Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 30
FIMMTUDAGUR 6. janúar 2011 6 Góð húðkrem geta komið sér vel þegar kólnar í veðri og ekki verra ef þau eru laus við vatn, segir Hadda Björk Gísladóttir hjá GlaxoSmithKline. Í kulda er mikilvægt að vernda húðina fyrir þurrki og öðru áreiti til dæmis með því að bera á hana góð krem. Hadda Björk Gísla- dóttir hjá GlaxoSmithKline segir enn fremur mikilvægt að velja þá kuldakrem sem innihalda sem allra minnst af vatni. „Ástæðan er sú að vatn býr yfir þeim eiginleika að frjósa og springa og af þeim sökum þykir sumum það ekki hentugt í krem sem vernda eiga húðina gegn kulda. Áhrifin verða nefnilega þveröfug þar sem húðkrem með vatni þurrka þá hreinlega húðina,“ útskýrir Hadda Björk og getur þess að mörg af þeim kremum sem þegar eru á markaði innihaldi vatn í einhverjum mæli. Hadda Björk segir þá mun betra að verða sér úti um krem sem framleidd eru nánast eingöngu úr fituefnum og olíum. „Þannig helst rakastig húðarinnar í betra jafn- vægi,“ segir hún og getur þess að ekki sé verra ef kremin eru laus við ilm- og litarefni og önnur efni, svo sem parabena, sem kunna að valda ofnæmi. Hún bendir á að kuldakrem í húðhirðulínu Ceridal, sem GlaxoSmithKline flytur inn, falli til dæmis í þann flokk. „Slík krem koma útvistarfólki og sundfólki að góðum notum og sömuleiðis öðrum sem eru í mik- illi snertingu við vatn, börnum eða þeim sem eru með viðkvæma eða bara venjulega húð.“ - rve Vörn gegn kulda Gott getur verið að hafa krem við höndina ef kuldaboli bítur í kinn. Safnasvæðið er í útjaðri útivistarsvæðis Seltirninga og afmark- ast af bæjarhólnum í Nesi og nánasta nágrenni. Þar er Nes- stofa sem var reist á árunum 1761 til 1767 sem emb- ættisbústaður fyrsta landlækn- isins, Bjarna Pálssonar, og hýsir nú sýningar Lækningaminjasafns- ins. Fræðast má um sögu lyfjagerðar í Lyfjafræðisafninu og um lækningajurtir, sem voru nýttar til lyfjagerðar á tímabil- inu 1760 til 1834, í Urtagarðinum. www.laekninga- minjasafn.is Þorbjörg Ágústsdóttir margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari í skylmingum: „Ég vil þakka Saffran kærlega fyrir stuðninginn. Ég finn hvað maturinn frá Saffran gerir mér gott. Góður árangur í íþróttum er samtvinnaður góðri næringu. Ég er í engum vafa um að góð næring hafi átt stóran þátt í árangri mínum.“ Mark Wesley Johnson, bikarmeistari og í hópi 15 bestu stangastökkvara í Banda- ríkjunum: „Sem atvinnumaður í íþróttum og þjálfari þekki ég mikilvægi þess að við- halda fjölbreyttu og næringarríku mataræði. Það byggir upp vöðva og minnkar um leið fitumagn, en að auki er það nauðsynlegt fyrir ákjósanlega andlega starfsemi. Saffran er með mjög næringaríkan mat, án þess að fórna bragði. Saffran er án efa uppáhalds heilsuveitingastaðurinn minn og hef ég prófað þá marga, alla leið frá San Diego til Íslands.“ Lára Örlygsdóttir, þjálfari í Sporthúsinu: „Ég hef nýtt mér veisluþjónustu Saffran sem stóðst allar þær væntingar sem hægt er að gera og meira til. Ég ráðleggg öllum sem ég þjálfa að borða á Saffran og eru allir sammála um að nú sé loksins hægt að fá hollan og næringarríkan „skyndibita“ sem hægt er að verða saddur af.“ Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta: „Það er mikilvægt fyrir mig sem afrekskonu í íþróttum að borða hollan mat sem er framleiddur úr fersku hráefni og án aukaefna. Það fæ ég á Saffran, auk þess sem maturinn þar er líka framandi og bragðast einstaklega vel.“ Elvar Þór Karlsson, Íslandsmeistari í CrossFit 2010 og Lífstílsmeistari 2010: „Saffran hefur hjálpað mér gríðarlega að ná inn þeirri hágæða næringu sem ég þarf til að stuðla að stífum æfingum og viðhalda hámarksþreki, þoli og styrk. Það besta er að matseðillinn er mjög góður og fjölbreyttur þannig að ég hlakka alltaf til máltíðarinnar. Saffran undirstrikar það að hollur matur ER góður.“ Elmar Freyr Elíasson, 3x Íslandsmeistari í júdó og verðlaunahafi í Fitness: „Ég veit að á Saffran fæ ég næringuna sem ég þarf án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þyngjast. Saffran bökurnar eru t.d. að lágmarki um helmingi hitaeiningaminni en venjuleg pizza út í bæ. Saffran býður upp á toppmáltíðir fyrir íþróttafólk á öllum aldri í öllum íþróttum.“ Magnús Bess á 31 Íslandsmeistaratitla í vaxtarækt og var Norðurlandameistari 2008. Katrín Eva er Íslandsmeistari og vann Arnold Classic 2010: „Mataræðið skiptir mjög miklu máli ef þú ætlar að ná árangri í Fitness og vaxtarrækt. Saffran sameinar hollan og mjög bragð- góðan mat. Við mælum tvímælalaust með Saffran við alla sem við þjálfum.“ Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmark- maður í fótbolta: „Til að halda mér í fremstu röð í minni grein á Íslandi þarf ég að æfa mjög vel, vera í góðu andlegu jafnvægi og huga vel að næringu. Ég hef vanið komur mínar á Saffran frá því að staðurinn opnaði á Dalvegi. Maturinn er mjög bragðgóður og að auki er hann virki- lega næringaríkur sem hjálpar mér við það sem ég tek mér fyrir hendur.“ Kristín Ólafsdóttir, margfaldur Íslands- og bikarmeistari í frjálsum: „Það er mikilvægt að allir tileinki sér hollan lífstíl og þar með góðar matarvenjur. Maturinn á Saffran er hollur en hann er líka algjör veisla fyrir bragðlaukana! Ég eyði mikið af mínum tíma í æfingar og finnst ekkert betra en að slappa af og borða mat frá Saffran eftir erfiða æfingu.“                  !   "#   $  %&'(      FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.