Fréttablaðið - 06.01.2011, Page 1

Fréttablaðið - 06.01.2011, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Fimmtudagur skoðun 20 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Sirrý Svöludóttir heldur úti bloggsíðu um allt sem viðkemur heilsu og heilbrigði, svo sem hollt mataræði, umhverfisvænar snyrtivörur og lífrænan lífsstíl í skref-um, svo fátt eitt sé nefnt. Vefslóðin að bloggi Sirrýjar er svoludottir.wordpress.com. Jana Maren Óskarsdóttir, verslunarstjóri í Gyllta kettinum, er sparidama. Elskar allt loðið É g er svolítið sparileg, alltaf í kjólum og háum hælum og elska allt sem er loðið, pelsa og loð-húfur,“ segir Jana Maren Óskarsdóttir, verslun-arstjóri í Gyllta kettinum, þegar Fréttablaðið forvitnast um fatastíl hennar. Á myndinni klæðist hún gamalli slá sem búið er að hressa upp á.„Þetta var gólfsíð slá sem við fundum uppi á lofti. Hún var stytt og rúnnuð til og bætt á hana hettu og skinni og breyttist við það í æðislega flík. Mjög spari-leg, fyrir leikhúsferð eða fínt út að borða. Svo er ég í kjól frá Gyllta kettinum innan undir.“Spurð um uppáhaldsbúðir segist Jana helst nota tæki-færið þegar hún ferðast til útlanda til að kaupa föt. Top Shop og Primark eru meðal hennar uppáhaldsverslana og svo kaupir hún mikið af „second hand“-fatnaði.„Ég þræði „vintage“-verslanir bæði í útlöndum og hér heima. Það er til dæmis alltaf gaman að gramsa í Kolaportinu.“ heida@frettabladid.is Fr í r prufut ími SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 6. janúar 2011 4. tölublað 11. árgangur Pakistanskt í tíu ár Aamir Uz-Zaman hefur átt og rekið veitingastaðinn Shalimar í áratug. tímamót 28 Opið til 21 í kvöld Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 Við höfum enga stjórn á veðrinu. En við getum skaffað hita á rétta verðinu! 2000W hitablásari með hitastilli. Áður kr 4.990 Yfir 400 útsöluvörur á rafha.is ÚTSALA SPARAÐU SV IMANDI UPPH ÆÐIR OPIÐ ALLA N ÆSTU HELGI Verð nú 40% 2.990 AFSLÁTTUR Hitablásari Róbert Örn Hjálmtýsson: Semur lag fyrir strákana okkar FÓLK Róbert Örn Hjálmtýs- son, forsprakki hljómsveitar- innar Ég, hefur samið HM- lag til íslenska landsliðsins í handbolta. Þar gefur hann landsliðinu góð ráð hvern- ig þeir geti náð yfirburða- stöðu á vellinum en lagið verður frumflutt í þætti Loga Bergmanns á föstu- dagskvöld. Róbert á sér sjálfur for- tíð í handboltaheiminum, lék með yngri flokkum ÍR og fékk nýverið að kynnast kröftum Ingimundar Ingimundarsonar lands- liðsmanns í áramótaleik félagsins. - fgg / sjá síðu 46 Spáð velgengni BBC spáir Árna Hjörvari Árnasyni og hljómsveit hans góðu gengi á þessu ári. fólk 40 SLÆMT NA-TIL Í dag verða víða norðan 10-18 m/s. Éljagangur N- og A-lands en bjart syðra. Hvassviðri eða stormur NA- og A-til í nótt. Frost 5-15 stig. VEÐUR 4 -8 -8 -10 -10 -11 UMHVERFISMÁL Strangar reglur Evr- ópusambandsins um sorpbrennslu má meðal annars rekja til kröfu- gerðar íslenskra stjórnvalda um takmarkanir við losun eiturefna árið 1992. Þegar tilskip- un ESB var innleidd hér árið 2003 fengu stjórnvöld undanþágu frá reglunum að kröfu sveitarfélaganna. Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að á alþjóðaráð- stefnu um umhverfi og þróun sem haldin var í Rio de Janeiro árið 1992 hafi Ísland haft frum- kvæði að því að koma á alþjóðlegum reglum. Ísland hafi því í raun fengið undanþágu frá ströngum reglum sem stjórnvöld hafi barist fyrir að yrðu settar. Kostnaður við að uppfylla skil- yrðin um sorpbrennslu var ástæða þess að sótt var um undanþáguna. „Sveitarfélögin sem í hlut áttu og Samband sveitarfélaga sóttu það fast að slík undanþága feng- ist,“ segir Magnús. Hann bend- ir jafnframt á að strangt reglu- verk ESB sé fyrir margfalt stærri sorpbrennslur en eru hér. Smæð sorpbrennslnanna hérlendis hafi verið grundvöllur þess að fallist hafi verið á beiðni Íslendinga um undanþágu. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir að síðustu tvo áratugi hafi íslensk stjórnvöld lagt mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf til að draga úr mengun sjávar af völdum þrá- virkra lífrænna efna á borð við díoxín og fúran. „Í aðdraganda Ríó- ráðstefnunnar árið 1992 lagði Ísland mjög mikla áherslu á að ná fram ákvæði um alþjóðleg- ar aðgerðir gegn meng- un frá landstöðvum, sem þá var talin nema um 70-80 prósentum af þeirri mengun sem berst til sjávar. Einkum lagði Ísland áherslu á að gert yrði lagalega bindandi samkomulag á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um bann við losun þrávirkra lífrænna efna, þar með talið díoxín. Í ljósi þessa er afar einkennilegt að stjórnvöld hafi sótt um undanþágu frá strang- ari ákvæðum ESB fyrir mengun frá sorpbrennslustöðvum.“ Umhverfisstofnun kom upplýs- ingum til ráðuneytisins eftir að nið- urstöður díoxínmælinga lágu fyrir. Magnús segir að ráðuneytið hafi ekki íhugað að greina almenningi frá niðurstöðum mælinganna þar sem Umhverfisstofnun hafi ekki gert neinar tillögur þar um. Sem sérfræðistofnun ráðuneytisins hafi það verið í þerra verkahring. Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri UST, sagði í viðtali við Rúv í gær að vel megi halda því fram að umhverfisráðuneytið, sem og stofn- unin sjálf, hafi brugðist í málinu. - shá / sjá síðu 12 Ísland stóð ekki undir eigin kröfum Rekja má strangar reglur ESB um sorpbrennslu til baráttumáls Íslendinga frá 1992. Þrýstingur sveitar- félaga varð til þess að stjórnvöld fengu undanþágu frá reglunum þegar tilskipunin var innleidd hér. Í ljósi þessa er afar einkenni- legt að íslensk stjórnvöld hafi sótt um undan- þágu … ÁRNI FINNSSON FORMAÐUR NÁTTÚRUVERNDAR- SAMTAKA ÍSLANDS SÖGULEGT KJÖR Á ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS Alexander Petersson sést hér með styttuna eftir að hann var kosinn íþróttamaður ársins í gær. Alexander átti frábært ár, bæði með íslenska landsliðinu og með liðum sínum í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍÞRÓTTIR Handboltamaðurinn Alex- ander Petersson var í gær kjörinn íþróttamaður ársins 2010 í veg- legri athöfn á Grand Hóteli en þetta er í 55. sinn sem kjörið fór fram. Kjör Alexanders var sögu- legt því hann er fyrsti íþrótta- maður ársins frá upphafi sem er af erlendu bergi brotinn. Alexand- er fæddist í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2004. „Þetta er bara frábært og kom mjög mikið á óvart. Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég er enn að átta mig á þessu og því að allir séu að óska mér til hamingju með að vera íþróttamaður ársins. Þetta er stór- kostleg stund í mínu íþróttalífi,“ sagði Alexander. Kosningin var mjög jöfn og munaði aðeins 24 stigum á Alex- ander og knattspyrnumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem varð annar. Hópfimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir varð síðan í þriðja sæti sem er besti árangur fim- leikakonu frá upphafi í kjörinu. Alexander átti stóran þátt í því að íslenska landsliðið vann brons á EM í Austurríki og þá hefur hann farið fyrir liði Füch- se Berlin sem er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og búið að slá topplið deildarinnar út úr þýsku bikarkeppninni. Alexander er hinn fullkomni liðsfélagi, frábær varnarmaður sem lætur verkin tala inni á vell- inum og er ávallt tilbúinn að fórna bæði skrokknum og sviðsljósinu fyrir velgengni liðsins. „Þetta er stórkostlegt fyrir mig að fá svona titil og klapp á bakið. Ég get núna sýnt strákun- um mínum að ég var einu sinni íþróttamaður ársins. Ég er samt ekki að fara að hætta núna því ég ætla að gera meira og nú er bara að setja stefnuna á að vinna titilinn aftur,“ segir Alexander. - óój / sjá íþróttir síðu 42 Íþróttamaður ársins var útnefndur í 55. sinn í gær: Alexander sá besti Í tómu rugli Bæði Liverpool og Chelsea töpuðu leikjum sínum í gær. sport 42

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.