Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 2
2 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Jón Laxdal Arnalds, fyrrver- andi dómari og ráðuneytis- stjóri, andaðist á heimili sínu síðastliðinn sunnudag. Hann var fæddur í Reykjavík 28. janúar 1935, sonur hjón- anna Guðrún- ar Jónsdóttur Laxdal, kaup- konu í Reykjavík, og Sigurð- ar Arnalds, útgefanda og stór- kaupmanns. Jón starfaði sem héraðs- dómslögmaður og síðar hæsta- réttarlögmaður. Hann gegndi starfi ráðuneytisstjóra í sjáv- arútvegsráðuneytinu frá stofn- un þess árið 1970 til ársins 1985 og starfaði eftir það sem borgardómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Jón lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn af fyrra hjóna- bandi. Jón Laxdal Arnalds látinn Þorbjörg, var það lán í óláni að þú fórst í lögfræðina? „Já, það var að minnsta kosti lán gegn óláninu hjá LÍN.“ Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir laganemi kærði ákvörðun Lánasjóðs íslenskra námsmanna um að synja henni um námslán vegna lögfræðináms. Þorbjörg vann málið. FÓLK Íslenskur karlmaður liggur nú lamaður neðan mittis á sjúkrahúsi á Austurríki eftir að hafa gengið fram af snjóhengju á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára trésmiður og snjóbrettakappi. Pétur var í hlíðum Innsbrück ásamt félaga sínum á gamlárs- kvöld þegar slysið varð. Þeir höfðu verið að fylgjast með flugeldasýningu í borginni. „Pétur gekk fram af snjóhengju og féll um tuttugu metra niður bratta brekku áður en hann hrapaði fimm eða sex metra fram af þverhnípi,“ segir Guðmundur Geir Sigurðsson, faðir Péturs. Mæna Péturs skaddaðist við tólfta hryggjarlið. Að sögn Guðmundar er unnusta Péturs einnig ytra. Móðir Péturs býr að sögn Guðmundar ekki langt undan og er nú einnig við hlið sonar síns. Þá hafa vinir og vandamenn stofnað síðu á Facebook til að lýsa stuðningi við hann. Til stendur að flytja Pétur heim til Íslands hið fyrsta. Guðmundur segir það dálítið flækja málið að ferðaslysatrygging Péturs hafi verið útrunnin. Guðmundur segir son sinn sveiflast milli vonar og algerrar örvæntingar. „Læknavísindin segja að hann stígi aldrei í fæturna aftur en maður veit ekki hvað verður,“ segir faðirinn sem nú undirbýr heimkomu sonar síns. - gar Ungur Íslendingur slasaðist alvarlega í Austurríki á gamlárskvöld: Féll fram af snjóhengju og lamaðist NÁTTÚRA Þrjú tilvik um dularfull- an dauða þúsunda spörfugla hafa verið tilkynnt að undanförnu. Fyrsta atvikið átti sér stað í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum á nýársdagsmorgun, þar sem meira en þrjú þúsund svartþrestir féllu af himnum ofan í bænum Beebe. Næsta dag rak um hundrað þús- und dauða fiska á land í Arkans- as-á, rúmum 150 kílómetrum frá Beebe. Sjónarvottar í Arkansas segja að þeir fáu fuglar sem lifðu fall- ið af hafi ráfað um líkt og ölvaðir og flogið á hvað sem fyrir þeim varð. Annað tilvikið varð í Louisiana- ríki þremur dögum síðar, þar sem um 500 dauðir spörfuglar fundust dauðir á þjóðvegi. Nýjasta tilvik- ið var tilkynnt í Svíþjóð á þriðju- dagskvöld, þegar um 100 krákur fundust liggjandi á víð og dreif í bænum Falköping, en fræðimenn hafa úrskurðað að þeir hafi orðið fyrir fyrir höggi og að vörubíll hafi ekið á hópinn. Bandarískir sérfræðingar segja atvikin afar óvenjuleg og ekki er vitað um sambæri- leg atvik. Nokkrar tilgátur eru á lofti, en talið er að fuglarnir í Arkansas hafi annaðhvort fengið blóðtappa eða hjartaáfall. Engar kenningar eru á lofti um það hvernig fiskarnir drápust þar á sama tíma. Fuglarnir í Louisiana eru tald- ir hafa flogið á rafmagnslínu og þaðan fallið á þjóðveginn þar sem keyrt hafi verið yfir þá. Ekkert af þessu hefur þó verið staðfest og standa rannsóknir á fuglun- um yfir. Fjöldadauði fugla í Bandaríkj- Dularfullur fugladauði veldur heilabrotum Þúsundir dauðra spörfugla hafa fallið af himnum ofan á síðustu dögum í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Atvikin eru þrjú og telja vísindamenn þau ótengd. 100 þúsund dauðum fiskum skolaði á land nálægt einum staðnum á sama tíma. FUGLARNIR KRUFNIR Dr. Brandon Doss yfirdýralæknir rann- sakar fuglana á fuglarannsóknarmiðstöðinni í Arkansas. Útiloka kulda og flugelda sem orsök „Þetta er alveg stórfurðulegt. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur, sem hefur starfað við rannsóknir á sviði veðurfræði í hálfa öld. Veturinn hefur verið óvenju kaldur í Svíþjóð, þar sem 100 krákur drápust á þriðjudagskvöld, en þó segir Þór afar ólíklegt að fuglar drepist á þennan hátt vegna kulda eða annarra veðurhræringa. Hann man ekki eftir neinu á sínum ferli sem veðurfræðingur sem getur mögulega skýrt atvik síðustu daga í Svíþjóð og Banda- ríkjunum. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, telur útilokað að heill hópur fugla hafi drepist á sama tíma vegna hræðslu við flugelda, en fyrstu tilgátur sérfræðinga í Arkansas á fugladauð- anum voru á þá leið. Ólafur sagði í samtali við RÚV í gærdag að hann þekkti engin dæmi þess hér á landi að svo margir fuglar hefðu fyrirvaralaust fallið dauðir af himnum ofan. Hann sagðist hafa lesið um atvik erlendis þar sem hópar af fuglum hefðu lent í vondum veðrum og drepist vegna þess, en engar vísbendingar eru um illviðri á þeim svæðum þar sem fuglarnir féllu niður. unum er ekki óþekkt fyrirbæri. Síðan í júní 2009 hafa verið skráð fimm atvik þar sem fleiri en þús- und fuglar deyja í einu, þar af eitt atvik þar sem 4.000 vaðfugl- ar drápust vegna veirusýking- ar í Minnesota-ríki. Þeir fuglar drápust þó á eins og hálfs mán- aðar tímabili. sunna@frettabladid.is DAUÐUR SVARTÞRÖST- UR 3.000 dauðir svart- þrestir féllu til jarðar í bænum Beebe í Ark- ansas-ríki á nýársdag og um 500 í Louisiana- ríki þremur dögum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STUÐNINGSSÍÐA Á FACEBOOK Vinir og vandamenn Péturs Kristjáns hafa sett upp facebooksíðu þar sem honum er óskað góðs bata. Kristján Péturs- son látinn Kristján Pétursson, fyrrver- andi deildarstjóri Tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli, andaðist á Landspít- alanum á þriðjudag, 80 ára að aldri. Kristján fæddist l7. maí l930 að Steini á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu, sonur hjónanna Péturs Lárussonar bónda og Kristínar Danivals- dóttur húsmóður. Kristján lætur eftir sig eiginkonu og sex börn. Kristján starfaði lengst af hjá Tollgæslunni á Keflavík- urflugvelli. Hann var þekkt- ur fyrir brautryðjendastörf við rannsóknir og kynningar á fíkniefnamálum og fyrir vinnu að lausn ýmissa stórra sakamála. Kristján skrifaði fjölmargar greinar í dagblöð og tímarit, auk þess sem hann skrifaði tvær bækur. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framsal á pólsk- um manni til heimalands síns. Maðurinn hafði þar gerst sekur um líkamsárás ásamt öðrum manni, en kom eftir það til Íslands. Auk þess hótaði hann tveimur mönnum lífláti og að kveikja í húsi þeirra. Maðurinn var upphaflega dæmdur í tíu mánaða skilorðs- bundið fangelsi en ákveðið var að hann skyldi sitja af sér dóm- inn vegna þess að hann greiddi ekki brotaþola skaðabætur sem honum var gert að greiða. - jhh Hæstiréttur staðfestir framsal: Ofbeldismaður sendur úr landi LÖGREGLUMÁL Meintum skatta- lagabrotum vegna rekstrarkostn- aðar FL Group á árinu 2007 verð- ur vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Rekstrarkostnaður fyrirtækisins vakti athygli en hann nam um 6,2 milljörðum króna árið 2007. Málið snýst meðal annars um kostnað vegna hlunninda starfs- manna, en eftir bankahrun tapaði félagið 350 milljörðum króna. Fyrirtækið heitir nú Stoðir og er í eigu kröfuhafa. - þj Rannsaka rekstrarkostnað: FL Group sent ríkissaksóknara LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók í gær- kvöld tvítugan karlmann vegna tilraunar til bankaráns í útibúi Arion í Hraunbæ í gærmorgun. Maðurinn játaði þátttöku sína í ráninu við yfirheyrslur í gær- kvöld og gisti fangageymslur, samkvæmt fésbókarsíðu lögreglu. Lögreglan hafði fyrr um dag- inn handtekið þrjá menn vegna rannsóknarinnar. Þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni. Maðurinn fór með hulið andlit inn í útibúið. Hann grýtti steini í afgreiðslubás og heimtaði pen- inga af gjaldkera. Þegar ekki var orðið við kröfu hans lét hann sig hverfa. Hann gaf sig svo sjálfur fram við lögreglu í gærkvöld. Tvítugur maður handtekinn: Játaði tilraun til bankaráns DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis hefur enn ekki ákveðið hvort frávísunarúrskurði dómarans Charles Ramos í Glitnismálinu í New York verði áfrýjað. Slitastjórnin fær að líkindum eins mánaðar áfrýjunarfrest eftir að skrifleg- ur úrskurður liggur fyrir en sá úrskurður er hins vegar enn ekki tilbúinn. Ramos vísaði málinu frá dómi um miðjan desember með þeim orðum að með réttu ætti að höfða það á Íslandi. Hann setti það hins vegar sem skilyrði fyrir frávísuninni að stefndu féllust á að íslenskir dómstólar hefðu lögsögu í mál- inu og að eignir þeirra í útlöndum yrðu aðfararhæfar ef þeir töpuðu því. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slita- stjórnarinnar, segir að tafirnar á útgáfu skriflegs úrskurðar skýrist af því að nú vinni dómarinn að því að útfæra skilyrð- in með formlegum hætti. Við þá vinnu sé haft samráð við lögmenn bæði slitastjórn- arinnar og stefndu. Í málinu stefndi slitastjórnin þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni til greiðslu tveggja milljarða dala fyrir að hafa rænt bankann að innan. - sh Dómari í New York hefur ekki klárað skriflegan frávísunarúrskurð í máli Glitnis: Ákvörðun um áfrýjun bíður enn STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.