Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 18
 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Lykiltölur úr rekstri NTC* Liðir 2009 2008 2007 Vörusala 2.144,3 2.072,0 1.965,5 Framlegð 980,3 1.016,7 945,0 Rekstrarhagnaður 106,4 164,4 143,4 Fjármagnsgjöld 150,9 910,3 57,9 Langtímaskuldir 1.424,6 1.202,8 732,0 Eigið fé -505,0 -493,6 214,9 Arðgreiðsla 0,0 100,0 50,0 Eiginfjárhlutfall -39,3% -23,2% 16,0% Tap ársins -11,4 -608,5 89,3 * Í milljónum króna VIÐSKIPTI „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði,“ segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveld- isins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. NTC tapaði 11,4 milljónum króna árið 2009 og bætist það við 604,5 milljóna tap frá fyrra ári. Lang- tímaskuldir, sem að nær öllu leyti eru í erlendri mynt, námu rúmum 1,4 milljörðum. Þá er eigið fé nei- kvætt um rúman hálfan milljarð og eiginfjárhlutfallið neikvætt um tæp 40 prósent. Svava segir aðspurð fyrirtækið yfirleitt hafa verið rekið með hagn- aði í 34 ár eða frá stofnun þess. Síðasta ár líti ágætlega út, rekst- urinn góður og rekstrarhagnaður enn góður, enda hafi verið mikið hagrætt. Í fyrirvara endurskoðenda við ársuppgjör NTC fyrir rekstrarárið 2008 var bent á að skuldir voru 829 milljónum króna umfram peninga- legar eignir og leiki vafi á fram- tíðarrekstrarhæfi fyrirtækisins. Fyrirvarinn er ítrekaður í síðasta uppgjöri. Þá kemur fram að viðræður standi yfir við Landsbankann vegna afborgana lána auk þess sem viðræðurnar snúist um uppgjör á framvirkum gjaldeyrisskiptasamn- ingi sem NTC gerði við Landsbank- ann 2008. Svava bendir á að skuldir NTC séu komnar til vegna skilnaðar hennar við Bolla Kristinsson árið 2005. Hún keypti hlut hans í fyrir- tækinu og mæltu ráðgjafar gamla Landsbankans með því að hún tæki lán fyrir kaupunum í erlendri mynt. „Þessar skuldir hafa síðan stökk- breyst,“ segir hún. Þá er skiptasamningurinn sömu- leiðis tilkominn vegna ráðgjafar úr gamla Landsbankanum. Svava man ekki hversu miklar fjárhæðir voru í spilunum en sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankans. Hún hefur beðið lengi eftir því að Landsbankinn komi að endurskipu- lagningu við að leiðrétta skulda- stöðu NTC. En það hafi tafist, svo sem sökum tíðra mannabreytinga í bankakerfinu og ósamræmis innan bankans um leiðir. „Þetta er mjög óþægilegt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera,“ segir hún og vill sjá bankana vinna hraðar í endurskipulagningu fyrirtækja svo þau gefist ekki upp, ákveði að fara gjaldþrotaleiðina og skilji skuld- ir eftir í bönkunum. „Þetta er leið sem ég myndi aldrei vilja fara,“ segir Svava. jonab@frettabladid.is Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins Tískuvöruveldi NTC skuldar tæpan einn og hálfan milljarð króna og er eigið féð neikvætt um tæp fjörutíu prósent. Forstjórinn Svava Johansen hefur beðið eftir aðgerðum viðskiptabankans í fimmtán mánuði en vonast til að sjá senn til sólar. Svava ætlar ekki að flýja skuldir fyrirtækisins og láta bankann taka skellinn. Þetta er mjög óþægi- legt, enda erfitt að vera með 160 til 200 manns í vinnu og vita ekki hver næstu skref eiga að vera. SVAVA JOHANSEN FORSTJÓRI NTC. SVAVA OG MAÐUR HENNAR BJÖRN Svava Johansen sér eftir því að hafa tekið ráðleggingum bankamanna sem hún hafi ekki skilið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsam- starfinu gangandi þrátt fyrir erf- iðleika í kjölfar fjármálakrepp- unnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. Þetta segir bandaríski hag- fræðiprófessorinn Kenneth Rog- off, fyrrverandi aðalhagfræð- ingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann hefur um skeið varað við fjárhagsvanda evruríkjanna. Rogoff fjallaði um evruna í alþjóðlegu samhengi og vanda evruríkjanna á fundi norskra samtaka iðnaðarins í Osló í gær. Í erindi sínu fjallaði hann meðal annars um veika stöðu evrunnar gagnvart Bandaríkja- dal og skuldavanda Íra, Portú- gala og Spánverja. Rogoff telur ekki útilokað að löndin lendi í sömu vandræðum og Grikkland þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir annað fjármálahrun. Þetta mun ekki duga til og verða stjórnvöld landanna að endur- skipuleggja skuldir sínar, að mati Rogoffs, sem telur evrópskt fjár- málakerfi munu komast á réttan kjöl árið 2017. - jab Hagfræðiprófessor varar við skuldavanda evruríkja: Telur evruna lifa af 920,4 ER UPPHAFSGILDI Úrvalsvísitölunnar í byrj-un árs. Við upphaf síðasta árs stóð vísitalan í 811 stigum. Þetta jafngildir 13,5 prósenta hækkun. VIÐSKIPTI Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslandsbanka. Hólmfríður er 38 ára viðskipta- fræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við markaðsmál fyrirtækja í um áratug, fyrst sem deildar- stjóri markaðs- og vefdeildar Kaupþings og síðar sem forstöðumaður markaðsmála hjá Símanum. Hólmfríður hefur verið búsett í Hollandi undanfarin tvö ár, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka. - jab Hólmfríður til Íslandsbanka: Tekur við stöðu markaðsstjóra HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR VIÐSKIPTI Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 101 milljarði króna á fyrstu níu mánuðum nýliðins árs samanborið við rúma 86 milljarða á sama tímabili árið 2009, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er fimmtán milljarða króna aukning á milli ára, eða 17,8 prósent. Mesta aflaverðmætið fékkst fyrir botnfisk, 70,8 milljarðar króna. Það er 19,4 prósentum meira en á fyrstu níu mánuðum 2009. Aflaverðmæti þorskafla nam 33,3 milljörðum, sem er um 27 prósenta hækkun á milli ára. Af öðrum tegundum nam afla- verðmæti flatfisks 7,5 milljörð- um króna, sem er 5,2 prósenta samdráttur. - jab Aflaverðmæti eykst milli ára: Nam 101 millj- arði króna ÞORSKI LANDAÐ Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um fimmtán milljarða króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs miðað við sama tíma ári fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Fluttar voru út vörur fyrir tæpa 48,4 milljarða króna í nóvember og inn fyrir 37,9 milljarða króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 10,4 millj- arða króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010 voru fluttar út vörur fyrir 511,1 milljarð króna en inn fyrir tæpan 402,1 milljarð króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam tæpum 109,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 75,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfn- uðurinn var því 33,8 milljörðum króna hag- stæðari en á sama tíma árið áður. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruútflutnings 67,6 milljörðum eða 15,2 prósentum meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðal- lega áls. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 var verð- mæti vöruinnflutnings 33,8 milljarðar eða 9,2 prósentum meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvöru, fjárfestingarvöru og eldsneyti en á móti kom samdráttur í innflutningi á flutningatækjum. Vöruskipti við útlönd fyrstu ellefu mánuði síðastliðins árs voru hagstæð: 109 milljarða króna afgangur á liðnu ári KERSKÁLI NORÐURÁLS Mesta aukningin varð í verð- mæti á útflutningi iðnaðarvara, aðallega áls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.