Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 42
34 6. janúar 2011 FIMMTUDAGUR34 menning@frettabladid.is Skráning í fjórða ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykja- víkur er hafið. Ljóðaslammið verður haldið á Safna- nótt, föstudaginn 11. febrúar, og er þemað að þessu sinni „sjálfstæði“. Ljóðaslammið er ætlað ungu fólki frá aldrinum 14 ára og er skilgreint á afar opinn hátt sem eins konar ljóðagjörningur. Að sögn Úlfhildar Dagsdóttur, bók- verju á Borgarbókasafninu, er áherslan ekki síður lögð á flutninginn en á ljóðið sjálft. „Hefðbundinn ljóða- upplestur telst þannig ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist. Eina krafan er sú að flutt sé frumsamið ljóð eða stuttur prósi og það sett í ákveðinn búning.“ Hún segir dagskrár síðustu þriggja ára hafa einkennst af mikilli hugmyndauðgi og frumleika, þar sem þátttakendur hafi sýnt dansverk, örleikþætti og rappað svo fátt eitt sé nefnt, en þemu síð- ustu ára hafa verið „spenna“, „hrollur“ og „væmni“. Fimm manna dómnefnd velur þrjú bestu atriðin. Í dómnefnd sitja auk Úlfhildar þau Tinna Bjarnadóttir tónlistarkona, Stefán Máni rithöfundur, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir leikkona og Óttarr Proppé tónlistar- maður. Skráningarfrestur er til föstudagsins 28. janúar 2011. Nánari upplýsingar má finna á ljodaslamm.is og á Facebook-síðu ljóðaslammsins. Skráning hafin í fjórða ljóðaslammið Bók Áhugaleikhúss atvinnumanna, 2010 lárétt rannsókn, kom nýverið út. Hún er gefin út í tengslum við örverk leikhússins sem sýnd voru mánaðarlega á síðasta ári og fylgjast mátti með í gegnum netið, en leikhúsið er fyrsta net- leikhús Evrópu. Í bókinni eru viðtöl við leikara leikhússins um listina og hlutverk leikhússins í sam- tímanum, umfjöllun Steinunnar Knútsdótt- ur, listrænnar ráðs- konu, um bakgrunn örverkanna og vinnu- aðferðir leikhópsins og hugleið- ingu Unu Þorleifsdóttur, aðjúnkts í sviðslistum við LHÍ, um Áhugaleikhús atvinnumanna í samfélaginu og þýðingu örverkanna fyrir samtímann. Þess má geta að örverkin voru öll viðbrögð við samtímaviðburðum. „Okkur fannst mjög mikilvægt að búa til heimild um hvernig við hugs- um um leikhús. Það er mikilvægt að eiga til þessa samtímasýn því yfir- leitt breytist túlkun á atburðum þegar litið er til baka,“ segir Stein- unn. Hún bendir á að sambærilegar bækur séu gefnar út erlendis þó að ekki hafi slík útgáfa verið fyrirferðar- mikil hér á landi. „Helsta samtíma- skráning á listum fer fram í fjölmiðl- um sem fjalla þó ekki um allt, okkur fannst vanta skráningu á því af hverju við gerum það sem við gerum.“ Bókin, sem gefin er út í takmörkuðu upplagi, fæst í versluninni Útúrdúr í Austurstræti og í Tjarnarbíói. Örverkin má sjá á heimasíðunni www.herbergi408.is. - sbt Heimild um hvernig við hugsum ÞAÐ BESTA VIÐ ÍSLAND Fjallkonan var umfjöllunarefni örverks júnímánaðar sem bar heitið Það besta við Ísland. Lára Sveinsdóttir er hér í hlutverki fjallkonunnar. GREITT TIL HLIÐAR PLÚS TVEIR Sigruðu í ljóðaslammi 2010 með atriðinu Hlölli. STEINUNN KNÚTSDÓTTIR Sigga Heimis iðnhönnuð- ur og Ásdís Olgeirsdótt- ir lóðsa gesti um sýningu á verkum Siggu í Hönn- unarsafninu á sunnudag. Þær munu spjalla saman um verk Siggu og velta upp ýmsum spurning- um um umhverfisvitund í hönnun og framleiðslu. Sigga hefur á síðustu árum átt samstarf við þekkt framleiðslufyr- irtæki og söfn á sviði hönnunar. Senn líður að lokum sýningarinnar og því eru síðustu forvöð fyrir áhugafólk og fagfólk í iðn- aði og hönnun að sjá sýn- inguna í fylgd með hönn- uðinum á sunnudaginn. Spjallað við Siggu Heimis Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunn- arsson fær lofsamlega dóma í Frakklandi. Skáldsagan fjallar um örlög Jóns Arasonar biskups sem var tekinn af lífi árið 1550. Hún kom út á Íslandi 2003 en var nýlega gefin út í Frakklandi á vegum bókaforlagsins Gaia. Gagnrýnandi La Liberté segir Öxina og jörðina frábæra bók sem sé í raun miklu meira en söguleg skáldsaga. Í dómi France Catholique er því fagnað að frönskumælandi lesendur fái tækifæri til þess að kynnast Jóni Arasyni. Les Affiches-Moniteur segir söguna óð til sjálfstæðis og frelsis þjóðar, en jafnframt stór- kostlega samfélagslýsingu. Ólafur lofaður í Frakklandi TANGÓ Í GERÐUBERGI Tónlistarhópurinn Fimm í tangó spilar íslenskan og finnskan tangó í Gerðubergi á laugardaginn klukkan 14. Enginn tónlistarhópur á Íslandi hefur áður spilað þessa tegund tónlistar að staðaldri. Flytjendur eru Ágúst Ólafsson, Ástríður Alda Sigurðardóttir, Íris Dögg Gísladóttir, Kristín Lárusdóttir og Vadim Fedorov á harmóníku. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Almanak Háskóla Íslands 2011 Þorsteinn Sæmundsson Konur eiga orðið 2011 Ýmsir höfundar Ísfólkið 36 - Galdratungl Margit Sandemo Prjónadagar 2011 Kristín Harðardóttir Fiskur Stephen C. Lundin Hver er ég? Gunnlaugur Guðmundsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 29.12.10 - 04.01.11 Almanak þjóðvinafélagsins Ýmsir höfundar Stafræn ljósmyndun á Canon EOS - Þórhallur Jónsson Eyjafjallajökull Ari Trausti/Ragnar TH. Harðskafi - kilja Arnaldur Indriðason SIGRÍÐUR HEIMISDÓTTIR BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 Morgunhanarnir Heimir og Kolla vakna eldhress í bítið með fjölbreyttan dægurmálaþátt á léttum nótum. Fylgstu með fréttum og taktu púlsinn á þjóðmálunum, íþróttunum og öllu hinu strax í bítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.