Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 8
8 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR 1 Hvar í Ástralíu eru nú mikil flóð? 2 Hver er eigandi Baðhússins? 3 Hverjir skipa Klovn-tvíeykið? SVÖR: DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega fimmtugan mann fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir líkamsrás. Manninum er gefið að sök að hafa stungið annan mann í bakið með hnífi. Atvikið, sem flokkað er undir sérstaklega hættulega líkamsár- ás, átti sér stað framan við póst- húsið á Dalvík í ágúst á síðasta ári. Maðurinn sem varð fyrir stungunni hlaut djúpan skurð á baki. Hann krefst skaðabóta upp á tæplega eina milljón króna. - jss Sérstaklega hættuleg árás: Stunginn með hnífi í bakið 1. Queensland fylki. 2. Linda pétursdótt- ir. 3. Frank Hvam og Casper Christensen Borgarferðir F í t o n / S Í A Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Golff i Golf í vor Express ferðir bjóða pakkaferðir við allra hæfi á tvo frábæra golfvelli á Spáni, Bonalba og La Sella. Í boði eru 7 og 9 daga ferðir. Spilaðu golf við bestu aðstæður og njóttu lífsins í sólinni á Spáni! Skelltu þér á www.expressferdir.is/golf eða hringdu í 5 900 100 og kynntu þér kostina. Verð á mann í tvíbýli, frá 149.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, 7 gistinætur með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli, fararstjórn og ótakmarkað golf. FRÉTTASKÝRING Hvað líður sölunni á Icelandic Group? Stefnt er að því að ljúka í þessum mánuði viðræðum Framtakssjóðs Íslands og norður-evrópska fjár- festingarsjóðsins Triton um kaup þess síðarnefnda á hlut í Iceland- ic Group. Finn- bogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Framtaks- sjóðsins, segist gera ráð fyrir að málið skýrist á næstu tveim- ur vikum. „Við eigum í viðræð- um um hugsan- legt samstarf og sölu á hlut, en það er ekki komin nein niðurstaða í það hversu stór sá hlutur kynni að verða. Það er mjög jákvætt að finna þann áhuga sem er á félag- inu sem staðfestir þá trú sem við höfum á framtíðarmöguleikum þess,“ segir hann. Á morgun, 7. janúar, rennur út tilboð kanadíska fisksölufyrir- tækisins High Liner Foods um viðræður um kaup á IG. Líkt og fram kemur í frétt blaðsins í gær er fyrirtækið, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, tilbúið að greiða sem nemur 52 milljörðum króna fyrir erlenda starfsemi IG. Mat greinenda er að gengju slík kaup í gegn myndi Fram- takssjóðurinn hagnast umtals- vert á sölunni, en IG er eitt þeirra fyrirtækja sem fylgdu í kaupum sjóðsins á Vestia, eignarhaldsfélagi Landsbankans. Miðað við skuldastöðu IG, eins og hún birtist í síðasta uppgjöri félagsins í júní 2010 og það verð sem sjóðurinn lét fyrir Vestia, herma heimildir blaðsins að áætla megi að Framtakssjóðurinn hafi keypt IG á rúma fjörutíu milljarða króna. Verð á borð við það sem kanadíska fyrirtækið nefnir gæti því þýtt fimmtán til tuttugu pró- senta arðsemi Framkvæmdasjóðs- ins af sölunni. Finnbogi áréttar hins vegar að enn liggi ekkert fyrir og allar upphæðir geti breyst að aflok- inni áreiðanleikakönnun. Þá sé enn stefnt að því að skrá félagið á markað þegar seldur hafi verið kjölfestuhlutur eða erlend starf- semi út úr félaginu. „En stefnan er að halda sölukerfi félagsins í meiri- hlutaeigu Íslendinga,“ segir hann. Sumir viðmælenda blaðsins hafa gagnrýnt að Framtakssjóður- inn skyldi ekki efna til formlegra og opnara tilboðsferlis í sölunni á Icelandic Group. Um leið er ljóst að sjóðnum ber engin skylda til að fara slíka leið. Finnbogi áréttar að töluverð- ur áhugi hafi verið meðal fjár- festa á Icelandic Group og vísar á bug gagnrýni um ógagnsæi. „Frá því í september hefur legið fyrir að við vildum fá með okkur sam- starfsaðila,“ segir hann og kveður því alla hafa setið við sama borð í þeim efnum. „Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar gáfu margir aðilar sig fram og við ákváðum í kjölfar- ið að taka upp viðræður við Trit- on og gefa okkur hæfilegan tíma til þess,“ segir hann og áréttar að fyrir Framtakssjóðnum vaki tvennt, annars vegar að hámarka verðmæti og hins vegar að verja íslenska hagsmuni við sölu sjávar- afurða. Þá telur Finnbogi alls ekki hægt að draga þá ályktun að Landsbank- inn hafi leikið af sér með því að selja frá sér Icelandic Group. „Við höfðum alveg hugsað okkur að eiga félagið til margra ára og það eitt breytir samningsstöðu og kann að hækka verð. Landsbankinn á tæp- lega 30 prósenta hlut í Framtaks- sjóðnum og nýtur þess því ef gott verð fæst fyrir hluta af eignum félagsins nú.“ olikr@frettabladid.is FINNBOGI JÓNSSON TIL SJÓS Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu sextán lífeyrissjóða, á í viðræðum við evrópska fjárfestingarfélagið Triton um sölu á eignarhlut í Icelandic Group. Á meðan ræðir sjóðurinn ekki við aðra fjárfesta. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE Salan á IG skýrist í þessum mánuði Miðað við verðhugmyndir gæti Framtakssjóður Íslands hagnast töluvert á söl- unni á erlendum hluta Icelandic Group (IG). Sjóðurinn ræðir nú við fjárfesting- arsjóðinn Triton. Ætlar að hámarka arðsemi og verja íslenska hagsmuni. Mat sérfræðinga á markaði er að sá áhugi sem fjárfestar sýni kaup- um á IG sé jákvæður og til marks um góðan árangur Framtakssjóðs- ins. Þá virðist staða IG sterkari en margur hafði ætlað, með vaxtaber- andi skuldir upp á 204,5 milljónir evra og lausafé sem nemur 32 milljónum. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins samsvara því 26 milljörðum íslenskra króna. Skuldastaða IG DÓMSMÁL „Málið er til skoðunar hjá mér og ég get ekkert tjáð mig um efni þess eða framgang.“ Þetta segir Guðjón Ólafur Jóns- son hæstaréttarlögmaður spurður um framgang kærumáls Hannes- ar Smárasonar gegn ríkissaksókn- ara og saksóknara efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra. Guðjón Ólafur er settur saksókn- ari í málinu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Hannes hefði kært ofan- greinda saksóknara fyrir brot gegn þagnarskyldu eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrota- deildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu. Upplýs- ingar úr gögnunum voru síðar til umfjöllunar hjá fjölmiðlum. Sak- sóknari efnahagsbrotadeildar leit- aði óformlegs álits ríkissaksókn- ara á afhendingu gagnanna áður en til hennar kom. Ríkissaksókn- ari kvaðst ekki hafa forsendur til að meta málið. „Ég staðfesti að kæran var send þar sem þarna voru afhent gögn sem við teljum að ekki hefði átt að afhenda,“ sagði Gísli Guðni Hall hrl., lögmaður Hannesar, við Fréttablaðið í gær. Gísli Guðni kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að sinni. - jss GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Settur saksóknari tjáir sig ekki um efni kærumáls á hendur tveim saksóknurum: Kæra Hannesar til skoðunar Fjárfestingarsjóðurinn Triton leggur áherslu á viðskiptaþróun á neytenda- markaði, viðskiptalausnir og framleiðslu á Norðurlöndunum og þýskumæl- andi landsvæðum. Sjóðurinn er sagður hafa mikla reynslu af því að vinna með stjórnendum að því að efla rekstur og auka verðmæti fyrirtækja sem fjárfest hefur verið í. Sjóðurinn stýrir alls fjórum milljörðum evra fyrir hönd norrænna og alþjóðlegra fjárfesta. Umfang einstakra fjárfestinga sjóðsins er yfirleitt sagt á bilinu 50 milljónir evra til einn milljarður evra. Sjóðurinn hefur starfsstöðvar í Stokkhólmi, Frankfurt og London. Sjóðurinn stýrir fjórum milljörðum evra DANMÖRK Danska matvæla- stofnunin hefur ávítað samtök mjólkuriðnaðarins fyrir að ýkja hollustu mjólkurafurða í auglýs- ingaherferð. Evrópusambandið borgar um helming af 300 milljóna króna kostnaði við auglýsingaherferð danska mjólkuriðnaðarins sem nú stendur sem hæst. Í auglýsingunum er staðhæft að mjólkurvörur séu góðar fyrir tannheilsu og að fituskert mjólk geti stuðlað að lægri blóðþrýst- ingi. Danska matvælastofnunin segir að vegna þessara og fleiri staðhæfinga sé auglýsingaher- ferðin villandi og í andstöðu við lög, samkvæmt vef danska ríkisútvarpsins. - pg Mjólkurframleiðendur ávíttir: Villandi áróður fyrir mjólk 219 teknir á Hringbraut 219 ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Hringbraut í gær. Lög- regla mældi hraða 887 ökutækja og ók því fjórðungur ökumanna yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 65 kílómetra hraði á klukkustund en þarna er 50 kíló- metra hámarkshraði. Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp á þessum vegarkafla og þannig er vöktun lög- reglunnar tilkomin. Lögregla verður við hraðamælingar á fleiri stöðum á næstu dögum og vikum. Löghlýðnir í göngunum Einungis tveir ökumenn af rúmlega hundrað ökumönnum voru staðnir að hraðakstri í átaki lögreglu í Hvalfjarð- argöngum á þriðjudag. Hinir brotlegu mældust á 80 og 91 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði í göng- unum er 70 kílómetrar á klukkustund. LÖGREGLUMÁL HANNES SMÁRASON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.