Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 12
12 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Mengun frá sorpbrennslu Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík- Flúðum Vestmannaeyjum Úlpa með hettu + flíspeysu kr. 12.990 Varúðarvesti kr. 890 Flísjakki með hettu kr. 6.450Polo bolur kr. 2.190 Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunar- fræðingur hjá Umís ehf. Environice, segir að díoxín og fúrön hafi töluverða sérstöðu meðal algengustu mengunarefna vegna þess hversu alvarleg og langvinn áhrif þau geti haft á lífríkið og heilsu fólks. „Í raun geta menn alls ekki leyft sér að umgangast þessi efni og vísbendingar um óhóflegan styrk þeirra með viðlíka léttúð og ef um önnur og minna eitruð efni væri að ræða. Því þykir mér það mjög sláandi og reyndar ógnvekjandi hversu lítið virðist hafa verið gert með þessar niðurstöður úr díoxínmælingun- um frá 2007. Sjálfsagt geta sérfræðingar rökrætt um það hver séu eðlileg viðmiðunarmörk fyrir díoxín. Skoðun mín er einfaldlega sú, að ef díoxín og fúrön mælast einhvers staðar yfir viðmiðunar- mörkum verður að grípa til aðgerða þegar í stað, hvort sem styrkur efnanna er rétt yfir viðmiðunarmörkum eða tvítugfaldur.“ Stefán telur að eðlilegt hefði verið að krefjast þegar í stað annarrar mælingar til að staðfesta niðurstöðurnar og grípa í framhaldinu þegar í stað til róttækra aðgerða til úrbóta. „Mér finnst eðlilegt og algjörlega nauð- synlegt að velta fyrir sér og fara vel ofan í saumana á því hvernig hægt var að láta þrjú aðgerðarlaus ár líða frá því að niður- stöðurnar frá 2007 lágu fyrir. Fljótt á litið sýnist mér veilan liggja fyrst og fremst í regluverkinu, þar sem ekki virðist vera gert ráð fyrir að neitt sérstakt ferli fari tafarlaust í gang við aðstæður sem þessar.“ Sérfræðingur í umhverfismálum telur að UST hefði átt að bregðast við: Regluverkið er meingallað STEFÁN GÍSLASON Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, segir að síðustu tvo áratugi hafi íslensk stjórnvöld lagt mikla áherslu á alþjóðlegt samstarf til að draga úr mengun sjávar af völdum þrá- virkra lífrænna efna á borð við díoxín og fúran. „Í aðdraganda Ríó-ráðstefn- unnar árið 1992 lagði Ísland mjög mikla áherslu á að ná fram ákvæði um alþjóðlegar aðgerðir gegn mengun frá landstöðvum sem þá var talin nema um 70-80 prósentum af þeirri mengun sem berst til sjávar. Einkum lagði Ísland áherslu á að gert yrði laga- lega bindandi samkomulag á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um bann við losun þrávirkra lífrænna efna, þar með talið díoxín.“ Að baki liggja gríðarlegir hags- munir fiskútflutningsfyrirtækja, að sögn Árna, og því hefur barátta gegn mengun verið megin- þema í utan- ríkisstefnu Íslands. „Í ljósi þessa er afar ein- kennilegt að íslensk stjórn- völd hafi sótt um undanþágu frá strangari ákvæðum Evrópusambandsins fyrir mengun frá sorpbrennslu- stöðvum í þeim tilgangi einum, að því er virðist, að forða sveitar- félögum frá kostnaði af fullkomn- ari mengunarvörnum. Enn fremur sætir furðu hversu óskýr hlutverk og valdheimildir Umhverfisstofn- unar eru og að réttur almennings á Ísafirði til upplýsinga um meng- un vegna starfsemi Funa var virtur að vettugi.“ Gengur gegn meginþema utanríkisstefnunnar: Baráttumál Íslands ÁRNI FINNSSON Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Stjórnvöld fengu undan- þágu frá ströngum reglum um sorpbrennslu vegna þrýstings frá sveitarfélög- unum. Umhverfisráðuneyt- ið taldi enga umhverfisvá fylgja díoxíni 2007 þar sem Umhverfisstofnun gerði engar tillögur um aðgerðir. Kostnaður við að uppfylla ströng skilyrði í reglum EES um sorp- brennslu var ástæða þess að sótt var um undanþágu þegar regl- urnar voru innleiddar hér á landi 2003. Sveitarfélögin sem í hlut áttu og Samband sveitarfélaga sóttu það fast að slík undanþága fengist, segir Magnús Jóhannsson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu. „Rök þeirra voru kostn- aður við að breyta sorpbrennsl- unum sem hafði verið fjárfest í tiltölulega skömmu áður.“ Magnús bendir á að lengi hafi sorp verið brennt á víðavangi og undanþágan geri ekki lítið úr þeim miklu framförum sem í reglu- gerðinni hafi falist. „Brennslan á Ísafirði þegar hún hófst 1994 var hrein bylting. Þegar fjárfest var í sorpbrennslunum á tíunda ára- tugnum voru engar reglur í gildi um díoxín og fleira.“ Kristín Linda Árnadóttir, for- stjóri Umhverfisstofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið að stofn- unin hefði komið upplýsingum til umhverfisráðuneytisins eftir að niðurstöður díoxínmælinga lágu fyrir 2007. Eins og kunnugt er voru þær tugfalt yfir mörkum í sorpbrennslunum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkju- bæjar klaustri, sem féllu allar undir undanþáguna. Spurður hvort ráðuneytið hefði ekki átt að greina almenningi frá niðurstöðum mælinganna svar- ar Magnús að auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En okkar mat var að þar sem Umhverfisstofnun, sem sérfræðistofnun okkar, gerði engar tillögur í því efni til okkar væri engin umhverfisleg hætta í þessu fólgin.“ Að því sögðu varar Magnús við því að umræða um díoxínmengun verði til þess að vekja upp óþarfa áhyggjur fólks og segir það nauð- synlegt að bíða niðurstaðna úr sýnatökum. Magnús segir vissa kaldhæðni í því fólgna að á alþjóðaráðstefnu um umhverfi og þróun sem hald- in var í Rio de Janeiro árið 1992 hafi Ísland haft frumkvæði að því að koma á alþjóðlegum regl- um. „Reglurnar um þetta voru settar að frumkvæði Íslands og urðu síðar til þess að harðar Sveitarfélögin sóttu undanþágu fast MENGUN FRÁ FUNA Hér leggur reyk frá sorpbrennslunni Funa út fjörðinn og yfir Ísafjarðarbæ. Íbúar á svæðinu hafa árum saman reynt að leysa þennan vanda en án viðunandi árangurs. MYND/PÉTUR TRYGGVI Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæj- aryfirvöld hafi vitað af díoxíni í útblæstri frá sorpbrennslunni á staðnum síðan mæling var gerð árið 2007. „Við höfum verið að vinna að úrlausn þeirra mála síðan þá. Það bendir flest til þess að við séum búin að ná díoxín- menguninni verulega niður og að íbúum hér stafi engin bráð hætta af mengun frá stöðinni. Aðalmálið er að hræða fólk ekki með þessari umræðu, eins og mér finnst sumir gera.“ „Það er alveg rétt að við megum bæta okkar verkferla í allri upplýsingagjöf til íbúa en þetta hefur allt verið uppi á borð- um,“ segir Elliði, spurður um upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og hans skyldur sem bæjarstjóra árið 2007 þegar nið- urstöður lágu fyrir um mæling- una í Eyjum. „Ég hef sest niður með íbúum og rætt um meng- un. Íbúarnir, sumir hverjir, hafa áhyggjur af því að vera með sorp- brennslu, vegna mengunar sem frá henni kemur. Það er okkar að bregðast við og takast á við þetta verkefni.“ Elliði segir að náin samvinna hafi verið við Umhverfisstofnun. „Það hefur verið ákveðið að mæla díoxín og tvö ár hafa verið gefin til að vinna að úrbótum. Ný stöð kostar allt að 500 milljónir, sem verður að hafa hugfast á sama tíma og verið er að skera niður grunnþjónustu.“ Elliði segir að gripið hafi verið til þess á undanförnum árum að bæta búnað sorpbrennslunnar. Flokkun á sorpi er mun meiri í Eyjum en var árið 2007, sem minnkar verulega brennslu á líf- rænum úrgangi og þar með hættu á að díoxín myndist. Bæjaryfirvöld í Eyjum vinna markvisst að því að draga úr mengun: Þekktu niðurstöður mælingar SORPBRENNSLA Í VESTMANNAEYJUM Sorpbrennslan í Eyjum stendur hátt á vindasömum stað og reykurinn sest ekki inn yfir byggðina eins og skapaði mesta vandann í Skutulsfirði. Í austanátt kvarta hins vegar Eyjamenn yfir mengun sem slær niður í byggðinni og áhyggjur af mengun hafa verið ræddar á fundum bæjar- stjóra með íbúum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR ELLIÐI VIGNISSON reglur voru settar hjá Evrópu- sambandinu. Ísland fékk þannig undanþágu fyrir ströngum regl- um sem við börðumst fyrir að yrðu settar.“ Magnús bendir jafnframt á að strangt regluverk ESB sé fyrir margfalt stærri sorpbrennslur en eru hér. Smæð sorpbrennslnanna hérlendis hafi verið grundvöllur þess að fallist hafi verið á beiðni Íslendinga um undanþágu. En okkar mat var að þar sem Umhverfis- stofnun, sem sérfræðistofn- un okkar, gerði engar tillögur í því efni til okkar, að þá væri engin umhverfisleg hætta í þessu fólgin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.