Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 29
Það er mikil kúnst að geta klifrað upp veggi og stokkið á milli húsa eins og gert er í parkour. Því skipt- ir öllu að vera vel undirbúinn að sögn Andra Más Birgissonar sem heldur utan um nýtt námskeið í þessari jaðaríþrótt í Heilsuaka- demíunni í Egilshöll. Hann segir aðstöðuna vera þá bestu sem býðst. „Bootcamp-salurinn hérna í Heilsuakademíunni, sem er meðal annars notaður í herþjálfun, hentar fullkomlega til iðkunar á parkour þar sem hann býr menn vel undir harðan veruleikann. Enda er hér ekki fyrir mörgum mjúkum dýnum að fara eins og algengt er í fim- leikjasölum þar sem ég hef kennt þetta hingað til,“ útskýrir Andri, sem hefur æft parkour um nokkurt skeið og leiðbeint víða á landinu. „Þátttakendur læra því ekki aðeins að fara yfir alls konar hindranir, sem jafnast á við raun- verulegar aðstæður, á mettíma heldur að vara sig betur og eiga þannig á minni hættu að slasa sig,“ segir Andri og getur þess að reyndar verði færri slys í parkour en margan gæti grunað. „Það slas- ast til dæmis fleiri í hópíþróttum eins og fótbolta en parkour enda reynir þar fyrst og fremst á sjálfan einstaklinginn.“ Hann viðurkennir að hafa sjálfur nokkra reynslu af slysum í gegnum tíðina, meðal annars hafi hann slitið sin og hlotið áverka á hné og baki. „Það er því gott að hafa varann á og mikilvægt að læra réttu hand- tökin undir leiðsögn viðurkenndra aðila,“ segir hann og bætir við að af þeim sökum sé þess jafnframt krafist að krakkar undir sextán aldri mæti á námskeiðið með uppá- skrifað leyfi frá foreldrum. En þarf að kunna eitthvað fyrir sér til að geta mætt í tíma? „Nei, það er tekið tillit til getu hvers og eins. Byrjendur læra helstu undir- stöðuatriðin og fyrir hinum sem hafa stundað parkour eru aðstæð- urnar hérna fínasta tilbreyting,“ svarar hann og vísar á vefsíðu Heilsuakademíunnar ha.is þar sem allar nánari upplýsingar er að finna. roald@frettabladid.is Aðstæður sem endurspegla harðan veruleikann Heilsuakademían í Egilshöll býður upp á námskeið í jaðaríþróttinni parkour í fyrsta sinn. Að sögn þjálfar- ans, Andra Más Birgissonar, kemst aðstaðan sem næst raunveruleikanum og er sú besta sem völ er á. Í parkour reynir á snerpu, þol og krafta og svo auðvitað útsjónarsemi. Andri Már Birgisson ásamt félaga sínum Davíð Má Sigurðssyni. Báðir hafa stundað parkour um nokkurra ára skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Margir strengja þess heit um áramót að taka sig á í ræktinni eða hætta að reykja. Fyrir 4.000 árum hafði fólk hins vegar minni áhyggjur af holdafarinu og var þá algengasta ármótaheitið að skila verk- færum sem fengin höfðu verið að láni hjá nágrönnum á árinu. Sjá doktor.is Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð gengur út á að losa um spennu í bandvef og liðka til fyrir hreyf- ingu höfuðbeina og spjaldhryggs sem hjálpar til við að losa um spennu í himnukerfi miðtaugakerf- isins og leiðrétta skekkjur á beinum. www.visindavefur.hi.is ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Bæði námskeiðin hefjast 10. janúar Fyrirlestur 8. janúar Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444-5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar: 17:20 og 18:30 Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: Mataróþol Matarfíkn og sykurlöngun Maga- og ristilvandamál Verki og bólgur í liðum Streitu, þreytu og svefnleysi Þunglyndi Aðra lífsstílssjúkdóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.