Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 4
4 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR Bókun Vinstri grænna í borgarstjórn á þriðjudag varðandi ákvörðun meirihlutans um stjórnsýsluúttekt vegna bankahrunsins var lögð fram af Þorleifi Gunnlaugssyni en ekki Sóleyju Tómasdóttur eins og sagt var í blaðinu í gær. Sóley var ekki á fundinum. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 3° 1° 2° 4° 3° 1° 1° 22° 4° 16° 4° 19° -2° 9° 12° 1° Á MORGUN 13-20 m/s. LAUGARDAGUR Stíf NA-átt allra austast annars hægari. -6 -10 -11 -9 -8 -8 -6 -10 -4 -6 -15 8 17 11 16 7 13 10 10 14 13 12 -6 -4 -2 -2 -3 -7 -6 -6 -5 -5 KULDALEG OG HVÖSS KORT Veður fer heldur versnandi er líður á daginn einkum norðaustan til á landinu en þar og víða annars staðar verður afl eitt ferða- veður fram að laug- ardag. Veður batnar hvað úrkomu og vind varðar um helgina en áfram verður talsvert frost. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók í gær við minnispeningi og heið- ursviðurkenningu úr hendi sendiherra Rússlands. Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, og sérstök minning- arnefnd um síðari heimsstyrj- öldina veita þessa viðurkenn- ingu vegna stuðnings Ólafs Ragnars við viðburði og athafn- ir sem tengjast varðveislu sögu Rússlands í stríðinu. Forseti Íslands átti þátt í að hér á landi var haldið þing um rússneskar skipalestir sem fóru um Norður-Atlantshaf í stríð- inu. Þá stuðlaði forseti að því að reistur var minnisvarði í Reykjavík um þá sem fórust á þessari leið. - þj Rússnesk viðurkenning: Forseti heiðrað- ur af Rússum VIÐURKENNING TIL FORSETA Sendiherra Rússlands, Andrey V. Tsyganov, afhenti forseta Íslands minnispening og heiðurs- viðurkenningu. JAPAN Metverð fékkst fyrir tún- fisk á Tsukiji-fiskmarkaðnum í Tókýó í vikunni. Einn fiskur, sem vó 342 kíló, var seldur á 46 millj- ónir króna. Kílóverðið var því um 135 þúsund krónur. Það voru veitingastaðir í Tókýó og Hong Kong sem keyptu fiskinn í sameiningu og verður fiskurinn notaður í sushi-rétti. Aukin eftir- spurnar eftir túnfiski í Kína hefur hækkað verð á túnfiski mjög und- anfarin misseri. Fiskurinn dýri var veiddur úti fyrir ströndum Hokkaido-eyju í Japan. - th Metverð fyrir túnfisk í Tókýó: Fiskur seldur á 46 milljónir STJÓRNMÁL „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna almennt og fara yfir grundvöllinn og stjórn- arsamstarfið og fá niðurstöðu í það til þess að það væri ekkert kjaft- æði í gangi um það,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, að loknum þing- flokksfundi í gærkvöldi. Á fundinum ræddu þing- menn Vinstri grænna meðal annars þá sam- starfsörðugleika sem upp hafa komið í flokkn- um undanfarið. Þeir endurspegluðust meðal ann- ars í því að þrír þingmenn flokks- ins, þau Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdótt- ir, sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur sagði að nú gleðjist eflaust margir sem hafi haft mikl- ar áhyggjur af heilsu ríkisstjórn- arinnar undanfarna daga. Þeir geti nú tekið gleði sína á ný sem vilji stjórninni vel og að hún nái að vinna úr þeim ágreiningi sem uppi hafi verið. „Við erum komin vel á veg í þeim efnum, og til þess þurfum við sterka og starfhæfa ríkisstjórn. Ég tel að niðurstaðan sé skýr í þeim efnum eftir daginn í dag, að stjórn- in er það,“ sagði Steingrímur. Hann sagði niðurstöðu fund- arins skýra. Engin breyting hafi orðið á stöðu Vinstri grænna sem ríkisstjórnarflokks, allir þingmenn flokksins styðji ríkisstjórnina. „Við ætlum að halda áfram að funda og ræða þau stóru við- fangsefni sem við vitum að við erum ýmist með í höndunum eða við vitum að eru fram undan. Við ætlum að reyna að gefa okkur meiri tíma til að þétta raðirnar og tala saman, reyna að bæta okkar vinnubrögð hvað það snertir,“ sagði Steingrímur. Hann sagði umræðuna sem hafi komist á flug í samfélaginu eftir afgreiðslu fjárlaganna hafa næst- um verið barnalega. Ekkert tilefni hafi verið til að ætla að breytingar yrðu á stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Spurður hvort þingmennirnir þrír sem ekki studdu fjárlög ríkis- stjórnarinnar njóti trausts hjá öðrum þingmönnum flokksins sagði Steingrímur: „Já, við treyst- um hvert öðru, og ræðum það þá ef við þurfum að jafna einhvern ágreining, eða þurfum að gera athugasemdir við verk hver ann- ars þá bara gerum við það. Það er okkar stíll.“ Hann segir ýmsan ágreining hafa verið jafnaðan á fundinum í gær, þó margt sé enn óleyst. Áfram verði fundað til að ræða þau stóru viðfangsefni sem nú blasi við. Spurður hvort þremenningarnir muni áfram sitja í nefndum Alþing- is fyrir hönd flokksins sagði hann það ekki hafa verið rætt á þessum fundi. Það verði mögulega rætt þegar nær dragi þingsetningu. brjann@frettabladid.is GENGIÐ 05.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,4613 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,63 116,19 180,39 181,27 153,16 154,02 20,55 20,67 19,621 19,737 17,149 17,249 1,4080 1,4162 178,10 179,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Vinur við veginn KAFFIMÁL OG ÁFYLLING ALLT ÁRIÐ 2.290 KR. Kaffimálinu fylgir áfylling á kaffi á öllum Olís-stöðvum út árið 2011. P IP A R \T B W A - S ÍA - 1 03 25 5 WASHINGTON, AP Repúblikanar tóku í gær við stjórnartaumunum í full- trúadeild bandaríska þingsins á ný, eftir kosningasigur fyrir tveimur mánuðum. John Boehner settist í stól forseta fulltrúadeildarinnar í stað demókratans Nancy Pelosi, sem var fyrst kvenna til að taka við embættinu. Búist er við átökum á komandi misserum þar sem nýr meirihluti mun gera það að sínu fyrsta verki að leggja til að ný heilbrigðislög- gjöf verði lögð af. Það mun þó aldrei verða annað en málamyndagjörningur þar sem slíkt mun aldrei komast í gegnum öldungadeildina því demókratar héldu meirihluta þar. Margir repúblikanar eru í hinum svokallaða Teboðs-hópi og gætu orðið Boehner erfiðir í mörgum umdeildum málum þar sem þörf verður á málamiðlunum. Barack Obama Bandaríkjafor- seti sagðist búast við því að nýr meirihluti myndi fyrst um sinn reyna að höfða til harðlínumanna. „En ég er viss um að þeir átta sig á því að okkar hlutverk er að stýra landinu og skapa störf fyrir landsmenn.“ - þj Repúblikanar aftur við stjórnvölinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings: Búist við átakaþingi vestanhafs VIÐ STJÓRNVÖLINN John Boehner er nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Segir alla styðja stjórnina Samstarfsörðugleikar innan þingflokks Vinstri grænna voru ræddir á þingflokksfundi í gær. Formaður VG segir alla þingmenn flokksins styðja ríkisstjórnina. Hann segir enn ýmis mál óleyst innan þingflokksins. FUNDAÐ Hvorki Atli Gíslason né Lilja Mósesdóttir, sem bæði sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, vildu tjá sig við fjölmiðla að loknum þingflokksfundi í gær- kvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég mun verja ríkisstjórnina komi fram vantrauststillaga og styð rík- isstjórnina, en menn þurfa að kafa ofan í Evrópusambandsmálin og finna þeim annan farveg,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, þing- maður Vinstri grænna, að loknum þingflokksfundi í gærkvöldi. Spurður hvort það þýði að hann styðji ríkisstjórnina að uppfylltum skilyrðum sagði Ásmundur: „Það er verið að fara ofan í þessi mál, það er ljóst að þeim fjölgar sem telja að ferlið sé komið í annan farveg en að var stefnt.“ Ásmundur sagði fundarmenn hafa rætt málin opinskátt, þar með talið hjásetu hans og tveggja annarra þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga. „Við höfum lýst því yfir að við styðjum þessa ríkis- stjórn en viljum ákveðnar áherslu- breytingar, ég bind vonir við að það verði skoðað í framhaldinu.“ Spurður hvort eðlilegt sé að þrír þingmenn í 35 þingmanna meirihluta geti krafist slíkra breyt- inga á stefnu ríkisstjórnarinnar segir hann: „Það sem menn hafa verið að tala um eru málaflokkar sem hafa verið að skekja Vinstri græna. Það sem var verið að tala um í þessum hópi var að það þarf að fara yfir þessi mál, bæði hvað varðar efnahagsstefnuna og alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hvað tekur við þegar hann fer, og þessi Evrópusambandsmál sem hafa verið að skekja miklu fleiri heldur en bara þrjá þingmenn.“ Ekki náðist að klára umræðu um þessi mál, og verður fundar- höldum haldið áfram á þingflokks- fundi næstkomandi mánudag. Ríkisstjórnin þarf að skipta um farveg STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Við ætlum að halda áfram að funda og ræða þau stóru viðfangsefni sem við vitum að við erum ýmist með í höndunum eða við vitum að eru fram undan. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.