáttanna og þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjóns- son og Þorsteinn Bachmann munu endurtaka hlutverk sín. Sigurjón var auðvitað feykilega ánægður með að hafa landað Gísla Erni. „Hann leikur þarna mikinn athafnamann, viðskiptamógul sem styr stendur um. Hann er virkur þátttakandi í miklu stríði sem fer fram á síðum blaðsins,“ útskýrir Sigurjón en meðal annarra sem munu leika í seríunni er Jóhannes Haukur Jóhannsson. Upptökur á þættinum eiga að hefjast upp úr áramótum og er ráðgert að fyrsti þáttur fari í loftið í mars. „Þetta verður páskaserían,“ segir Sigur jón. Þáttaröðin verður að sögn Sigurjóns eilítið öðruvísi en sú fyrri, það verður meiri hasar í henni. „Það var auðvitað mik- ill hasar í þeirri fyrstu. Það verður einnig lögð meiri áhersla á glæpina sem slíka en akkúrat blaðið, þótt það verði auðvitað í stóru hlutverki, og svo verða glæpamennirnir hættulegri en nokkru sinni fyrr.“ - fgg Hollywoodstjarna í Pressu 2 GÍSLI Í PRESSU Gísli Örn Garðarsson mun leika eitt aðalhlut- verkanna í Pressu 2. Sigurjón Kjartansson, yfirhandritshöfundur þáttanna, lofar meiri hasar. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir verður einn af höf- undum bandarísku bókarinnar The Next Big Thing en þar fjalla frumkvöðlar, aðallega banda- rískir, um hvernig þeir hafa komið hugmyndum sínum í framkvæmd. Sigrún Lilja er á forsíðu kápunnar og virðist aðalstjarna ritsins ef marka má hana. Sigrún Lilja er ekki eini Íslendingur- inn sem skrifar í bókina því Jón Bjarnason við- skiptaþjálfi skrifar einnig kafla í bókina. Sigrún Lilja hefur vakið töluverða athygli fyrir hönnun sína undir merkjum Gyðju og nú síðast ilmvatnið sitt, EFJ, sem unnið er úr vatni frá Eyjafjallajökli. „Ég var í sambandi við systur- fyrirtæki Celebrity Press sem gefur út bókina. Var að kanna möguleika á samstarfi á öðrum vettvangi. Þetta barst síðan bara á milli fyrir- tækjanna og þeir hjá útgáfufyrirtækinu buðu mér að vera með í þessari bók. Þeim fannst ég hafa farið óhefðbundnar leiðir og fannst for- vitnilegt hvernig ég hafði byggt fyrirtækið upp,“ segir Sigrún í samtali við Fréttablaðið en Cele- brity Press gefur aðallega út fyrirtækjavænar bækur og bækur um hvernig fólk getur náð langt í sinni atvinnugrein. Sigrún segir að hennar helsta ráð fyrir nýtt ár sé að fólk skapi sér tækifærin sjálf. „Fram undan gætu verið mestu og bestu tímarnir fyrir skapandi greinar og ég held að það sé mikilvæg- ast fyrir fólki að leyfa sköpunargáfunni að ráða för. Fólk á að vera frumlegt og leita nýrra leiða og muna að tækifærin koma ekki upp í hend- urnar á manni.“ Bókin sem Sigrún og Jón skrifa í verður fáanleg í völdum verslunum á Íslandi síðar á árinu sem og Amazon.com. -fgg Sigrún Lilja einn höfunda sjálfshjálparbókar HJÁLPAR ÖÐRUM Sigrún Lilja skrifar kafla í banda- rísku bókina The Next Big Thing en útgefendur hennar hrifust af því hvernig hún hafði byggt upp fyrirtækið sitt Gyðju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þessa dagana ligg ég yfir fótboltanum. Það má segja að þetta sé uppáhaldstíminn minn í sjónvarpinu yfir jól og áramót þegar enska deildin er spiluð fram og til baka. Ég er United- maður og er mjög sáttur við mína menn.“ Jói Fel, bakari og sjónvarpsmaður. Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Blágrænir þörungar frábærir fyrir ræktina, skólann og vinnuna Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Aukið úthald, þrek og betri líðan Árangur strax! V o ttað 100 % lífræ nt www.celsus.is Áramótaskaupið á gamlárskvöld var í beittara lagi og virðist almennt vera talið vel heppnað. Hand- ritshöfundarnir Halldór Högurður, Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Sævar Sigurgeirsson, Ottó Geir Borg og Gunnar Björn Guðmundsson létu RÚV ganga á eftir sér með grasið í skónum áður en þau féllust á að taka verkefnið að sér. Þau gerðu svo talsvert mikið grín að RÚV í skaupinu og það má því velta fyrir sér hvort þau hafi með því keypt sér frí á þessu ári. Grínistarnir Egill Einarsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. fóru saman til New York í desember og létu jólastressið líða úr sér. Þeir fóru svo saman til Atlantic City, sem er eins konar lítil Las Vegas á austurströnd Bandaríkj- anna. Strákarnir ferðuðust með stæl, en sagan segir að ekkert minna en risa- vaxinn eðalvagn hafi dugað til að ferja þá í spilaborgina. Og nýju ári var fagnað víða á nýársdag. Vesturport-hópurinn hittist í Iðusölum og skemmti sér vel, enda vel heppnað ár að baki. Gísli Örn, Nína Dögg, Björn Thors, Víkingur Kristjánsson og Björn Hlynur mættu að sjálfsögðu á svæðið ásamt Óskari Jónassyni, Ragnhildi Gísla- dóttur, Gunnari Hanssyni, Dóra DNA og Ragnari Hanssyni, en tveir síðastnefndu vinna nú að sjónvarpsþáttum ásamt grínistunum Ara Eldjárn, Bergi Ebba og Jóhanni Alfreð. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.